Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						2. maí 2012  MIÐVIKUDAGUR20
timamot@frettabladid.is
GARÐAR THÓR 
CORTES
söngvari er 38 
ára.
LILY ALLEN 
söngkona er 
27 ára.
DAVID O?LEARY
knattspyrnu-
þjálfari er 54 
ára.
DONATELLA 
VERSACE
fatahönnuður 
er 57 ára.
Á þessum degi árið 1803 keyptu Bandaríkin 
Louisiana af Frökkum. Ráðstöfunin reyndist hin 
mestu kostakaup enda tvöfaldaðist stærð Banda-
ríkjanna við viðbótina.
Áhugi gamla heimsins á Louisiana náði aftur 
á sautjándu öldina þar sem franskir landnemar 
höfðu komið sér fyrir og kannað landið í kringum 
Mississippi-ána. Mikilvægi svæðisins var óum-
deilanlegt og þá sérstaklega ármynni Mississippi 
upp að Nýju Orleans og áin sjálf sem Banda-
ríkjamenn notuðu sér óspart til vöruflutninga. Til 
þess að þurfa ekki að greiða tolla eða flutnings-
gjöld vegna afnota á svæðinu var Bandaríkjunum 
mjög í hag að eignast svæðið. Ljóst er að Banda-
ríkjamenn fengu þetta gríðarstóra landsvæði á 
góðu verði og hafa margir velt því fyrir sér hvaða 
hvatir hafi legið að baki ákvörðun Napóleóns 
Bónaparte um sölu Louisiana.
Af samningi Bandaríkjanna og Frakka er ekki 
hægt að ráða nákvæm mörk landsvæðisins sem 
kallað var Louisiana. Innan svæðisins falla þó 
óumdeilanlega nútímaríkin Louisiana,  Missouri, 
Arkansas, Iowa, Norður-og Suður-Dakóta, 
Nebraska og Oklahoma, og stærstur hluti land-
svæðis Kansas, Colorado, Wyoming, Montana og 
Minnesota.
ÞETTA GERÐIST: 2. MAÍ 1803
Bandaríkin kaupa Louisiana
KNATTSPYRNUMAÐURINN DAVID BECKHAM á afmæli í dag.
?Foreldrar mínir hafa verið til staðar fyrir mig, allt frá því 
ég var sjö ára.?
37
?Dagurinn leggst vel í mig. Ég hef 
ekki gert nein plön nema smá veislu 
fyrir nánustu fjölskyldu á laugar-
daginn og ég vona að það fari nú 
 enginn að skipuleggja neitt fyrir mig,? 
segir Sigurður Grétarsson, rafvirki, 
hestamaður og fyrrum atvinnu- og 
landsliðsmaður í knattspyrnu, sem 
fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag.
Sigurður, sem á 46 A-landsliðs-
leiki að baki fyrir Íslands hönd (þann 
 síðasta árið 1993), ólst upp sem leik-
maður í Breiðabliki áður en hann fór 
utan í atvinnumennsku með liðum 
á borð við Luzern og  Grasshopper 
í Sviss og fleirum. Hann sneri svo 
heim aftur fyrir tímabilið 1996, 
gerðist  spilandi þjálfari með Val og 
loks Breiðbliki, þar sem hann lokaði 
hringnum. Síðan knattspyrnuferlinum 
lauk hefur hann starfað sem rafvirki, 
en þá iðn hafði hann lært áður en fót-
boltinn tók yfir á sínum tíma. ?Faðir 
minn er rafvirkjameistari og við erum 
þrír saman hjá fyrirtæki sem heitir 
Rafnýting. Það gengur ágætlega, þótt 
fremur rólegt hafi verið eftir hrun 
eins og annars staðar,? segir  Sigurður, 
sem þessa dagana vinnur hörðum 
 höndum að undirbúningi nýs ævin týris 
sem tengist ferðamanna bransanum, 
 iðnaði sem Sigurði þykir spennandi. 
?Ég, Ómar Steinar Rafnsson æskufé-
lagi minn og fjölskyldur okkar erum 
að fara í gang með hestaferðir fyrir 
 túrista. Við erum með land uppi í 
Landssveit, sem er gríðarlega fal legur 
staður með mörgum góðum reiðleiðum, 
og þar erum við líka með stóran bústað 
þar sem við hyggjumst hýsa ferðalang-
ana. Ómar er fæddur og uppalinn á 
hestum og hefur verið leiðsögu maður 
í mörgum hestaferðum, en sjálfur 
hef ég verið á kafi í hestamennsku í 
tvö ár. Í sjálfu sér er ég byrjandi, en 
með vanan mann með mér sem veit 
út í hvað við erum að fara. Við ætlum 
að byrja á þessu í sumar og reyna 
svo að auka við eftir því sem á líður. 
Þetta er spennandi og fer vonandi 
vel af stað, en auk þess er ekki mikið 
að gerast í öðrum geirum. Einhvern 
 veginn verður maður að reyna að 
bjarga sér,? segir Sigurður.
Aðspurður segist Sigurður ekki 
hafa snert fótbolta í heilt ár vegna 
þess hversu slæmur hann er  orðinn 
í hnénu. ?Ég get ekkert sparkað 
 lengur og sakna fótboltans auðvitað, 
en ég held að það sé kominn tími á að 
hætta alveg að stunda hann. Ég verð 
að hugsa um framtíðina, því ég vil nú 
geta labbað eða skokkað þegar ég verð 
orðinn sextugur. Ég fylgist þó ágæt-
lega með boltanum, bæði  liðunum 
sem ég spilaði með í útlöndum og 
svo Breiðabliki. Mér líst ágætlega á 
 sumarið hjá Blikunum, þeir hafa misst 
marga lykilmenn en það kemur maður 
í manns stað. Liðið er það gott að það 
ætti að geta endað um miðja deild eða 
jafnvel ofar.? kjartan@frettabladid.is
SIGURÐUR GRÉTARSSON FYRRUM ATVINNUMAÐUR:  ER FIMMTUGUR Í DAG
Fylgist ágætlega með boltanum
FIMMTUGUR Sumrinu eyðir Sigurður að miklu leyti í Landssveit, þar sem hann hyggst ríða út með ferðamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Ný sýning á verkum myndhöggvarans 
Ásmundar Sveinssonar, Inn í kviku, verður 
opnuð í Ásmundarsafni við Sigtún laugar-
daginn 5. maí klukkan 16.
Við sama tilefni verður endurtekinn 
?gjörningur? í höggmyndagarðinum, sem 
Ásmundur taldi að kenndi börnum að meta 
og þykja vænt um stytturnar.
Sýningin Inn í kviku er þríþætt og 
 dregur fram ólíkar hliðar á Ásmundi hvað 
varðar inntak, form og tímaskeið. Leit-
ast er við að nýta húsið í Sigtúni sem rök-
réttan hluta af sýningunni og umgjörð um 
hana, ásamt höggmyndagarðinum í kring-
um húsið sem geymir mörg af þekktustu 
 verkum listamannsins. 
Sýningarstjórar eru Steinunn G. Helga-
dóttir myndlistarmaður og Kristín G. 
Guðnadóttir listfræðingur.
Sunnudaginn 13. maí klukkan 14 munu 
sýningarstjóranir fara um sýninguna og 
ræða við gesti.
Inn í kviku Ásmundar
ÁSMUNDUR SVEINSSON
Ný sýning á verkum Ásmundar 
verður opnuð í Ásmundarsafni á 
laugardag.
AFMÆLISBÖRN
Merkisatburðir
1615 Þrettán skip farast og áttatíu menn drukkna í aftakaveðri á 
Breiðafirði.
1822 Skipbrotsmenn af tveimur erlendum skipum komast til 
lands; sextán manns á Vopnafirði og sex manns við Glett-
inganes. Bæði skipin höfðu farist í hafís.
1968 Maíuppþotin í París hefjast með því að stjórn Parísarhá-
skóla í Nanterre ákveður að loka skólanum vegna árekstra 
við stúdenta.
1970 Búrfellsvirkjun vígð og formlega tekin í notkun.
1992 Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra undirritar samn-
inginn um Evrópska efnahagssvæðið. Samningurinn er um 
tuttugu þúsund blaðsíður.
1997 Tony Blair tekur við embætti forsætisráðherra Bretlands eftir 
átján ára stjórnartíð Breska íhaldsflokksins.
Elskuleg systir, mágkona og frænka,
ELÍN ANNA EYVINDS
Hátúni 12,
lést sunnudaginn 29. apríl á gjörgæsludeild 
Landspítalans í Fossvogi. Útförin fer fram 
fimmtudaginn 3. maí kl. 16.00 frá Fríkirkjunni 
í Reykjavík.
 
Helgi Eyvinds
Sæmundur Runólfsson 
og systkinabörn.
Vaktsími: 
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is 
Allan sólarhringinn 
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a ? www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Okkar ástkæri mágur og frændi,
GUNNAR PÉTURSSON 
er látinn. 
Jarðarförin fer fram fimmtudaginn 3. maí 
klukkan 13.00 frá Fossvogskapellu.
Þórey Ósk Ingvarsdóttir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
Pétur Ásgeirsson
Gunnar Ásgeirsson 
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, 
tengdamóðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR
lést á Hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum að 
kvöldi laugardagsins 21. apríl sl. Útförin fer 
fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 4. maí 
kl. 15.00.
Oddur Helgason
Anna Oddsdóttir  Steinar Friðgeirsson
Halldóra Oddsdóttir  Jón B. Björgvinsson 
barnabörn og barnabarnabörn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40