Prentarinn - 01.03.1995, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.03.1995, Blaðsíða 12
Voðalega er valdið baldið - HUGLEIÐING UM VÖLDIN OG LÝÐRÆÐIÐ Magnús Einar Sigurðsson Valdið. Völdin. Valdhafarnir. Valdið er hjá fólkinu fjýðræð- isríkjunum“ er okkur sagt. Kjörnir fulltrúar okkar á þingi, í sveitarstjórnum, í stjórn verkalýðsfélagsins, íþróttafé- lagsins o.s.frv. gera ekki ann- að daginn langan en að ganga erinda okkar. Peir eru allir af vilja gerðir og gera allt sem hægt er til að framkvæma vilja fólksins. Nú, er þá ekki allt í þessu fína hjá okkur íjýðræð- isríkjunum“ og völdin, þegar allt kemur til alls, hjá okkur fólkinu ígegnum kjörna full- trúa okkar? Nei, svo einfalt er það ekki, þvímiður. Ekki er bara við þá að sakast sem við völdum til hinna ólíku starfa, hér berum við sjálf jafnframt stóra ábyrgð. Okkur ber stöðugt að fylgjast með verkum fulltrúa okkar og hvetja þá til dáða og letja þá þegar okkur finnst þeir vera á rangri leið. Myndin er teiknuð af MES, eins og aðrar myndir sem iylgt hafa greinum hans í undanförnum blöðum. Fjölmargir þættir eru þess valdandi að lýðræð- ið sem við erum svo stolt yfir er ekki alltaf jafn lýðræðislegt og til var ætlast. Tvö atriði vil ég nefna hér til sögunnar, sem oft eru þess vald- andi að lýðræðið breytist í andhverfu sína: - Handhafar fjármagns hafa mikil völd í skjóli auranna, sem oft snýst uppí valdbeitingu hvað sem öllum lýðræðisreglum líður og þó að kjörnir fulltrúar okkar maldi ef til vill í móinn. - Kjörnir fulltrúar okkar hafa ákveðin völd, sem við höfum léð þeim. Það er vandfarið með völd og ekki öllum gefið að fara „snyrtilega" 12 PRENTARINN 1/95

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.