blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 52

blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 52
52 i DAGSKRÁ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaöiö HVAÐSEGJA STJÖRNURNAR? Röð atburða sem virðast ekki eiga neitt sameiginlegt við fyrstu sýn tekurásig heildarmynd við lok dagsins. Þá fyrst sérðu að það er ekki allt eins og þú bjóst við að það væri. Sumt er erfitt að koma auga á. ©Naut (20. apríl-20. maO Þaðersól í hjarta þínu og ástvinur þinn fer ekki var- hluta af þvi. Reyndu að njóta hvers dags á meðan veðrið er fallegt. Það mun létta á sál þinni sem á þaðtilaðverapínulítið þung ©Tvíburar (21. maí-21. júnO Þú verður að hugsa um fleiri en bara þig. Reyndu að gefa þér meiri tíma til að hlusta á hvað aðrir hafa að segja. Þú munt komast að því að það er ým- islegt áhugavert sem fólk hefur fram að færa. ©Krabbi (22. júnf-22. júlQ Það er kominn timi til að gera alvarlegar breyting- ar á lífi þínu. Ekki það að líf þitt sé í neinum mol- um. Það er einungis það að þú hefðir mjög gott af breytingum og nýtt áhugamál væri við hæfi í þessu sambandi. ®Ljón (23. júlí-22. ágúst) Það kemur fljótlega í Ijós að eitthvað sem þú telur að sé bölvun er í rauninni blessun. Axlaðu þessa ábyrgð með gleði í hjarta og láttu alla gagnrýni lönd og leið. Þetta gefur þér nýja sýn á Iffiö CS Meyja (23. ágúst-22. september) Láttu af gömlum kreddum sem þú hefur haldið f alltof lengi. Hugmyndafræði þfn þarf á endurnýjun að halda svo að þú getir brugðist við breyttri heims- mynd. Ekki dugar að bora í nefið þegar kemur að þessum málum. Vog (23. september-23. október) Það er ótrúleg orka í kringum þig og verður til þess að þú vinnur tvöfalt miðað við venjulega. Vinnufélagar fara ekki varhluta af þessari smitandi orku og allir taka kipp. Þú verður þó að koma upp stundum og anda Sporðdreki (24. október-21. nóvember) Þú mátt ekki reyna of mikið þvi það getur orðið til þess að hrekja burt þá persónu sem þú ert að reyna að ná til. Þegar kemur að samskiptum fólks þá borg- ar sig að fara hægt og yfirvegað af stað. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Það em ákveðin tímamót f Iffi þínu og nú verður þú að huga að þvi hvernig þú ætlar að vinna úr aðstæðum. Það er engin ástæða til að vera stressaður fyrirfram þó erfitt sé að stjóma þvf. Reyndu að róa þig niður Steingeit (22. desember-19. janúar) Þú munt á næstunni mynda nýtt samband og ekki hafa áhyggjur af því þó það fari hægt af stað. Það mun halda áfram að styrkjast og verða á endanum mjög öflugt. Þú geturtreyst á það. Vatnsberi (20. januar-18. febrúar) Þú ert á mikilli siglingu og þér líður líka þannig. Það er hreinlega ekkert sem getur dregið úr þér kraft þessa dagana og þú verður að nýta þér það uppstreymi. Láttu ekki deigann siga. ©Fiskar (19.febniar-20.mars) Það er stormur i aðsigi en þú verður að gæta þess að fjúka ekki. Þú ert sem strá i vindinum en styrk- ingin er ekki langt undan. Hugrekkið byggist upp í smáum skömmtum og erfitt er að breyta því. IMQKLA Isle oí Wight-há- tíðin um helgina Nú um helgina munu 30.000 aðdá- endur hljómsveitanna Coldplay, The Prodigy og Foo Fighters og fleiri góðra hljómsveita storma á litla eyju sem er við Bretland til þess að vera viðstaddir Isle of Wight-tónlistarhá- tíðina. Þetta er ein stærsta tónlistar- hátíð sem haldin er ár hvert og hafa nánast allir bestu tónlistarmenn heims spilað á hátíðinni sem haldin hefur verið nánast óslitið síðan á sjö- unda áratugnum. IWGVI HRAFN BJARGAR KVÖLDINU Fjölmiðlar Kolbrún Bergþórsdóttir Þegar ég lcom heim síðastliðið fimmtudagskvöld hlakkaði ég til að eiga notalega stund yfir sjón- varpinu. „Hvað ætli sé í Kastljós- inu í kvöld?“ hugsaði ég full til- hlökkunar. Þá kom þula á skjáinn og tilkynnti að Kastljósið yrði ekki á dagskrá vegna beinnar útsend- ingar frá handboltaleik. „Ég trúi þessu ekki,“ sagði ég upphátt. Ég var alls ekki kát. Ástandið á heim- ilinu skánaði ekki þegar drengur frá Hive hringdi og sagðist vilja gera mér tilboð. Mér skilst að Hi- ve sé fjarskiptafyrirtæki. „Ég þarf engar tengingar. Ég vil ekki meiri tækni,“ sagði ég. „Viltu ekki lægri símreikning?“ spurði hann. „Nei, alls ekki, ómögulega," sagði ég og lagði á. Ég er gamaldags kona og á viðskipti við Símann. Ég kveikti á útvarpinu. Ingvi Hrafn var í ham á NFS. Hann hellti sér yfir Morgunblaðið og sagði það vera að breytast í kratalufsu. Þetta voru einu góðu tíðindin sem ég hafði heyrt þennan daginn. „Gott að Mogginn er á réttri leið,“ hugs- aði ég. Svo reif Ingvi Hrafn Mogg- ann í tætlur vegna leiðara sem hon- um mislíkaði mjög. Eftir að hafa rifið Moggann sagði Ingvi Hrafn að Mogginn hefði eyðilagt fyrir sér daginn. Ingvi Hrafn bjargaði hins vegar kvöldinu fyrir mér. Hann var svo æstur að ég gleymdi raunum mínum og hlustaði heilluð á hann ausa úr skálum reiði sinnar. kolbrun@bladid.net SJÓNVARPSDAGSKRÁ 0 SJÓNVARPIÐ 08.00 Barnaefni 10.50 Kastljós 11.20 Formúla 1 Bein útsending frá ti'ma- töku fyrir kappaksturinn í Bretlandi. 12.45 Hlé 15.05 Fótboltaæði (2:6) (FIFA Fever 100 Celebration) 15-35 fþróttakvöld 15.50 fslandsmótið í fótbolta Bein út- sending frá leik KR og Vals í Lands- bankadeild kvenna. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 HopeogFaith (53:73) 18.25 Kokkar á ferð og flugi (8:8) (Sur- fingthe Menu) 18.54 Lottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19-40 Fjölskylda mín (10:13) (My Family) 20.10 Uppreisnin í skólanum (New Port South) 21.50 Kræktu í karlinn (Get Shorty) 23.30 Björgun Ryans (Saving Private Ry- an) 02.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok ■ SIRKUSTV 18.30 Fréttir NFS 19.00 Friends (15:23) (e) (Vinir) 19.30 Friends (16:23) (e) (Vinir) 20.00 Þrándur bloggar (1:5) (e) 20.30 Sirkus RVK(e) 21.00 Fabulous Life of (16:20) (Fabulous Life of: Holly wood Super Spenders) 21.50 Killer Instinct (2:13) (e) (Five Easy Pieces) 22.40 Pink Floyd - Making Of the Dar 23.30 Jake in Progress (3:13) (Rivals And Departures) 23-55 Stacked (6:6) (e) 00.20 Tívolí 00.50 BoysDon'tCry(e) STÖÐ2 07.00 Barnatími Stöðvar 2 10.25 Lína langsokkur á ferð og flugi 12.00 Hádegisfréttir (samsending með NFS) 12.20 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir) 12.40 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir) 13.00 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir) 13.20 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir) 13.45 Idol - Stjörnuleit (Niðurskurður) 14.45 Idol - Stjörnuleit (Niðurskurður) 15.45 Life Begins (7:8) (Nýtt líf) 16.45 William and Mary (2:6) (William og Mary) 17.45 Martha (Martha's looth Show With Rosie O'Donnell) 18.30 Fréttir, íþróttir og veður 19.00 fþróttirog veður 19.05 Lottó 19.10 George Lopez (22:24) (George's Extreme Makover: Holms Edition) 19.35 OliverBeene (7:14) 20.00 Bestu Strákarnir 20.25 Það varlagið 21.35 White Chicks (Hvítar gellur) 23.25 YoungAdam (Adamungi) 01.00 Serendipity (Vegir ástarinnar) 02.30 Black Point (Skotmarkið) 04.15 Starstruck (Stjörnudýrkun) 05.45 Fréttir Stöðvar 2 06.30 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí © SKJÁR EINN 12.45 Dr.Phile. 15.00 Point Pleasant e. 15.45 OneTree Hill e. 16.45 Courting Alex e. 17.15 Everybody Hates Chris e. 17-45 Everybody loves Raymond e. 18.15 South Beach e. 19.00 Beverly Hills 19-45 Melrose Place 20.30 Kelsey Grammer Sketch Show Bráðfyndin sketsaþáttur þar sem Kelsey Grammer fer á kostum. 21.00 Runofthe House 21.30 Janis 23.00 The Bachelorette III e. 23.50 Law & Order: Criminal Intent e. 00.40 Wanted e. 01.30 Beverly Hillse. 02.15 Melrose Place e. 03.00 Tvöfaldur Jay Leno e. 04.30 Óstöðvandi tónlist ^^SÝN 07.10 Sænsku nördarnir(FCZ) 08.00 HM 2006 (Pólland - Equador) 09.45 HM 2006 (Opnun: Þýskaland - Kosta Ríka) 11.30 442 12.30 HMstúdíó 12.50 HM 2006 (England - Paragvæ) 15.00 HM stúdíó 15.50 HM 2006 (Trinidad - Svíþjóð) 18.00 HMstúdíó 18.50 HM 2006 (Argentína - Fílabeins- ströndin) 21.00 442(442) 22.00 HM 2006 (England - Paragvæ) 23.40 HM 2006 (Trinidad - Svíþjóð) 01.20 Hnefaleikar: Antonio Tarver - Bernard Hopkins (Antonio Tarver - Bernard Hopkins) */> NFS 10.00 Fréttir (10:00 laugardaga og sunnud) 10.10 Óþekkt 11.00 Fréttavikan m. Þorfinni Ómarss 12.00 Hádegisfréttir 12.10 fþróttir, veður og leiðarar 12.25 Skaftahlíð 13.00 Dæmalaus veröld - með Óla Tynes 13.10 Óþekkt(e) 14.00 Fréttir 14.10 Fréttavikan m. Þorfinni Ómarss 15.10 Skaftahlíð 15.40 Hádegisviðtalið (e) 16.00 Fréttir 16.10 Vikuskammturinn 17.10 Óþekkt (e) 18.00 Veðurfréttir og íþróttir 18.00 Fréttayfirlit 18.02 ftarlegar veðurfréttir 18.12 fþróttafréttir 18.30 Kvöldfréttir 19.10 Fréttavikan m. Þorfinni Ómarss 20.10 Kompás(e) 21.00 Skaftahlíð (e) 21.35 Vikuskammturinn 22.30 Kvöldfréttir 23.10 Síðdegisdagskrá endurtekin Wiesih stöð 2 - bíó 06.00 A View From the Top (Útsýni að ofan) 08.00 Clint Eastwood: Líf og ferill 10.00 Gemsar 12.00 Bridget Jones: The Edge of Reason (Bridget Jones 2: Mörk skynseminnar) 14.00 AViewFromtheTop 16.00 Clint Eastwood: Líf og ferill 18.00 Gemsar 20.00 Bridget Jones: The Edge of Reason 22.00 Man on Fire (1 eldlínunni) 00.25 Dahmer 04.00 Man on Fire (f eldlínunni) RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 89.5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9 Viltu spila með Beyoncé? Ný plata, bíómynd er væntanleg frá Beyoncé sem slær ekki slöku við þessa dagana. Beyoncé Knowles, aðalstjarnan úr þríeykinu Destiny’s Child, leitar nú að hljóðfæraleikurum til að spila undir á hljómleikaferð hennar í sumar. Prufur verða í fimm borgum í Bandaríkjunum á næstunni. Að þeim loknum munu bestu tónlistar- mennirnir spila fyrir Beyoncé sjálfa í lok næstu viku. Bestu hljóðfæra- leikararnir munu síðan skipa sveit sem heldur af stað í tónleika þann 20. júní ogþví gefst ekki mikill tími til æfinga. Prufurnar verða haldnar næsta mánudag og ættu áhugasam- ir að skella sér út og spreyta því Bey- oncé er ein vinsælasta söngkonan í heiminum í dag. Plata í afmælisgjöf Söngfuglinn fagri ætlar ennfremur að gefa frá sér sólóplötu á 25 ára af- mælisdegi sínum, þann 4. septem- ber, sem bera mun nafnið „B’day“. Rapparinn knái og kærasti Beyoncé, jay-Z, tekur lagið Dejá Vu með henni á plötunni. Talið er að Bey- oncé komi að því að semja og útsetja öll lögin á plötunni og geta aðdáend- ur hennar þvi farið að hlakka til. Leikur Diana Ross Nýlega lék Beyoncé í myndinni Dreamgirls undir leikstjórn Bill Condon. Þetta er saga sem byggð er á Broadway söngleik um þrjár svartar blússöngkonur sem klifr- uðu upp vinsældarlistana á sjöunda áratugnum og hefur þeim verið líkt við The Supremes. Bey- oncé leikur aðalsöng- kon- una, sem margir þekkja, en það er engin önnur en hin heimsfræga Di- ana Ross.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.