Fréttablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 40
FÓLK| heyrði fyrst af í veðurspánni. Ég hlakka til að fara með hugtökin gráð og ládautt og tala um úrkomu í grennd og með köflum,“ segir Svandís og brosir. Umhverfis- og auðlindaráðherra á sér á fleiri framandi drauma eins og að leið- beina flugfarþegum um notkun öryggis- tækja í flugvélum. „Þokkafull sveiflan í bendingum um öryggisljós í gólfi flugvéla finnst mér ansi flott og líka að bjóða farþegum: „Coffee? Tea? Coffee? Tea?“ Þessi stöku atriði heilla mig meira en að vera flug- freyja í fullu starfi því ég held að það sé krefjandi starf að þurfa að vera alltaf hress á hælum í þrengslum.“ Svandís er fjögurra barna móðir og þreföld amma. Hún segist iðulega eiga góð helgarfrí þótt annríki ráðherra sé mikið og þá vera eins mikið með fjöl- skyldunni og hún getur. „Maður sækir orku og næringu í sam- skipti við sína nánustu. Þar er rafmagnið í orkubúskap mannsins. Ég er óskaplega rík af fólkinu mínu sem allt er ferlega skemmtilegt og sniðugt.“ Þegar færi gefst fer Svandís í göngutúra meðfram sjávarsíðunni og helst þegar hvasst er og rignir. „Mér finnst ofsalega hressandi að vera úti við í vondu veðri og líður sérstaklega vel nálægt sjó. Í hafinu er svo mikill kraft- ur og einhver eilífð sem gefur heimspeki- lega ró eftir daglegt þvarg og þvæling. Þá er gott að verða þess áskynja að ein lítil og stressuð kerling uppi á Íslandi er ekki það sem öllu máli skiptir heldur stóra samhengið í öllu sem er.“ ■ thordis@365.is ÞREFÖLD AMMA Svandís á þrjú barna- börn á aldrinum fjögurra mánaða til þriggja ára. Hún segir þau stundum koma í gistingu til ömmu en þó ekki nógu oft og að það megi ekki líða langur tími á milli sam- funda við þau. MYND/GVA ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU ■ GAMAN Leikárið í Gaflaraleik- húsinu í Hafnarfirði hefst í kvöld með Trúðleik í leikstjórn Halldórs Gylfasonar. Trúðleikur er gestasýn- ing frá Frystiklefanum á Rifi sem var sýnd í sumar við miklar vinsældir. Verkefni Gaflaraleikhússins á leikárinu falla vel að hugmynda- fræði þess, en hún er sú að skapa kraftmiklar, fyndnar, harmrænar, lifandi og sjónrænar leiksýningar úr efniviði sem gefur leikhúslistafólki mikið listrænt svigrúm. Um næst- komandi mánaðamót frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar í Gaflara- leikhúsinu verk í þessum dúr en það er eitt vinsælasta verk Eugene Ionesco, Sköllótta söngkonan. Hver gamansýningin rekur svo aðra en í október mun leikhúsið halda áfram sýningum á Ævintýrum Múnkhá- sens og frumsýna nýtt íslenskt gamanleikverk, Blakkát. Í byrjun nóvember mun svo leikhópurinn Skýjasmiðjan frumsýna gaman- leikritið Hjartaspaðarnir. Leikhúsið mun auk leiksýninga bjóða fólki upp á uppistandskvöld. Í GAFLARALEIKHÚSINU Sýningin Ævintýri Múnkhásens heldur áfram frá fyrra sýningarári. Ráðstefnan er alþjóðleg og sú stærsta sem haldin hefur verið hérlendis. Hún er hluti af bar- áttu kvenna fyrir aukinni vitund og viðurkenningu á sjúkdómn- um í samfélaginu. Orsök endómetríósu er að finna í því að frumur úr innra lagi legsins, sem venjulega ættu að fara út úr líkamanum við blæðingar, finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Frum- urnar setjast undir yfirborðs- þekju líffæra og valda bólgum og blöðrumyndun. Þar bregðast þær við mánaðarlegum horm- ónabreytingum líkt og þær væru í innra lagi legsins. En þar sem þær fara ekki út úr líkamanum, kemst blóðið ekki í burtu og blóðblöðrur eða samgróningar myndast í kviðarholinu. Þetta á sér reglulega stað í tíðahringn- um og getur orsakað gríðarleg- an sársauka. Engin varanleg lækning er til en hægt er að fjarlægja sam- gróninga og blöðrur með skurð- aðgerðum sem leysir vandann oft tímabundið. Einnig er hægt að stjórna blæðingum með hormónagjöf. Áður fyrr tók greining á sjúk- dómnum allt að að tuttugu ár. Að baki lágu oft margar heim- sóknir til lækna. Jafnvel voru þær sakaðar um móðursýki eða sagt að þetta væri eðlilegur hluti af tíðahring kvenna. Í dag greinast konur fyrr, þökk sé auk- inni meðvitund og rannsóknum á sjúkdómnum. Ítarlegar upplýsingar um sjúkdóminn er að finna á heimasíðu Samtaka um endó- metríósu: www.endo.is. ■ vidir@365.is FALIÐ MEIN Aukin vitund Ráðstefna um endómetríósu eða legslímuflakk er haldin í Hörpu í dag. Sjúkdómur- inn hrjáir um tíu prósent allra kvenna. RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN Ráðstefnan fer fram í Kaldalóni í Hörpu. Hún hefst klukkan níu og lýkur klukkan fimm. Setur þú þér markmið eða áttu í erfiðleikum með að ná þeim? Hér er góð leið til árangurs. Tveggja tíma grunnnámskeið þar sem farið verður í eftirfarandi atriði: • Á hvaða forsendum á líf þitt að vera • Veistu hvað þú vilt fyrir þig? • Er virkilega hægt að skapa það líf sem þú vilt • Viltu læra hvernig? Hvenær: hópur 1: þriðjudaginn 18. sept. kl. 20–22 hópur 2: laugardaginn 29. sept. kl. 11–13 Verð: kr. 8.500 Fyrirlesarar eru Guðrún Óladóttir ráðgjafi og hómópati og Vildís Guðmundsdóttir markþjálfi í life- & businesscoaching www.coaching.is Framhaldsnámskeið í boði. Upplýsingar: Vildís í síma 899 3954 eða vildis@ internet.is Guðrún í síma 897 7747 eða gudrunola@islandia.is Allsnægtir fyrir alla Viu auka lífsgæði þín? NÝ ÍSLENSK VERK Gaflaraleikhúsið í Hafnar- firði býður upp á áhugaverð- ar og skemmtilegar leiksýn- ingar á þessu leikári. Save the Children á Íslandi ÚRVAL AF FALLEGUM YFIRHÖFNUM! Opið laugardaga 11:00-15:00 Skipholti 29b • S. 551 0770 Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.