Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Prentarinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Prentarinn

						OFFSETPRENTARAR   I   HALFA   OLD

Harkan sex

Nú er

röðin komin

að ojfsetprent-

urum ogfélagi

þeirra íkynningu

á vœntanlegri

sögu samtaka

bókagerðar-

manna sem

kemur útfyrir

100 ára afmœlið

4. apríl 1997.

INGI   R.

EÐVARÐSSON

Asólbjörtum vordegi 12. maí

1938 stofnuðu Einar Þorgríms-

son og Guðmundur A. Jóhannsson

fyrstu offsetprentsmiðjuna hér á

landi í leiguhúsnæði á Nönnugötu 16

og nefndu Lithoprent. Báðir höfðu

dvalið langdvölum í Vesturheimi, en

það var Ottó B. Arnar heildsali og

kunnur útvarpsmaður sem kom

þeim í kynni við offsettæknina.

Hann var umboðsaðili fyrir litlar

offsetprentvélar er hétu Multilith.

Árið 1945 stofnuðu Hrólfur

Benediktsson og Steindór Gunnars-

son fyrirtækið Offsetprent hf. og

segir ekki af frekari fjölgun í iðninni

á næstu árum. Offsetprentaraflokk-

urinn var ekki fjölmennur í þá daga

og offsetprentarar unnu flestir hjá

Lithoprenti og eigendur fyrirtækis-

ins ákváðu kjör starfsmanna í fyrstu.

Þannig hélst skipan mála þar til

starfsmenn Lithoprents stofnuðu

með sér Ljósprentarafélag íslands.

Stofnfundur félagsins var haldinn

laugardaginn 5. maí 1951 á Berg-

staðastræti 51. Stofnendur voru tveir

meistarar og þrír sveinar í ljósprent-

un eins og iðnin var nefnd í þann

tíð: Kristinn Sigurjónsson, Þorgrím-

ur Einarsson, Þórir Hallgrímsson,

Gunnar Pétursson og Rafn Hafn-

fjörð. Einnig sat fundinn Þórður

Jónsson, er þá var lærlingur.

Sveinarnir Jón Sveinbjörnsson og

Jónas Benediktsson teljast einnig til

stofnfélaga en þeir voru fjarverandi

á stofnfundi. Rafn Hafnfjörð var

yngstur þessara sveina, 23 ára að

aldri, en Þorgrímur elstur, liðlega

þrítugur. Þórður lærlingur var

19ára.

Stofnun offsetprentarafélags hafði

verið í undirbúningi um skeið.

I fundargerð stofnfundar félagsins

segir: „Tildrög fundarins voru þau

að almenn óánægja ríkti meðal

meistara og sveina í ljósprentun um

það, að ekki skyldi endanlega

gengið frá lögum þeim er samin

höfðu verið 21. marz 1950 svo af

formlegri stofnun ljósprentarafélags

gæti orðið." I fundargerðinni segir

einnig að tillaga hafi komið fram

um að nefna félagið Samtök

íslenskra ljósprentara.

Á stofnfundi voru lög félagsins

samþykkt og var markmið þess „að

vinna að hagsbótum ljósprentara,

vernda réttindi þeirra og vinna að

framförum í iðninni". Félaginu var

því ætlað að vera hreint fagfélag

iðnlærðra offsetprentara. Stjórnar-

kosning fór ennfremur fram og var

Rafn Hafnfjörð kjörinn formaður,

Kristinn Sigurjónsson ritari og

Þorgrímur Einarsson gjaldkeri.

Ljósprentarafélag Islands og

arftaki þess, Offsetprentarafélagið,

voru fámenn félög. Stofnfélagar

voru sjö eins og fyrr greinir. Arið

1967 voru félagsmenn 22 og þeim

fjölgaði í 34 í nóvembermánuði

1971. Fjórtán nemar gengu í félagið

í ársbyrjun 1966 og þeim fjölgaði er

frá leið. Starfsemi Offsetprentara-

félagsins var ætíð fremur lítil, bæði

vegna fámennis þess og einnig

vegna þess að tími til félagsmála var

takmarkaður þar sem unnið var flest

kvöld vikunnar og einnig um helgar.

Af fámenninu leiddi að flestir

félagsmenn þekktust vel innbyrðis.

Afstaða til Alþýðu-

sambands íslands

Offsetprentarar hafa löngum verið

kunnir af andstöðu sinni við

Alþýðusamband Islands en það

kann að þykja fréttnæmt að svo

hefur ekki alltaf verið. Af fyrstu

lögum Ljósprentarafélags fslands

má ráða að stofnendur þess hafi haft

hug á að æskja aðildar að

Alþýðusambandi Islands og var það

eitt þeirra mála er rædd voru á stofn-

fundi félagsins. I 22. grein félags-

laganna segir svo meðal annars:

„Breytingar á lögum þessum eru því

aðeins löglegar að þær séu sam-

þykktar með 2h greiddra atkvæða og

ná ekki gildi fyrr en Alþýðusamband

Islands hefír staðfest þær." Málið

var ekki afgreitt að svo stöddu en

þegar Þorgrímur Einarsson var

kjörinn formaður félagsins áríð

1956 taldi hann mjög brýnt að það

gengi í ASI og var honum falið að

kanna málið. Skömmu síðar skýrði

hann frá því á félagsfundi að Offset-

prentarafélag fslands væri of

fámennt til að fá aðild að Alþýðu-

sambandinu, þá var lágmarksfjöldi

17 manns. Jafnframt benti hann á að

mögulegt væri að félagið fengi

áheyrnarfulltrúa á Alþýðusambands-

þingum.

Félagsmönnum OPÍ fjölgaði hægt

og langur tími leið þar til félagið

uppfyllti lágmarksskilyrði ASÍ um

fjölda félagsmanna. Þá hafði áhugi

offsetprentara fyrir aðild að sam-

bandinu einnig dvínað þannig að

málið bar ekki á góma innan félags-

ins eftir það. Þeir sannfærðust raun-

ar um að hag þeirra væri betur

borgið utan sambandsins.

Tekist á um tæknina

Vorið 1968 bárust þau tíðindi til

stjórnar Offsetprentarafélagsins að

nokkrar prentsmiðjur hefðu í hyggju

að kaupa offsetprentvélar. Prent-

smiðjur þessar prentuðu flestar með

hefðbundinni hæðarprentsaðferð og

höfðu ekki offsetprentara í vinnu.

Um þessar mundir var skortur á

færum offsetprenturum og því sóttu

prentsmiðjurnar um undanþágu fyrir

hæðarprentara til OPÍ til að

starfrækja offsetprentvélar. Það

mun vera rót þess að Hið íslenzka

prentarafélag og Offsetprentarafélag

íslands gerðu með sér samkomulag í

maímánuði 1968 er hljóðar svo:

„Stjórnir Hins íslenzka prentara-

14

PRENTARINN

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16