Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 21

Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 21
Aðalfundur NGU 1995 SæmundurÁrnason Aðalfundur Nordisk Grafisk Union var haldinn í Borgö í Finnlandi 12. til 16. júnísl. og fulltrúar Féiags bókagerðar- manna voru þeir SæmundurÁrnason, Georg Páll Skúlason og túlkur var Magnús Einar Sigurðsson. Slappað alá milli dagskrárliða á ársfundinum. F. v. Sture Björnquist startsmaður NGU, Magnús Einar Sigurðsson og Sæmundur Árnason. Finn Erik Thoresen varaformaður NGU setti þingið, þar sem formað- ur NGU Valter Carlsson lét af störfum er hann hætti sem for- maður GF í Svíþjóð. Sérstakir gest- ir á þessu þingi voru formenn félaganna í Eistlandi, Lettlandi og Litháen ásamt formanni IGF (Alþjóðasambands bókagerðar- manna). Formenn baltnesku land- anna gerðu grein fyrir ástandinu í sínum löndum, en eftir upplausn Sovétríkjanna og sjálfstæði þessara landa var í raun engin verkalýðs- hreifing starfandi þar. Henni hafði verið stjórnað frá Moskvu. NGU hefur styrkt uppbyggingu félag- anna og verður því haldið áfram, með því að senda þeim kennara og fyrirlesara á hinum ýmsu svið- um. Forseti IGF fjallaði í máli sínu um störf og stefnu alþjóðasam- bandsins. Gjaldkeri NGU, Ingve Eriksson, gerði grein fyrir fjárhagnum en rekstrarafgangur var nú rúmar 500 þús Skr. Félagar eru nú 94.301 og hefur fækkað um 1.234 (477 karla og 757 konur) frá fyrra ári. Samþ. var að leggja 40 þús. Skr. til samstöðusjóðs IGF og aðrar 50 þús. Skr. til annarra hjálparstarfa innan IGF. Þar sem Valter Carlsson hafði látið af formennsku þurfti að kjósa nýjan formann NGU. Finn Erik Thoresen frá Noregi var kjörinn formaður, Tom Durbing frá Dan- mörku tók sæti sem varaformaður og Malte Eriksson, formaður GF í Svíþjóð kom inn sem meðstjórn- andi. Ein lagabreyting var samþykkt, að kjörtímabil stjómar verði 4 ár, og er það til samræmis við kjör- tímabil stjórna EGF (Evrópusam- bands bókagerðarmanna) og IGF. Tom Durbing forseti EGF ræddi nokkuð fjárhagsvanda EGF og gat þess meðal annars að Englending- ar vildu setja upp sérstaka skrif- stofu fyrir EGF en hún er nú á sama stað og skrifstofa IGF og með sama aðalritara. Finn Erik varaforseti IGF kom inn á sömu mál og Tom og útlistaði að Eng- lendingar gætu ekki sætt sig við að hafa tapað kosningu til aðalrit- ara IGF og hefðu stórlega dregið úr framlögum til samtakanna. Menningarverðlaun NGU skipt- ust að þessu sinni á milli fjögurra aðila: Þriggja listamanna og prentsafns í Noregi kr. 10 þús. Skr. hver. Næsti aðalfundur verður í Svípjóð 10. til 14. júní 1996. PREHTARIHH 3rtS 21

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.