Prentarinn - 01.01.1997, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.01.1997, Blaðsíða 3
Félagé bókagerðarmanna Boðað er til aðalfundar Félags bókagerðarmanna miðvikudaginn 19. mars 1997 kl. 1700 í félagsheimilinu, Hverfisgötu 21. Um aðalfund félagsins segir m.a. svo í lögum þess: 9.1. Aðalfund skal halda í mars eða apr- íl mánuði ár hvert og skal stjórn félagsins boða til hans með minnst viku íyrirvara í tveimur fjölmiðlum hið minnsta og á vinnu- stöðum félagsmanna. Greina skal skýrlega í fundarboði dagskrá fundarins og skal eink- um geta lagabreytinga ef fyrirhugaðar eru. 9.2. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefn- um félagsins, nema gerð sé lögleg undantekn- ing þar á. 9.3. Dagskrá aðalfundar skal vera: 1. Starfsskýrsla stjórnar og nefnda fyrir liðið starfsár flutt. 2. Lagt fram yfirlit yfir reikninga félagsins og sjóði þess til samþykktar. 3. Laga- breytingar ef fyrir liggja. 4. Stjórnarskipti. 5. Kosning tveggja endurskoðenda og tveggja til vara. 6. Kosning sex manna í fræðslunefnd. 7. Kosning ritstjóra. 8. Kosning fulitrúa í full- trúaráð Sameinaða lífeyrissjóðsins. 9. Nefndakosningar. 10. Önnur mál. 9.4. Aðal- fundur er löglegur sé löglega tii hans boðað og hann sitja eigi færri en 35 félagsmenn, þar af meirihluti stjórnar. Verði aðalfundur ekki löglegur vegna fámennis, skal boða til nýs fundar á sama hátt, með þriggja daga fýrir- vara og er sá fundur lögmætur hversu fáir sem sækja hann. Út frá þessum lagagreinum hlýtur öllum félagsmönnum að vera ljóst að á aðalfundum öðrum fundum fremur er hægt að taka stefnumarkandi ákvarðanir fyrir fé- lagið. Það er því mikilvægt að sem flestir mæti. Þeir félagsmenn sem ekki mæta fela raunverulega þeim sem mæta ákvörðunar- valdið. STjÓRN OG TRÚNAÐARRÁÐ Eins og lög félagsins mæla fyrir um sér stjórn- in um rekstur félagsins milli aðalfunda. Eftir síðasta aðalfund skipti stjórn þannig með sér verkum að varaformaður er Georg Páll Skúlason, ritari Svanur Jóhannesson, gjald- keri Fríða B. Aðalsteinsdóttir og meðstjórn- endur þau Margrét Friðriksdóttir, Pétur Ágústsson og Þorkell S. Hilmarsson. Vara- stjórn skipa þau María H. Kristinsdóttir, Guðjón B. Sverrisson, Sigrún Leifsdóttir, Stef- án Ólafsson, Kristbjörg Hermannsdóttir og Burkni Aðalsteinsson. Formaður er Sæ- mundur Árnason. í janúar sagði Guðjón B. Sverrisson af sér í varastjórn félagsins þar sem hann hóf störf utan samningssviðs þess. Frá síðasta aðalfundi hefur stjórnin haldið 20 stjórnarfundi þar sem tekin hafa verið fýr- ir fjölmörg mál og málaflokkar. Eins og nærri má geta er hér um að ræða mál sem þarfnast mismikillar umfjöliunar allt frá því að vera einföld afgreiðslumái til stærri og viðameiri mála, sem þá gjarnan eru tekin fyrir á fleiri en einum fundi sem er æskilegt og nauðsynlegt þegar um mikilvæg og vandmeðfarin mál er að ræða. Reglulegir stjórnarfundir eru haldn- ir hálfsmánaðarlega, og oftar ef þörf krefur. Mæting á stjórnarfundi hefur verið mjög góð og umræður ýtarlegar. Frá síðasta aðalfundi hafa verið haldnir 7 fundir í trúnaðarráði þar sem fjallað hefúr verið um ýmis mál félagsins og einn sameiginlegur fundur með trúnaðar- ráði og trúnaðarmönnum á vinnustöðum. Mæting á fundi í ráðinu hefur verið með besta móti síðasta starfsár og umræður verið mjög ýtarlegar. STJÓRNAR' OG TRÚNAÐAR- RÁÐSKOSNINGAR í febrúar var auglýstur framboðsfrestur til stjórnarkjörs, hinn 10. febrúar rann fram- boðsfrestur út. Uppástungur bárust um 5 menn til aðalstjórnar og 4 til varastjórnar á tveim listum. Auglýsing vegna kosninga var send út og kjörseðlar sendir til félagsmanna. Kosningu lauk 13. mars 1997. Kosning til trúnaðarráðs fór fram í októ-

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.