blaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 blaöi6 22 I Óþrjótandi vinna fótboltaáhugamanns Hafliði Breiðfjörð rekur vefinnfótbolti.net sem er t hópi mest sóttu vefsíðna landsins ótbolti.net hefur verið starf- andi í bráðum fjögur ár eða síðan hann opnaði fyrst þann 15. apríl árið 2002. Hafliði Breiðfjörð er upphafsmaður síðunnar og hefur rekið hana æ síðan. „Upphaflega langaði mig að gera einhverja síðu fyrir heimsmeistaramótið sumarið 2002. Á þessum tíma var ég að vinna á pizzastað þar sem var mjög rólegt að gera og mig vantaði eitthvað verk- efni til að drepa tímann. I framhaldi af því bauðst mér að fara í samstarf við Design Europa og þeir gerðu fyr- ir mig nýja síðu. Fyrst ég var kominn svona langt ákvað ég að gera bara alvöru úr þessu,“ segir Hafliði um hvernig ævintýrið byrjaði. Hafliði fór svo sjálfur að starfa hjá Design Europa og hefur unnið þar síðan samhliða því að reka Fótbolti.net. Lítill ágóði af netauglýsingum ,Þegar Design Europa kom inn í þetta breyttum við síðunni sem ég var með og allt útlit varð mjög flott. Hugmyndin um að hafa fyrirsagnir á forsíðunni hefur þó alltaf haldið sér. Við erum með svo mikið af frétt- um, rúmlega 30 á dag, þannig að það myndi aldrei ganga að setja þær upp með úrdrætti og svoleiðis. Þá myndu margar fréttir bara týnast,“ segir Hafliði. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar Fótbolti.net eingöngu um fótbolta. Hafliði og félagar halda þó einnig úti síðunni handbolti.net en hann segir þá síðu þó ekkert í lík- ingu við hina fyrrnefndu. Hafliði segist alla tíð hafa verið fót- boltaáhugamaður og fékk hann aðra áhugamenn til að starfa með sér við vefinn. „Það hafa alltafverið nokkrir strákar með mér í að halda síðunni uppi en um þessar mundir erum við bara tveir sem störfum beint við vefinn og fáum tekjur af. En svo eru margir lausapennar hjá okkur sem skrifa bara af áhuganum," segir Haf- liði en segir að tekjurnar sem um ræðir séu ekki miklar. „Það eru ekki miklir peningar í þessum netbransa. Það hefur verið rosalega erfitt að fá auglýsendur til að skilja að á Netinu er stór hópur fólks sem auðvelt er að ná til. En skilningurinn eykst þó BlatilMki Hafliði segir það gefa sér aukapúst að vera á undan stóru fjölmiðlunum með fréttirnar. stöðugt á því að netauglýsingar skili sér,“ segir Hafliði. Kikk að veraáundan með fréttirnar Hafliði segir að Fótbolti.net fái að jafnaði 25-30 þúsund gesti á viku og hver gestur komi að meðaltali fimm sinnum. Þessar tölur þýða að vefurinn er sá áttundi vinsælasti á landinu samkvæmt samræmdri vef- mælingu. „Við erum náttúrulega búnir að leggja óþrjótandi vinnu á okkur og þá hefur það líka aflað okk- ur fleiri heimsókna að við höfum undanfarin 1-2 ár verið með flestar fréttir á undan stóru fjölmiðlunum," segir Hafliði um ástæðuna fyrir vin- sældum vefsins. Aðspurður hvort ekki sé þreytandi til lengdar að vera alltaf á tánum að uppfæra vefinn seg- ir hann svo ekki vera. „Það kannski gefur manni aukapúst að vera á und- an hinum með fréttirnar, maður fær rosalega mikið „kikk“ út úr því,“ seg- ir Hafliði að lokum. bjorn@bladid.net l-MM íds síðumar þínar? ■■■■■■■ Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir Ég skoða mest bloggsíður hjá vin- um mínum og er sjálf með blogg- síðuna www.blog.central.is/beibur. Svo nota ég t.d. heimabankann minn mikið. Kristjana Magnúsdóttir Ég skoða mikið heimasíður barn- anna og einnig síður vinkvenna minna. Ég skoða líka fréttasíður og þá yfirleitt mbl.is, en stundum visi.is. Sindri Snær Jensson Uppáhalds síðan mín er fotbolti. net og ég skoða hana yfirleitt daglega. Annars nota ég Netið voðalega lítið. Helgi Einarsson Ég skoða aðallega fréttatengdar síður og örugglega mbl.is mest. Svo nota ég mikið leitarsíður eins og leit.is og google.com. Thelma Sigurðardóttir Ég skoða mikið blogg hjá vinum minum. Svo hef ég mjög gaman af síðu sem heitirtelecinco.es og er spænsk sjónvarpsstöð sem sýnir brot úr þáttum og svoleiðis. Bjarni Daníelsson Uppáhalds síðan mín erfotbolti. net en ég skoða mbl.is líka mikið. www. vedur. is VEÐURSTOFA ^ ÍSLANDS Jói útherji knattspyrnuverslun TIPPAÐU Á ÚRSLITIN í LEIK LIVERPOOL OG MANCHESTER UNITED SEM FER FRAM Á LAUGARDAGINN 18.FEB OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ TIL VERÐLAUNA www.joiutherji.is Páskaeggin eru komin

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.