Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 92
17. mars 2012 LAUGARDAGUR56 56 menning@frettabladid.is Á MILLI KLUKKAN 14 og 16 í dag verður óformleg leiðsögn um sýningu myndlistar- mannsins Ragnars Þórissonar, Manngerðir, sem nú stendur yfir í Gallerí Ágústi, Baldursgötu 12. Ragnar notast helst við olíumálningu og málar á stóra fleti á striga með dulúðugum litum. Myndlistarmaðurinn Þórður Grímsson opnar sýninguna Hugrof í Dauðagalleríinu á Laugavegi 29 í dag. Á sýningu Þórðar Grímssonar verða sýndar blek teikningar unnar út frá aðferðafræðinni Paranoiac Critical Method sem var fundin upp af Salvador Dalí. Hún er fólgin í því að láta hugann tengja á milli óreiðukenndra hug- mynda og búa til form, fígúrur eða landslag. „Á mannamáli snýst að- ferðin um það að skvetta á pappír og leyfa sköpunar parti hugans að ákveða hvað kemur úr mynstrinu,“ útskýrir Þórður. Hugmyndin um að opna sýningu kviknaði í fram- haldi af níu mánaða barneigna- leyfi Þórðar. „Til að komast úr þeirri rútínu og aftur í myndlist fór ég á vinnustofuna til að virkja hugann. Kollegi minn, Hafsteinn Mikael Guðmundsson, benti mér á Dalí og aðferðafræði hans sem ég heillaðist strax af. Í kjöl farið var ákveðið að opna sýningu.“ Þórður segir mikla vinnu liggja að baki. „Ég vann stanslaust með blek og þykkan pappír í þrjá mánuði og valdi svo úr bestu verkin.“ Þórður er búsettur í Reykjavík og út- skrifaðist úr Listháskóla Íslands árið 2009. Þetta er þriðja einka- sýning hans en fyrstu sýninguna hélt hann árið 2004. Sýningin í dag verður opnuð klukkan 18 og stendur yfir í tvær vikur. - st Málar út frá að- ferðafræði Dalí OPNAR SÝNINGU Myndlistarmaðurinn Þórður Grímsson opnar sýninguna Hugrof í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Yfirlitssýning með verkum spænska listamannsins Antoni Tàpies opnar á Kjarvalsstöðum í dag. Illa gekk að koma listaverkum hans til lands- ins. „Sem betur fer gekk allt upp á endanum. Verkin komu á þriðju- dagsmorgun til Seyðis fjarðar og voru komin á Kjarvalsstaði seinni partinn. Þá kröfðust spænsku for- verðirnir að málverkin yrðu ekki tekin úr umbúðunum strax vegna breytts hita- og rakastigs og því gátum við ekki byrjað að taka verk- in upp fyrr en á miðvikudag,“ segir Soffía Karlsdóttir kynningarstjóri safnsins. Málverkin sem spanna sjö ára- tuga feril Tàpies, áttu að koma með Norrænu til Seyðisfjarðar í síðustu viku. Hins vegar komst ferjan ekki lengra en til Færeyja vegna veðurs og þurfti að snúa aftur til Kaup- mannahafnar. Soffía segir mikla óvissu hafa verið á tímabili hvort af sýningunni yrði en það hefði þýtt mikið tjón fyrir safnið og styrktar- aðila þess hefði þurft að aflýsa henni. Antoni Tàpies, sem er einn fremsti málari og myndhöggv- ari samtímans, lést fyrir rúmum mánuði, þá 88 ára að aldri. Sýningin á Kjarvalsstöðum er því sú fyrsta sem opnuð hefur verið eftir andlát hans. Hún ber yfirskriftina Antoni Tàpies - Mynd, líkami, tregi og eru flest verkin úr hversdagslegum hlutum, fundnu efni, mold, sandi, jarðvegi, þurrkuðu blóði og stein- ryki. Soffía segir mikla vinnu liggja á bak við sýninguna og þá sérstak- lega síðustu daga. „Vegna óvenju- legra aðstæðna hefur fólk þurft að vinna mjög hratt. Hins vegar er allt að smella saman og við sjáum fram á glæsilega opnun.“ Sýningin opnar klukkan fjögur í dag og stendur til 20. maí. - st Hrakfarasýning opnar í dag KOMIN YFIR HAFIÐ Listaverk Antoni Tàpies eru komin til landsins eftir mikla óvissu. LA BOHÈME GIACOMO PUCCINI HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR · GISSUR PÁLL GISSURARSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR · GARÐAR THÓR CORTES ÁGÚST ÓLAFSSON · HRÓLFUR SÆMUNDSSON · JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR · BERGÞÓR PÁLSSON HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: JAMIE HAYES LEIKMYND: WILL BOWEN · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR · LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON LAUGARDAGINN 17. MARS KL. 20 - 2. SÝNING LAUGARDAGINN 31. MARS KL. 20 - 3. SÝNING SUNNUDAGINN 1. APRÍL KL. 20 - 4. SÝNING LAUGARDAGINN 14. APRÍL KL. 20 - 5. SÝNING FÖSTUDAGINN 20. APRÍL KL. 20 - LOKASÝNING MIÐASALA Í HÖRPU OG Á WWW.HARPA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.