Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 14.10.2011, Blaðsíða 32
sem er forstjóri fyrirtækisins sem ég vinn hjá í dag, og svo annað við Önnu Pálínu Árnadóttur, sem lést langt um aldur fram. Það viðtal hafði svo mikil áhrif á mig að þá vissi ég að það var þetta sem ég vildi gera. Ég er óskaplega forvitin. Ég þarf að vita allt um fólk – en for- vitni og hnýsni er ekki það sama. Ég hef ekkert gaman af slúðursög- um eða kjaftasögu, en ég er forvitin um hagi fólks. Ég lauk síðan BA- gráðu í stjórnmálafræði og frönsku frá Háskóla Íslands, en á meðan ég var í námi þar fékk ég vinnu sem næturfréttamaður hjá RÚV árið 2004. Hjá því fyrirtæki lærði ég gríðarlega mikið þótt ég hafi lést um átta kíló það sumar og átti við óreglulegan svefn að stríða í tvö ár eftir það,“ segir hún brosandi. „Kári Jónasson var þá frétta- stjóri og hann brýndi alltaf fyrir mér að ég ætti að ljúka háskóla- náminu þótt hann hefði útvegað mér þessa sumarvinnu. Ég fékk svo að fara á dagvaktir en ég hafði þetta alltaf að leiðarljósi og kláraði mitt nám. Fyrir það verð ég honum ætíð þakklát – eins og þeim tíma sem ég vann hjá RÚV. Þar lærði ég grunninn að fréttamennsku, málfar, setningagerð og textagerð en fyrir 25 ára stúlku að koma inn í umhverfið sem ríkir hjá RÚV var vissulega erfitt. Ég þurfti að brýna klærnar og svara sumum þessara karlmanna á fréttastofu Útvarpsins – og slíkir menn – og reyndar kon- ur líka – finnast enn víða. Það var eins og ég fengi að kenna á því að vera ung og óreynd, blaut á bak við eyrun, og það voru nokkrir þarna sem voru mér ekkert sérstaklega góðir. Ég náði ekki öryggi þarna strax og það mótaði mig sem frétta- mann. Ég var bara lítil og hrædd og gat stundum ekki sofið fyrir fréttavaktir. Mamma sagði oft: „Nú HÆTTIRÐU þarna!“ Síðan fór ég í Sjónvarpið og þar leið mér ögn betur en tók svo ákvörðun um að ég yrði að slíta mig úr þessu umhverfi og sótti um vinnu hjá Stöð 2.“ Dýrmætt að vera úti á akrinum Það var mamma hennar sem hvatti hana til að sækja um hjá Ríkisút- varpinu. „Mamma ól mig upp þannig að ég gæti allt sem ég vildi,“ segir Helga. „Svo óheppilega vildi til að inntökuprófið hjá RÚV var á sama tíma og ég var í skólaferðalagi, en mamma hringdi bara upp eftir og bað um undanþágu, að ég fengi að taka prófið þegar ég kæmi heim. Sem ég gerði og náði því. En það var oft virkilega erfitt að vinna þar í byrjun og mörg tár féllu inni á klósetti!“ Við höfum sem sagt báðar grenj- að inni á klósettunum á Ríkisút- varpinu undan vanara fólki og erum sammála um að það hafi nú bara hert okkur! Enda var það ekki fyrr en árið 2007, eftir að Helga byrjaði að vinna hjá Stöð 2, sem fólk fór virkilega að taka eftir henni. „Það geta verið svo margar vofur hjá ríkisstofnunum eins og Ríkisútvarpinu. Þannig er það ekki hjá einkafyrirtækjum. Sá sem getur ekki unnið með fjöldanum, hann hættir einfaldlega. Á Stöð 2 fékk ég að þróa mitt fag og mína frétta- mennsku. Yfirmaður minn núna, Freyr Einarsson, hefur leyft mér að blómstra. Hann hefur trú á mér, treystir mér og styður mig eins og Kristján Már Unnarsson fréttastjóri gerir líka. Svo hefur maður lært að brýna klærnar og rífa kjaft ef með þarf. Maður á í ástar-haturssam- bandi við þetta starf. Hún segir að hvort tveggja eigi vel við sig, að vera fréttakynnir og fréttamaður. „Ég myndi aldrei vilja vera eingöngu fréttakynnir,“ segir hún. „Það er mjög gaman að prófa það en mér finnst dýrmætast að vera úti Nánari upplýsingar á www.heillheimur.is Skráning á heillheimur@heillheimur.is eða í síma 864-0981 8.00 Móttaka og skráning 8.30 Setning Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu 8.40 Stutt og laggott í D dúr 8.45 D-vítamínbúskapur fullorðinna Íslendinga Prófessor Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir innkirtlasjúkdómad. LSH 9.15 ABC en ekkert D! Kolbeinn Guðmundsson, sérfr. í efnaskipta- og innkirtlasjúkd. barna 9.45 Vitundarvakning á norðurslóðum Anna Þóra Ísfold, nemi í Lýðheilsuvísindum við HÍ 10.05 Morgunverður 10.30 Þarf að D-vítamínbæta íslensk matvæli? Laufey Steingrímsdóttir, prófessor við matvæla- og næringarfr.deild HÍ 11.00 Er ég D í fortíð sé Haraldur Magnússon, osteópati, B.Sc. (hons) 11.30 The D-lightful Vitamin D For Your Health Dr. Michael F. Holick, Ph.D., M.D., Professor of Medicine, Physiology and Biophysics at Boston University 12.30 Pallborðsumræður 13.00 Ráðstefnuslit Fundarstjóri: Friðfinnur Hermannsson, EMPH og ráðgjafi hjá Capacent Verð kr. 4.900,- Heill heimur stendur fyrir ráðstefnu um D-vítamín Föstudaginn 21. október, kl. 08.00-13.00, á Reykjavík Natura (Loftleiðir) Dr. Holick er margverðlaunaður fyrir rannsóknir sínar á D-vítamíni og þykir einkar líflegur fyrirlesari. „Ef þú vilt öðlast nýja sýn á D-vítamín þá getur það breytt heilsu þinni og lífi á áhrifaríkan hátt“ . The Vitamin D Solution - Dr. Holick D vítamín til daglegra nota Munnúði Eins og náttúran hafði í hyggju VERTU SÓLARMEGIN Í LÍFINU á akrinum og hitta allt það fólk sem ég hef verið svo heppin að hitta. Ég held að það sé mikilvægt að muna að ef konur vilja eitthvað – og það lærði ég og stundum af biturri reynslu – er að biðja um það. Það finnur enginn á sér hvað maður vill, en ef maður hefur vit á að biðja er því yfirleitt sinnt. Ég hef unnið fyrir öllu mínu sjálf í þessum geira, mér hefur ekki verið boðið neitt – nema kannski núna á allra síðustu tímum. Það er mikil samkeppni í fjöl- miðlaheiminum og ég vil að konur standi saman. Það er ofsalega erfitt stundum að berjast í þessu fagi. Karlar standa alltaf saman og við konur eigum líka að gera það. Það er sérstaklega góður andi meðal kvennanna á Stöð 2. Mér finnst að konur eigi að hrósa hver annarri, hvort sem það er í fjölmiðlaheim- inum eða annars staðar. Ef kona gerir góða hluti eða fær góða stöðu á hún að fá hrós frá okkur konum. Ef ráðist er að konu eigum við að verja hana. Framgangur kvenna verður meiri og betri ef konur standa saman. Í þessu fagi fá sumir „break“, aðrir ekki, og þetta er starf sem gerir fólk áberandi. Ég hata þetta hugtak „konur eru konum verstar“. Kannski var það þannig, ég veit það ekki. Edda Andrésdóttir hefur alla tíð verið mér mikil fyrir- mynd og hún hefur verið mér mikill stuðningur. Hún leiðbeindi mér þegar ég var að byrja í fréttalestr- inum og það er svo mikið veglyndi af hennar hálfu. Hún er svo örugg í sínu skinni og hún hrósar. Edda hefur hvatt mig meira en nokkur önnur kona í þessu fagi og þegar ég verð stór og eldri á einhverri fréttastofu ætla ég að verða eins og hún við ungu konurnar!“ Upplifði mikið myrkur Þótt Helga hafi verið nokkuð áberandi á skjánum síðustu árin má með sanni segja að henni hafi skotið upp á stjörnuhimininn með tilheyrandi látum í síðustu viku, þegar hún var með úttekt á Guð- mundar- og Geirfinnsmálunum og lagði meðal annars fram dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar. Það leiddi svo til þess að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ákvað að skipa nefnd til að fara ofan í saumana á þeim málum. „Ég hafði verið að vinna í þessum málum frá því í sumar,“ segir Helga. „Áhugi minn vaknaði eftir að Sævar Ciesielski lést og það byrjaði einhver sundurleit um- fjöllun. Ég hafði lesið bókina „19. nóvember“ og kom mér í samband við Freyju Jónsdóttur blaðamann sem skrifaði bókina, byggða á frásögnum Hauks Guðmundssonar, lögreglumanns í Keflavík. Freyja kom mér í samband við Hauk og hann benti mér á fleiri sem ég gæti talað við. Fyrst ætlaði ég bara að rifja málið aðeins upp en svo vatt þetta upp á sig og allt í einu var ég komin með viðtal við fjölmarga. Ein þeirra sem ég fór að hitta til að taka viðtal við var Sigríður Sjöfn Sigur- björnsdóttir, ekkja Tryggva Rún- ars. Þegar ég kom heim til hennar var dóttir þeirra þar og þannig fékk ég dagbækur Tryggva Rúnars í hendur.“ Hér er rétt að taka það fram að hvoruga þeirra þekkti Helga, en í síðdegisþættinum Reykjavík síð- degis í liðinni viku sagði Sigríður Sjöfn að þær mæðgur hefðu ekki haft góða reynslu af fjölmiðlafólki – en þá hefði Helga Arnardóttir birst og þær hefðu samstundis vitað að þeirri ungu konu væri hægt að treysta. „Mér þótti ótrúlega vænt um að heyra þetta,“ segir Helga. „Maður verður heltekinn af þessu máli og það er enginn vandi. Hins vegar skynjar maður mikinn sársauka og mikið myrkur í því. Þetta harðræði, þessi málsmeðferð öll, yfirheyrsl- urnar og meðferðin gagnvart þeim öllum, getur ekki annað en misboð- ið réttlætiskennd manns. Ekki bara að lesa um það, heldur að heyra það frá sakborningunum sjálfum sem eftir lifa. Lyfjagjafir, sársaukinn, einmanaleikinn og vosbúðin þarna inni, lokaðir í klefa. Það sem kom mér mest á óvart var að Gísli Guð- jónsson réttarsálfræðingur skyldi vera reiðubúinn að tjá sig um málið. Það tel ég að hafi gefið því byr undir báða vængi. Vissulega var hann rannsóknarlögreglumaður á þessum tíma, en hann segist aldrei hafa komið að þessu máli og sé tilbúinn að aðstoða við rannsóknina núna. Ég hugsa að hann muni taka réttarsálfræðivinkilinn á þessa rannsókn sem nú stendur yfir. Ég tel það mjög dýrmætt því hann hefur það gott orðspor.“ Kranablaðamennska í upphafi Guðmundar- og Geirfinnsmála En áttirðu von á þessari bombu sem sprakk í kjölfar viðtalanna þinna? „Nei, aldrei. Ég byrjaði sem sagt í sumar en fékk svo þrjár vikur Helga Arnardóttir „... fyrir 25 ára stúlku að koma inn í umhverfið sem ríkir hjá RÚV var vissulega erfitt. Ég þurfti að brýna klærnar og svara sumum þessara karlmanna á fréttastofu Útvarpsins.“ 32 viðtal Helgin 14.-16. október 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.