Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 12
Er grasið grænna • • • Georg Páll Skúlason, Margrét Friðriksdóttir og Páll Ólafsson Á síðustu misserum hefur orðið æ aigengara, að heyra fóik nefna önnur lönd í umræðunni um góða og vel launaða vinnu. Hingað til hefur það aðallega verið ýmiskonar nám sem fólk hefur sótt í til útlanda. Sífellt fleiri leita nú þangað íatvinnuskyni. Frá áramótum hafa um 20 félags- menn FBM fengið vegabréf IGF (Alþjóðasambands bóka- gerðarmanna), en það er nauðsynlegt þegar fólk fer í atvinnuleit erlendis. Það vekur athygli að konur eru í miklum minnihluta þessa hóps og skýrirþað hvers vegna engin kona kemur við sögu í við- tölunum, en ekki verður reynt að útskýra orsakir þess. Viðtölin sem hér fara á eftir eru ýmist við þá sem eru í vinnu erlendis, hafa verið þar eða eru að hugsa um að fara þangað til að vinna. Ljóst er að Norðurlöndin eru ofarlega í huga þeirra sem ákveða að freista gæfunnar erlend- is og því kemur ekki á óvart að þeir sem koma við sögu eru búsettir eða hafa verið búsettir þar. Einkum er áberandi að Danmörk er land- ið sem flestir sækja til um þessar mundir. Hér verður ekki lagður dómur á hvort þar sé grös- ugra land og grasið sé grænna en hérna megin við hafið, en Iátum félaga okkar segja okkur örlítið frá sinni upplifun: Bjarni jónsson er prentsmiður með 15 ára starfsreynslu ífag- inu. Hann hefur starfað undanfarin 5 ár í Sví- pjóð. Lengst afunnið í Tetra Pak, sem er stærsti framleiðandi drykkjarumbúða í heimi, sem framleiðir m.a.flestar umbúðir fyrir Mjólkursamsöluna. Nú starfar Bjarni hjá Linds Flexografiska AB í Helsingborg. Fyrirtækið er einn stærsti framleiðandi prentmóta fyrir flexó- prentun í Svíþjóð og er annar tveggja undirverktaka Tetra Pak á pví sviði. Hverjar eru ástæður þess að þú fluttir erlendis? Ástæða þess að ég fluttist erlendis og Svíþjóð varð fyrir valinu er einföld. Fyrrverandi eigin- kona mín fór í nám til Svíþjóðar með bömin. Til þess að geta átt eðlileg samskipti við bömin ákvað ég að fylgja þeim eftir. Hvemig hefur gengið? Það má segja að ég hafi verið ljónheppinn frá upphafi. Ég hafði sem margir aðrir félagsmenn FBM byrjað að vinna með Macintosh tölvu í vinnunni (PÁS-prent). Forritið var Page-Maker. Ég var meðvitaður um að það eina sem dugir fyrir prentiðnaðarmenn var að tileinka sér nýj- ungar í tölvutækni. Þegar ég fluttist til Lundar í Suður-Svíþjóð vissi ég ekki að þar voru tveir stærstu umbúðaframleiðendur Svía. Annars vegar Tetra Pak og hinsvegar Ákerlund og Rausing. Ég fékk vinnu nánast strax hjá þeim síðarnefnda. Ég fékk kennslu í notkun Contex skeytingakerfis (byggir m.a. á hugbúnaði frá Scitex). Helstu prentaðferðir vom offsetprentun og djúpprentun. Eftir að hafa uimið þar í eitt og hálft ár bauðst mér starf hjá Tetra Pak (TP). Þar tók ég þátt í að byggja upp frá grunni Prepress hóp. Hann samanstóð af mjög hæfum einstaklingum sem höfðu mikla reynslu af öllum stigum prentsmíði. Mitt verksvið var skeytingarvinna og fékk ég tækifæri til að byggja upp tölvubún- að fyrir um 50 milljónir íslenskar. Einnig átti ég að hafa samskipti við undirverktaka TP í flexó- repró. Það var keypt skeytingartölva frá BÁRCO. Eftir tveggja vikna námskeið í Belgíu og viku í Lundi hófst framleiðslan smámsam- an. Fyrir mig var um gerbreytingu að ræða. Með framsækinn yfirmann var mikil tilrauna- vinna unnin. M.a. var hluti af hópnum þjálfað- ur í að starfrækja frumgerð (prótótýpu) af nýrri vél til framleiðslu prentmóta. Þar voru t.d. gerðar tilraunir með mismunandi þykktir á prentmótum fyrir fjögurra lita process-prentun fyrir flexó og gafst það mjög vel. Það sem gerðist eftir tveggja ára vinnu var að nýr forstjóri tók við fyrirtækinu og lagði hann m.a. niður þennan hóp og hvarf sú þekk- ing sem þegar hafði byggst upp. Ég hafði hins- vegar, enn á ný, heppnina með mér. Mér bauðst starf við tölvuskeytingu hjá Linds Flexografiska, fyrirtæki sem ég hafði átt sam- skipti við fyrir hönd TP. Ég hef unnið hjá því fyrirtæki síðan sumarið 1994. Hvaða ávinning hefur þú haft af dvölinni? Ég tel að helsti ávinningur minn af starfi mínu sé sá að ég hef frá árinu 1990 ekki ein- göngu haft möguleika að taka þátt í tölvubylt- ingu innan prentiðnaðarins í prentsmíði heldur með starfi mínu hjá Tetra Pak haft möguleika að kynnast nýjungum í prentiðnaði og það jafn- vel áður en þær komu á almennan markað. Ég vil nefna sem dæmi stókastiskan rasta (slembirasta). Ég kynntist þeim manni sem að- stoðaði BARCO að þróa slembirasta fyrir flexó- prentun (BARCO kallar sína útgáfu Monet). Sá ágæti maður heitir Peter Gill og rekur fyrirtæk- ið MCG-Graphics í Hull á Englandi. Ég átti þess kost að sækja þann mann heim en harrn er talinn eitt helsta gúrú í flexórepró í Evrópu og eftirsóttur fyrirlesari. Ég var einnig sendur á námskeið hjá BARCO í kerfisfræðum (System Management) og svo má áfram telja. Eitt atriði verð ég að minnast á. Ég hef átt þess kost að læra meðferð process-litmynda fyrir flexóprentun en það er töluvert öðruvísi 12 PRENTARINN 4/95

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.