Fréttablaðið - 14.06.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 14.06.2012, Síða 46
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR34 34 menning@frettabladid.is Á hinu annars ruglingslega og óaðlaðandi Hlemmsvæði í Reykja- vík er hægt að njóta myndlistar í nokkrum mæli. Svæðið hefur enda í áratugi verið í nágrenni við merkar listastofnanir eins og Myndlista- og handíðaskólann – síðar Listaháskólann – og Kjar- valsstaði, að ógleymdu Gallerí Hlemmi sem rekið var um nokk- urt skeið við Hlemmtorgið. Á Hlemmsvæðinu er nú hægt að skoða myndlist á nokkrum stöðum. Í sýningarglugga Arion bankaúti- búsins, Rauðarárstígsmegin, hafa verið um þó nokkra hríð til sýnis tvö skemmtileg verk eftir Helga Þórsson, málverk málað í líflegum barnslegum stíl sem heitir Skóla- ball og höggmynd úr bastkörfu og pappamassa sem heitir Prófessor- inn, í sama stíl og málverkið, af manni með lampaskerm á höfðinu. Hinum megin götunnar er hið umsvifamikla Gallerí Fold með mikið úrval myndlistar. Ekki langt undan, að Hverfisgötu 61, starfrækja nokkrir myndlistar- menn gallerí Klósett, en það er eins og nafnið gefur til kynna staðsett inni á klósetti á vinnu- stofum listamannanna. Þar standa sýningar jafnan stutt yfir, eða bara um opnunarhelgina sjálfa. Sá sem síðast sýndi á klósett- inu var listamaðurinn Gulli Már, verkið „A Very Private Gentle- man“. Þetta var ein stór ljósmynd af manneskju á nærfötunum, konu að því er virðist, sem stendur ber- leggjuð með brúsa af barnaolíu í vinstri hendi fyrir ofan óumbúið rúm. Viðeigandi verk fyrir sýn- ingarrýmið. Yfir Hlemmnum sjálfum vakir síðan útilistaverk Sigurjóns Ólafs- sonar, Klyfjahestur, og virkar sem jarðtenging í óreiðukenndu umhverfi. Úrval myndlistarviðburða við Hlemm jókst nú nýverið þegar félagarekna galleríið Kling og Bang, sem er með höfuðstöðvar sínar við Hverfisgötu í Reykjavík, opnaði útibú úti á miðju gólfi á sjálfum Hlemmi, þ.e. inni á stoppi- stöðinni, og kallar sýningarstaðinn Public Art Center – Kling og Bang útibú. Sýningarrýmið, boxið sem hýsir sýninguna, er stór og myndar- legur hvítur járnkassi með gleri á öllum hliðum og lýsingu. Upp- setningin er samt óþarflega hrá ennþá með rafmagnssnúru hang- andi druslulega ofan úr loftinu. Fyrsti sýnandi í rýminu er Ragn- ar Már Nikulásson með verkið „Falinn – Gone“. Verk Ragnars í kassanum er fallegt og jafnvel seið- andi, á sinn látlausa „lágtæknilega“ hátt. Verkið sjálft er sjáanlegt lög- reglustöðvarmegin, og samanstend- ur af tveimur skáhallandi speglum og í endanum er eins konar rafdrif- in rúllugardína sem á hefur verið spreyjuð gul lína. Saumuð sam- skeytin spila einnig rullu í sýning- unni og við sögu koma lausir endar í efninu, málningarblettir og annað ef vel er að gáð. Aðalatriðið er hins vegar sjónar- spilið sem verður til og það yfir- bragð sem listamaðurinn hefur valið og er í ágætum takti við Hlemminn. Verkið minnir strax á kviksjá. Rúllugardínan er á stöðugri ferð og speglunin býr til dáleiðandi myndir sem hægt er að horfa á vel og lengi. Þetta er verk sem kemur skemmtilega á óvart og passar einkar vel inn í sýningar- kassann sjálfan, eins og hann sé órjúfanlegur hluti verksins. Þóroddur Bjarnason Niðurstaða: Sýning sem kemur skemmtilega á óvart, en frágangur hefði mátt vera betri. DÁLEIÐANDI LÁGTÆKNI FALINN - GONE Verk Ragnars kemur skemmtilega á óvart að mati gagnrýnanda, sjónarspilið er í ágætum takti við Hlemm og speglunin býr til dáleiðandi myndir sem hægt er að horfa á vel og lengi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HLYNUR HELGASON Flytur fyrirlestur í tengslum við Sjálfstætt fólk í dag. Hlynur Helgason, myndlistar- maður og heimspekingur, flytur hádegisfyrirlestur í Hafnar- húsinu við Tryggvagötu í dag undir yfirskriftinni Af auðveldi og myndlistarheimi – lærdómur dreginn af ástandinu. Fyrirlesturinn er í tengslum við sýninguna „Sjálfstætt fólk“ og er sá fjórði í röðinni af fram- sögum og ræðum fræðimanna, aðgerðarsinna og listamanna, sem er hluti af sýningu Hlyns Hallssonar og Jónu Hlífar Hall- dórsdóttur, Kerfi. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Fyrirlesturinn í Hafnarhúsinu hefst klukkan 12.15 og stendur til 12.45. Hádegiserindi í Hafnarhúsi AUGLÝST EFTIR MYNDUM Á RIFF RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, auglýsir eftir íslenskum kvikmyndum til að sýna á hátíðinni sem verður haldin dagana 27. september til 7. október 2012. Auglýst er eftir leiknum kvikmyndum, heimildarmyndum og stuttmyndum. Skilafrestur fyrir myndir rennur út hinn 15. júlí næst- komandi. Allar nánari upplýsingar má finna á www.riff.is. Dodda Maggý verður með lista- mannaspjall á sýningunni Horizonic í Listasafni Árnesinga á laugardag klukkan 15. Horizonic er sýning sem fjallar um rými og víðáttur í hljóðlist og lýst sem „eins konar tilraun til þess að endurskilgreina rými með notkun hljóðs“. Fyrir sýninguna vann Dodda Maggý hljóðlaust myndband en tónlistarlegur bakgrunnur henn- ar hafði áhrif á það hvernig hún nálgaðist gerð þess þar sem litir, hreyfing og hrynjandi tengja það tónlistarlegri upplifun. Á laugar- dag gefst gott tækifæri til þess að ræða um verkið og sýninguna við listamanninn sjálfan, leita svara og spyrja þeirra spurninga sem vakna. Aðgangur að spjallinu er ókeypis. Listaspjall í Hveragerði DODDA MAGGÝ Ræðir sýningu sína Horizonic á laugardag. Vesalingarnir – 9 Grímutilnefningar! Vesalingarnir Selma Björnsdóttir Þór Breiðfjörð Egill Ólafsson Arnbjörg Hlíf Valsdóttir Finnur Arnar Arnarsson María Th. Ólafsdóttir Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stefánsson Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Sigurvald Ívar Helgason Allra síðustu sýningar! 15.06 – Örfá sæti laus 16.06 – Örfá sæti laus 21.06 – Uppselt 20.06 – Aukasýning 22.06 – Örfá sæti laus 23.06 – Aukasýning 9 G RÍM UTIL NEFNINGAR Breski leikarinn Ray Winstone hefur bæst við leikhópinn í fyrirhugaðri stórmynd Darrens Aronofsky, Noah, sem stefnt er á að tekin verði upp að hluta til á Íslandi í sumar. Russell Crowe fer með aðalhlutverk- ið en Jennifer Conelly hefur verið orðuð við aðalkvenhlutverkið. Vefútgáfa Guardian greinir frá þessu. Ray Winstone sló í gegn með frábærri frammistöðu í hinni rómuðu Sexy Beast árið 2000. Undanfarinn áratug hefur hann fest sig í sessi með traustri frammistöðu í bitastæðum auka- hlutverkum, til dæmis í Óskars- verðlaunamynd Martins Scor- sese, The Departed. Ray Win- stone í Noah RAY WINSTONE Iceland colours + patterns nefn- ist litaspjald sem Forlagið hefur gefið út. Á spjaldinu eru sam- ankomnir fjölmargir litir sem finna má í íslenskri náttúru og umhverfi, svo sem litur fjalla hálendisins böðuðum í miðnætur- sól, malarvega, bárujárnsþaka og hraundranga. Spjaldið er meðal annars hugs- að sem innblástur við hvers kyns listsköpun eða handverk og er kjörið að hafa til hliðsjónar þegar maður prjónar peysu eða málar húsið, vilji maður sækja litina í íslenskt umhverfi. Textinn á spjaldinu er á ensku. Hálendissól og hraun á litaspjaldi Myndlist ★★★ ★★ Falinn - Gone Ragnar Már Nikulásson Útibú Kling og Bang, Hlemmi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.