Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201 Fullur kraftur er nú að komast á sauðfjárslátrun enda fé farið að streyma af fjalli en fyrstu fjárréttir voru 2. september. Kristján Hreinn Stefánsson frá Gilhaga í Skagafirði er einn þeirra sem fylgjast vel með í sláturtíðinni enda hefur hann haft af því atvinnu í fjölda ára að stopp upp kindahausa og eru þeir nú orðnir 200 talsins. Hefur stoppað upp 200 hausa Á mánudag í síðustu viku afhenti Kristján tvo kindahausa sem hann stoppaði upp fyrir Sláturhús Austur- Húnvetninga á Blönduósi, SAH. „Annar hausinn var af ferhyrndum hrút og hinn af fullorðinni á, sem var tvöhundruðasti kindarhausinn sem ég stoppa upp,“ sagði uppstopparinn. Kristján er fæddur 29. apríl 1944 í gamla torfbænum í Gilhaga, sem er í Lýtingsstaðahreppi hinum forna í Skagafirði. Hefur hann alltaf verið kenndur við þann bæ, enda átt þar heimili lengst af ævinnar. Ekki dvaldi hann þó lengi undir torfþaki, því sumarið 1944 var flutt í nýbyggt steinhús neðan við gamla bæjarhól- inn þar sem Kristján ólst upp. Byrjaði að stoppa upp fyrir 30 árum „Það eru þrjátíu ár síðan ég byrjaði að stoppa upp. Ég byrjaði bara í rólegheitunum og það er með þetta eins og svo margt annað í mínu lífi, að ég byrjaði á þessu fyrir slysni. Ég hef mikið verið í handverki alla mína tíð og langaði að prófa þetta til að eiga eitthvað til að dunda mér við í ellinni til gamans.“ Segir Kristján oft mikið að gera á verkstæðinu. Margir vilji eiga upp- stoppaða hausa af uppáhalds dýrum hangandi uppi á stofuvegg hjá sér. Þá eru það ýmist hausar af dýrum úr eigin búi, eða veiðidýr sem minna á frækileg afrek og hetjudáðir marg- víslegar. „Ég fór að taka eitt og eitt verk- efni fyrir kunningjana en áður en varði var ég kominn á kaf í þetta og er enn.“ Kristján segir það geta verið mikla kúnst að stoppa upp dýr ef vel eigi að vera. „Þetta er ótrúlega mikil vinna og í raun alltof mikil. Það er eiginlega ógerningur að rukka fyrir allt saman til að ná út úr þessu almennilegu tímakaupi.“ Fjölhæfur í meira lagi Kristján er búfræðingur að mennt en er annars mjög fjölhæfur. Hann starfaði t.d. við járniðnað, vélavinnu og vélaviðgerðir um árabil, en alltaf við bústörf meðfram annarri vinnu. „Já, ég hef verið í ýmsu. Ég er líka vélstjóri, skipstjóri og með byssu- leyfi. Svo smíðaði ég mér bát og snatta mikið á honum og veiði mér í matinn. Þá hef ég haldið til í Drangey undanfarin sumur við eggjatöku á vorin og lundaveiði. Það blundar í manni mikil ævintýramennska.“ Margt af þessu kemur fram á heimasíðu Kristjáns; www.krokur. is/kristjan/. Þar kemur einnig fram að frá barnæsku hafi hann leikið á hljóðfæri, heimilisorgel í fyrstu, síðar harmonikku og hljómborð hvers konar. Þá byrjaði hann að leika fyrir dansi opinberlega, 10 ára gamall í sinni heimasveit. Hann var einnig í karlakórnum Heimi og starf- aði um árabil sem skemmtanastjóri og fararstjóri hjá Samvinnuferðum á Ítalíu og Portúgal og síðan hjá Samvinnuferðum - Landsýn á Spáni, þar til fyrirtækið fór á hausinn. „Ég var hjá þeim mest á vorin og haustin, mikið á Benidorm og Portúgal,“ sagði Kristján, sem greini- lega hefur ekki haft mikinn tíma um ævina til að láta sér leiðast. /HKr. Kristján Hreinn Stefánsson, uppstoppari og þúsundþjalasmiður frá Gilhaga: Skilaði haus númer 200 til sláturhússins á Blönduósi –Byrjaði að fikta við uppstoppun fyrir 30 árum til að hafa eitthvað til dundurs í ellinni Haus númer 200. Kristján Hreinn Stefánsson frá Gilhaga, uppstoppari, á vinnustofu sinni á Akureyri. Mynd / MÞÞ Þessi mynd var tekin þegar Kristján afhenti Sigurði Jóhannessyni, framkvæmdastjóra SAH, tvöhundruðasta kindar- hausinn sem hann hefur stoppað upp. Hér horfast í augu hagleiksmaðurinn og verkefnið hans. Mynd / MÞÞ Kristján segir að uppstoppun útheimti ótrúlega mikla vinnu sem ógerningur sé að rukka fyrir til fulls.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.