Prentarinn - 01.04.1996, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.04.1996, Blaðsíða 10
■ ■ ■ FÉLAGSMÁL Glefsur frá vígstödvunum Um samskipti hönnuda og prentara I breyttum heimi Þessar glefsur eru lír inngattgs- erindum sem flutt voru á fundi sem Félag íslenskra teiknara stóð fyrir í Korn- hlöðunni miðvikudaginn 30. október. GISLI B. teiknari BJORNSSON, FÍT , Saue ínfJ0n, ufaí/sca/e í cA.**uaussia SAMANTEKT: GODDUR FYRIR FÍT OG PRENTARANN Þegar ég hóf störf sem teiknari fyrir þrjátíu og fimm árum var ástandið hvað samskiptaþáttinn varðar ekkert öðruvísi en nú; þau voru góð, sæmileg og vond. En aðallega fóru þau mörk eftir anda forystunnar á hverjum stað. Víð- sýnir menn sem stýrðu þessum fyrirtækjum, eigendur og starfs- menn gáfu þar tóninn. í viðmóti þeirra fólst ósk um samstarf og við þessa menn vildi maður skipta og með þeim vinna meðan önnur fyrirtæki sýndu jafnvel illt viðmót, fjandskap og þröngsýni. Þá eins og nú velur hver maður sér samstarfs- aðila, fólk sem maður treystir sem mannverum og fagmönnum. Fólk sem hægt er að ræða við, hjálpar til, bætir og stendur við orð sín. ... Skoðum betur spurninguna um samskiptin. Viljum við hönnuðir betri sam- skipti við starfsfólkið í grafíska iðnaðinum? Að það sé þægt og gott, taki kurteis- lega við verkefnum okkar og síðan sé slagur látinn standa um útkom- una úr vinnsluferlinu eða það litla sem við látum eftir? Eða viljum við virka samstarfsaðila sem vinna með okkur, gera athugasemdir, bæta, kenna og benda á leiðir þar sem það er sameiginlegt markmið að framleiða góðan hlut á réttum tíma? Hvað vill starfsfólkið í grafíska iðnaðinum? En kæru FIT-hönnuðir. Hvað gerum við jákvætt fyrir prentiðnað- inn félagslega og faglega? Hvernig kynnum við okkur? Fyrir utan það að leyfa prentiðnaðarfólki að fram- leiða verkin okkar er það harla lítið. Við hljótum að hafa á því skilning að einhver núningur verði á milli okkar og þeirra í núverandi / / starfsumhverfi. Hverjir sækja inná starfssvið hvers? Grafískir hönn- uðir hafa sannarlega sótt í víðara mæli inn á starfssvið fólks í grafíska iðnaðinum en það inn á okkar. Það er ekki margt sem hefur verið látið í friði. Að vísu skiljum við ennþá eftir prentunina sjálfa og frágangsvinnuna. Spurningin er líka hver á hvað. Á einhver réttinn eða starfssviðið? Samkvæmt lögum er prentiðnaður vernduð starfsgrein en grafísk hönnun nýtur engrar lagaverndar. Ergo, samkvæmt þessu á það réttinn en það dugir skammt í núverandi ástandi. Allir geta kallað sig grafíska hönnuði. Tölvur og tölvuforrit eru til sölu á frjálsum markaði. Allir mega kaupa og nota búnaðinn. Þetta þýðir að allir mega gera það sem þeir geta, líka það sem þeir ekki kunna. Fyrir þessu er ekki hægt að vernda sig með lögum eða bönn- um. Við þetta verðum við að búa og þessi hópur áhugafólks, „fúskara“, á eftir að stækka risa- skrefum, það fara allir að hanna. Með betri tölvukosti, meiri þekk- ingu almennings, til dæmis ungs fólks í dag, þegar það verður stærra og eldra, og með betri forritum og meiri fræðslu til almennings, mun þessi hópur kalla til sín stærri hluta þeirra viðfangs- efna sem í dag eru hjá hönnuðum og prentiðnaðinum og verða færari um að leysa þessi viðfangsefni. Merki um það að „ófaglært fólk“ vilji læra um tölvuvinnslu og grafíska hönnun sjást á ýmsum námskeiðum sem í boði eru. Við þessu geta grafískir hönnuðir eða prentsmiðir ekki brugðist með því að skamma kennarana, eins og ég hef lent í (ég hef fengið ákúrur fyrir að vera að kenna mönnum eitthvað af þessum patentlausnum okkar grafískra hönnuða) heldur með því að bæta sig, stíga skref fram á við. Við verðum að sýna faglega yfirburði. Er ég að komast að kjarna málsins? HJÖRTUR GUDNASON, framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar - prentsmidur eða offsetljósmyndari og plötugerðarmaður Mig langar til þess að rifja upp hvemig samskiptin milli auglýsingateiknara og prentsmiða gátu verið eða voru fyrir nokkrum árum. Eg veit að þetta er allt öðruvísi í dag. Eg vann í mörg ár í Prent- myndastofunni og tók þar á móti verkefnum sem ég vann síðan í mörgum tilfellum. Allflestir auglýs- ingateiknarar áttu í þá daga það sam- eiginlegt að þeir kunnu hvorki á klukku né dagatal. Þeir vissu t.d. aldrei að í hverri viku var ein helgi. Þeir vissu aldrei að venjulegum vinnudegi lauk klukkan fjögur. Þeir vissu aldrei að jólin eru haldin 24. desember ár hvert og hefjast klukkan sex. Þeir kunnu ekki á síma nema til þess að hringja á leigubíl. Það var alltaf jafn spennandi á föstu- dögum um íjögurleytið að bíða eftir því hvort maður heyrði í ískrandi bremsum í leigubíl einhvers teiknar- ans sem birtist síðan kófsveittur með upplíminginn í fanginu sem á voru um tuttugu lög skerífólíu sem hvergi registreraði og tvær til þrjár myndir sem átti eftir að litgreina. Stundum var teiknarinn svolítið vandræðalegur og voteygur jafnvel vegna þess að hann hafði dottið einhvers staðar í hamaganginum á leiðinni, fólíumar höfðu losnað af og uppáhalds spray- grunnurinn hans hafði dottið ofan í poll á leiðinni. „Geturðu ekki reddað þessu?“ var maður spurður. „Þeir redda þessu alltaf í Korpus.“ „Jú, jú, auðvitað, elsku vinur. Við reddum þessu,“ svaraði maður. Maður mátti ekki styggja kúnnann. Maður reyndi síðan að benda teiknaranum kurteis- lega á að sumar fólíumar væm merktar með pantone litum en aug- lýsinguna ætti að prenta í staðallitum. „Hvað, þeir kvarta aldrei í Korpus, 10« PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.