blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 6
6 I FRÉTTIR LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaöið Abu Musab al-Zarqawi Harmar dauða al-Zarqawis mbl.is | Mullah Mohammad Omar, leiðtogi talibana í Afg- anistan, hefur sent frá sér yfir- lýsingu þar sem hann harmar dauða Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga al-Qaeda samtakanna í frak. „Ég og allir múslímar í afgönsku uppreisninni erum hryggir vegna píslarvættis Abu Musab al-Zarqawi,“ segir m.a. í yfirlýsingunni sem lesin var upp í síma af Mohammad Hanif, tals- manni talibana. „Píslarvætti Zarqawis mun þó ekki veikja írösku andspyrnuna sem er þjóðarandspyrna. Hvaða ungmenni sem er getur orðið Zarqawi. Fram til dagsins í dag hefur hann þjálfað þúsundir ungmenna til þessarar baráttu. Hann vildi mynda sterka and- spyrnu gegn Bandaríkjunum og það hefur hann gert. Þótt Zarqawi sé ekki hér, hefur hann skilið eftir sig þúsundir ungmenna sem munu efla and- spyrnuna." Zarqawi féll ásamt nokkrum samstarfsmönnum sínum í miklum sprengju- árásum bandariskra og íraskra hermanna á hús sem hann dvaldi í á miðvikudag. Sjaldgæft er að Mullah Omar sendi frá sér yfirlýsingar en hann hefur verið í felum frá því stjórn talibana í Afganistan var hrakin frá völdum árið 2001. Bílakaup ekki að aukast íslendingar fluttu inn vörur fyrir tæpa 36 milljarða í síðasta mánuði samkvæmt bráðabirgða- tölum fjármálaráðuneytisins um innheimtu virðisaukaskatts. Þetta er aukning um rúma 8 milljarða milli mánaða. f hálf fimm fréttum KB banka í gær segir að athygli vekji að talsvert hafi hægt á innflutningi bifreiða. „Bílainnflutningur er jafnan kröftugur í upphafi sumars en í maí jókst innflutningur á bílum nánast ekkert sem er heldur óvenjulegt. Ef litið er á tölur um nýskráningar á bílum í maí gefa þær til kynna að bílakaup almennings hafi ekki aukist frá sama tíma í fyrra. Þessa þróun má væntanlega rekja beint til veikingar krónunnar. f mars tók gengi krónunnar að síga nokkuð hratt en það sem innflutningur í þeim mánuði er afgreiddur á tollgengi fyrri mánaðar hafa landsmenn nýtt tækifærið áður en tollgengið hækkaði og aukið innflutning þann mánuðinn en ekki aukið hann í apríl og maí eins og vant er,“ segir í hálf fimm fréttum KB banka. Ekki talað um fótbolta inni á þingi HM vertíðin hófst í gær með pompi og prakt. íslenskir fótboltaunnendur réðu vart við sig af kæti þegar fyrsti leikurinn hófst. Blaðið tók nokkra þekkta fótboltaspekinga tali. „Ég held með Trinidad og Tobago,' segir Stefán Pálsson, formaður Herstöðvarandstæðinga og einlægur áhugamaður um fótboltaliðið Luton. Stefán á kornabarn og segir hann að svo lengi sem hann hefurofan afbarn- inuþámegihann horfa á leikina. Hann bætir við að konan hans geri sér sennilega ekki grein fyrir því hvað þetta eru margir leikir, „hún heldur að þetta séu bara tíu leikir,“ segir Stefán hlæjandi. Stefán segist ekki leggja í vana sinn að halda með smáliðum því hann studdi Frakka Katrín Júlíusdóttir dyggilega árið 1998 þegar þeir urðu heimsmeistarar. Hann seg- ist hins vegar ekki geta fyrirgefið þeim frammistöðuna á síðasta móti og því sé hann nokkuð munaðarlaus varðandi lið. „Ég legg það reyndar í vana minn að halda með landsliðum sem annað hvort innihalda leikmenn frá Luton eða Fram,“ segir hann en einn leik- maður Luton er frá Trinidad. Steraréttur á Players Egill Einarsson, eða Gilzenegger eins og hann er oftast kallaður, segir HM vera heilaga stund. „Maður læsir sig inni og slekkur á símanum," segir hann um fótboltaveisluna. Egill segir að hann haldi alltaf með þremur liðum ef hin skyldu missa allt niður um sig í keppninni. „Eftir að Rooney er kominn aftur inn í enska landsliðið þá heldur maður með þeim,“ hann og bætir við bann sé líka mikið fyrir Þjóðverjana. Egill segir að hann fari alltaf á Players að horfa á leikina og það sé einhvers konar „ritúal“. „Maður fær sér einn Gilz að borða en sá réttur er stundum kallaður sterarétturinn," segir Egill en Players-menn eru búnir að skíra einn rétt i höfðuðið á Agli. Á öllum stórmótum sem þessum koma alltaf upp miðlungsgóð lið sem ná til fólksins og veðjar Egill á að Ghana eigi eftir að verða næsta ,spútnik“-liðið eins og hann orðar það. Egill Einarsson Stefán Páisson „Þetta verður heljarinnar veisla,“segir Egill og bætir við hann voni bara að Brasilía vinni ekki. Grillveisla hjá þingmanni Katrín Júliusdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, er harður stuðnings- maður Þjóðverja og segist aldrei hafa haldið með öðru liði. „Ég held reyndar líka með Argent- ínu en það er bara af tilfinningasemi,“ segir hún og útskýrir að það sé vegna bernskuminninga um Diego Mar- adona. Katrín segist ekki vita hvort fleiri þingkonur séu áhugamenn um fótbolta eins og hún, „við tölum alla- vega ekki um fótbolta á þingi,“ segir hún. Katrín ætlar að halda grillveislu og býður æskuvini sínum og föður í fiskispjót og grillað grænmeti. Að- spurð hvort grænmeti og fiskur sé viðeigandi HM matur segir hún: „Kannski ég grilli eina lærisneið fýrir þá hörðustu.“ Super Puma-þyrla verður tekin á leigu Nú er ljóst að ein þyrla bætist í þyrlu- flota Landhelgisgæslunnar þann 1. október næstkomandi. í gær undirrituðu Björn Bjarna- son, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, samning við forsvarsmenn fyrirtækisins Air Lift um leigu á Super Puma þyrlu frá fyrirtækinu. Verður hún leigð í eitt ár með möguleika á framlengingu. Leigan er 14 milljónir króna á mán- uði auk 150 þúsund króna greiðslu fyrir hvern floginn flugtíma. Gert er ráð fýrir að þyrlan muni kosta landsmenn um 210 milljónir króna á næsta ári. Super Puma þyrla Skrlfað var undir leigusamning fyrir eina þyrlu í gær. Gert er ráð fyrir að leiga á annarri þyrlu verði frágengin á næstu dögum. Góð reynsla 1 tilkynningu frá samgönguráðu- neytinu í gær kemur fram að Land- helgisgæslan hafi um árabil verið 1 talsverðum samskiptum við Air Lift og hafi þyrluflugmenn Gæslunnar meðal annars starfað á Svalbarða og á hamfarasvæðunum í Pakistan á vegum fyrirtækisins, sem og í fríum sínum til að öðlast meiri reynslu. Tvær þyrlur keyptar á næsta ári Þrátt fyrir að gengið hafi verið frá samningnum ætla stjórnvöld ekki að láta þar við sitja því fyrirhugað er að ganga frá leigusamningi um aðra þyrlu fyrir næstu mánaðamót. Þá kynnti Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra í ræðu sinni í tilefni undirritunarinnar að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að kaupa tvær sambærilegar þyrlur á næsta ári. Auk þess er fyrirhugað að end- urnýja flugvél Landhelgisgæslunnar og varðskip á næstunni eins og áður hefur verið kynnt. Fjorir handteknir Fjórir menn voru handteknir á Ráðhústorginu á Akureyri í fyrrinótt þegar þeir veittust að lögreglumönnum. Lögreglan hafði afskipti af manni sem var að skemma tré við Ráðhústorgið, vinum manns- ins hugnaðist ekki handtaka hans og veittust að lögreglu í þeim tilgangi að koma honum undan handtöku. Þurftu lögreglu- mennirnir að grípa til piparúða svo þeir gætu yfirbugað þá. Gistu mennirnir allir í fangageymslu og mega búast við þvi að verða kærðir fyrir brot gegn valdstjórn. Skuldabréf fyrir fimm milljarða Gefin voru út erlend skuldabréf í íslenskum krónum fyrir 5 millj- arða í síðasta mánuði samkvæmt Markaðsupplýsingum Lánasýslu ríkisins. Heildarútgáfa erlendra skuldabréfa í íslenskum krónum nemur nú um 223 milljörðum og þar af koma um 50 milljarðar til endurgreiðslu næsta haust. Að mati Lánasýslu ríkisins hefur jákvæður vaxtamunur ásamt veikingu krónunnar gert útgáfur skuldabréfa í íslenskum krónum eftirsóknarverðar. Búist er við því að flökt krónunnar að undanförnu muni þó valda því að fjárfestar haldi að sér höndum a.m.k. þangað til gengið hefur náð meiri stöðugleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.