Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 14
Heilsueldhúsið heilsurettir.is tbrunninn poppari og aðeins 22 ára gamall. Í þeim sporum stóð Jónas Sigurðsson eftir átján mánaða siglingu skemmtisveitarinnar Sólstrandagæjanna um sveitaballamarkaðinn á tíunda áratugnum. Hljómsveitin, sem aldrei átti að vera annað en brandari vina fyrir austan, varð landsþekkt. Tónlist þeirra gekk þvert á fyrirætl- anir unga tónlistarmannsins sem vildi láta taka sig alvarlega sem listamann. Hann gekk burtu frá gleðisveitinni, frægðinni og hvarf úr sviðsljósinu í hálfan annan áratug. Hætti að flýja sjálfan sig og fann frelsið Einn vinsælasti tónlistarmaður landsins, með lag ársins upp á vasann, sagði skilið við efnishyggju tölvuheimsins og starfið hjá Microsoft til þess að láta drauminn um að láta taka sig alvarlega sem tónlistarmann rætast. Kvíði, og á köflum þunglyndi, hafði tekið sinn toll af Jónasi Sigurðssyni. Hann hvarf af sjónarsviðinu í hálfan annan áratug eftir sigurgöngu Sólstrandargæjanna sem keyrði hann í þrot andlega og fjárhagslega. Hann treysti sér ekki til þess að standa fyrir það sem hann var að gera. „Ég sem ætlaði að verða næsti John Lennon endaði sem Krusty the Clown,“ segir Jónas kíminn þegar hann lítur til fortíðar og á árin þegar hann tók sig of alvarlega.Ú „Ég var svo ósáttur. Mér fannst eins og mér hefði mistekist,“ lýsir Jónas þegar hann lítur um öxl og fer yfir ævi sína í gegnum síma frá Borgarfirði eystri þar sem hann ætlar að halda átján tónleika fram að tónlistarhátíðinni Bræðslunni. Það er til marks um vinsældir hans að nú hafa hátt í þúsund manns mætt á fyrstu átta tónleika hans á stað þar sem aðeins 140 búa. Jónas hefur heldur betur látið að sér kveða eftir að hann ákvað að hætta að pukrast með tónlist sína í Danmörku og lét starf sitt þar hjá Microsoft fara lönd og leið; það þótt stöðu- hækkun væri í vændum hjá tölvurisanum. Hann flutti heim og lét tónlistar- drauminn rætast – enda er hamingjan hér. Hann hefur stigið inn í birtuna. Fannst hann klúðra tækifærinu „Ég var svo dómharður á sjálfan mig. Fannst eins og þarna með Sólstrandar- gæjunum hefði tækifærið sem ég hefði getað spilað einhvern veginn úr komið og ég væri búinn að klúðra því. Ég hefði fengið mitt breik og klúðrað því. Nú væri allt glatað.“ Jónas segist hafa verið fastur í neti gleðipopppsins. „Já, þú ert þessi Jónas úr Sólstrandargæjunum, fékk ég oft að heyra. Ég komst hvergi. Ég reyndi og fór með demó til útgefenda en fékk þá að heyra: Já en Jónas, þetta er allt öðru- vísi en Sólstrandargæjarnir! Ég var Jónas Sólstrandargæi. Þetta var mitt lífstrauma. Ég sem ætlaði að verða næsti John Lennon endaði sem Krusty the Clown,“ segir Jónas og hlær að þessum örlögum sem hann taldi sig svo lengi ekki geta fengið breytt. „Ég upplifði að brenna upp og fara frá músíkinni. Ég fór burt frá öllu sem mig langaði að gera í tónlist, eins og ég væri bara útbrunninn.“ Það var þó vart erfið ákvörðun á þessum tíma fyrir ungan mann að sleppa frystihússstarfinu í Þorlákshöfn fyrir upphit- unarhlutverkið hjá stór- sveitinni Síðan Skein Sól á sveitaböllum. Yngstur þriggja systkina ólst hann þar upp þótt hann hafi klárað grunnskólanámið á Eiðum fyrir austan. Síðan lá leiðin í Menntaskólann á Egilsstöðum og svo aftur á heimaslóðir og í Fjöl- brautaskóla Suðurlands þar sem hann kynntist ástinni og var nýorðinn faðir þegar Sólstrandar- ævintýrið brast á. Lögin sem hann hafði spilað með félögunum fyrir austan lifðu í partýum eftir að hann hvarf þaðan, svo þeir ákváðu að gefa þau út. „Það var frábært að þurfa ekki að fara í skít- ugan frystihúsgallann og geta keyrt um á rútu,“ seg- ir hann og hlær. „Þetta var áhugaverð reynsla. Ég var að verða 21 árs þegar þetta varð svona stórt og frægt. Það var ofboðslega gaman og óvænt. Allt í einu verður þetta lag; Rangur maður, svona vinsælt. Hljóm- sveitin sem ég var í og átti að vera grín þvældist um landið og partýið var enda- laust. Svo kárnaði gamanið fljótt. Ég var ekki tilbúinn í þetta þá,“ segir Jónas. Keyrði sjálfan sig í þrot „Sumir valda þessu hlutverki mjög vel en það gerði ég ekki,“ segir hann þegar hann lítur nærri tvo áratugi aftur. „Ég er ofur virkur og hefði líklegast verið greindur ofvirkur með athyglisbrest ungur í dag. Svo við þessar aðstæður fór hausinn á yfirsnúning,“ segir hann. „En það sem verra var, af því að þetta átti að vera grín og ég hafði ætlað mér að gera miklu meira þá átti ég erfitt með að höndla þá gagn- rýni sem tónlistin fékk. Og margir gagnrýndu tónlistina mjög harka- lega og mörgum fannst lítið varið í hana,“ segir Jónas hreinskilnislega: Stóru draumarnir tróðust undir í rússíbanareiðinni. Á meðan beið kærastan með ungbarn þeirra heima. „Konan mín hefur sýnt mér skilning í gegnum tíðina. Við vorum bæði krakkar að reyna að vera eins og fullorðið fólk er. Við vorum að reyna að halda heimili. Svo var ég alltaf í einhverri rútu að spila. Heimilið gjörsamlega gjaldþrota,“ segir hann og lýsir því hvernig ungir, frægir menn tóku stórar ákvarðanir. „Við vorum svo geggjaðir og sett- um allt í þrot. Við Ummi [Guðjóns- son, tónlistarmaður og stofnandi Sólstrandargæjanna] vinur minn vorum alltaf í uppreisn og mark- miðið var alltaf að gera meira rugl. Þegar fór að ganga vel gerðum við einhverja plötu sem var algjör sýra, keyptum rútu og geimverubúninga. Við vorum algjörlega gengnir af göflunum,“ segir Jónas og hlær. „Við steyptum okkur í gríðarlega skuldir.“ Tók sig of alvarlega Jónas lítur þetta tímabil allt öðrum augum í dag en þá. „Ég held maður þurfi ekki að taka sig svona rosalega alvarlega og ég gerði þarna. Kannski hefði ég þurft að geta hlegið aðeins meira að þessu og haldið áfram,“ segir hann um þennan átján mánaða túr. „Ég var búinn á því. Ég var kvíðinn, fannst jafnvel erfitt að fara út í sjoppu. Þar væru kannski einhverjir krakkar sem færu að biðja mig um að spila Já, þú ert þessi Jónas úr Sólstrand- argæjum, fékk ég oft að heyra. Ég komst hvergi. Ég reyndi og fór með demó til útgefenda en fékk þá að heyra; já en Jónas, þetta er allt öðru- vísi en Sól- strandargæj- arnir! Ég var Jónas Sól- strandargæi.“ Jónas Sigurðsson ákvað að lifa ekki við kvíða fortíðarinnar og fann leiðina út. Hann breytti um stefnu í lífinu, sagði upp góðu starfi hjá Microsoft, valdi vinnu hjá sprotafyrirtæki og vinnur að því sem hann elskar. Mynd/Svavar Pétur Eysteinsson Framhald á næstu opnu 14 viðtal Helgin 20.-22. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.