Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 10
■ ■■ BÓKAGERÐARMENN — Aldarminning — Einar Hundraö ár eru liðin frá því Einar Þorgrímsson - faðir íslenskrar offsetprentunar - var borinn í þennan heim. Hann var fœddur 15.jání 1896 að Borgum í Hornafirði og varyngsti sonur Þorgríms lœknis og alþingismanns Þórðarsonar og eiginkonu lians, Jóhönnu Andreu Knudsen Lúð- víksdóttur. INGI R. EÐVARÐSSON Þorgrímsson Einar ólst upp að Borgum þar til hann fluttist með foreldrum sínum átta ára að aldri til Kefla- víkur þar sem faðir hans var skipaður héraðslæknir. I Keflavík var hann við nám og leik þar til hann hóf nám við Gagnfræðaskóla Akureyrar á fimmt- ánda aldursári. Nyrðra dvaldi hann í fjögur ár við fótskör menntagyðjunnar. Þegar Einar sneri aftur til Keflavíkur tók hann til óspilltra málanna og fór út í „bísniss“ með aðstoð nafntogaðra manna. En það stoðaði lítt, útgerðin fór á haus- inn. Skömmu síðar höguðu örlagadísimar þvt svo til að Einar brá á það ráð að hverfa til Vesturheims svo lítið bæri á árið 1916. Leið hans lá til Kanada eins og svo margra íslendinga í þá daga. I Kanada fékkst hann við marg- vísleg störf, þar á meðal fiskveiðar í Winnipegvatni, leiklist og skemmti- atriði á Gimli svo nokkurra sé getið. I Kanada kynntist Einar jafnframt fríðri og föngulegri konu, Jóhönnu Þuríði Oddsdóttur, og gengu þau í það heilaga hinn 18. október 1918. Þeim varð fjögurra barna auðið. Elst er Jónanna, þá Þorgrímur offsetprentari, Anna Sigríður og yngstur er Einar. Þau skildu síðar og Einar kvæntist á ný árið 1939 Elínu Herdísi Finsen Carlsdóttur og eignuðust þau eina dóttur, Eddu. Einar Þorgrímsson fór til Banda- rfkjanna eftir nokkurra ára veru í Kanada. Fyrst hélt hann til Chicago, en síðar til annarra stórborga iðandi af mannlífi og hugsun nýrra tíma. Einari var margt til lista lagt og fékst hann við mörg störf um ævina. Hafði hann á orði að hann hefði stundað 63 ólíkar atvinnugreinar á 20 árum í Vesturheimi. I Bandaríkj- unum lagði hann einnig stund á nám í þrjá vetur við Harvardháskóla og nam hagfræði, þjóðfélagsfræði og ræðumennsku auk ensku. Einar Þorgrímsson var mælskur, skemmtinn og greindur. Um það geta samferðamenn hans borið vitni Verður hér aðeins getið eins tilviks um ráðsnilld hans við erfiðar aðstæður. I síðari heimsstyrjöldinni varð mjög erfitt með innflutning á vörum til iðnaðarframleiðslu og um tíma voru sinkplötur til offsetprent- unar nær ófáanlegar. Einar greip þá til sinna ráða og hóf að gera tilraunir til að endurnota plöturnar. Gerði hann allskonar tilraunir til að afmá myndir, letur og fleira af þeim og tókst það farsællega. Leynd hvfldi í fyrstu yfir þessari uppgötvun meistarans en síðar kom í ljós að Einar þvoði plötumar upp úr vítissóda og blandaði litarefni saman við svo að enginn gæti vitað hvaða efni hann notaði. Stofnun Litho- prents og löggilding offsetprentunar eru þau atriði sem halda minningu Einars á lofti meðal íslenskra bókagerðarmanna. Hinn 12. maf 1938 stofnaði hann fyrstu offsetprentsmiðju á íslandi ásamt Guð- mundi Jóhannssyni. Eftir skamma og stormasama sambúð hvarf Guðmundur úr fyrirtækinu og Einar hélt áfram einn síns liðs, félaus og með takmarkaða þekkingu á þessari nýju galdra- tækni sem offset- prentunin var í þann tíð. Einar var ekki á því að gefast upp heldur hélt til Lundúna og lærði offsetprentun hjá Addressograph-Multilith fyrirtæk- inu. Arið 1943 hlaut hann meistara- réttindi f offsetprentun fyrstur manna á Islandi og sama ár hlaut iðnin löggildingu undir nafninu ljósprentun. Mjór er mikils vísir. Einar kenndi nokkrum lærlingum iðnina og út af þessum mönnum er kominn allur sá herskari offsetprent- ara sem halda nterki offsetprentunar á lofti í dag. Einar Þorgrímsson andaðist langt um aldur fram hinn 24. apríl 1950. • 1 0 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.