Prentarinn - 01.02.1997, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.02.1997, Blaðsíða 6
■ ■■ MENNTAMÁL Den Grafiske Hojskole I Kaupmannahöfn The Graphic College of Denmark / Skólanum er skipt í tvœr deildir, grafíska fjölmiðlun (hönnunardeild) og prenttœkni- og hagfrœðideild. Hvort nám um sig tekur tvö ár. Teknir eru inn 20 nemendur árlega ífjölmiðlunar- deild, af rúmlega 300 umscekjend- um, eða u.þ.b. 280 sein komast í inntökupróf. Efi prenttækni- og hagfræði- j deild eru aftur á móti teknir | inn 26 nemendur af u.þ.b. _______ 87 umsækjendum árlega, og eru þó margir sem sækja um oftar en einu sinni. Einnig er hægt að taka kvöldnám í verkstjóm samhliða vinnu, eða á vegum atvinnurekenda, sem tekur u.þ.b. tvö ár. Þar fyrir utan eru margskonar námskeið, þau nýjustu eru helst í sambandi við margmiðlun, alnetið, heimasíður o.s.frv. Það er ekki farið eftir þjóðemi, kyni eða öðrum einkenn- um þegar ákveðið er hvetjir skulu teknir inn í skólann. Hafi aðrir Norðurlandabúar s.s. Norðmenn, F.v.: Hörður Sigur- bjamason, Jóna Birgisdóttir og Martin V. Pálsson. JÓNA BIRGISDÓTTIR Islendingar og Færeyingar, sambæri- lega hæfni og Danimir eru þeir teknir inn, þó aldrei fleiri en fimm. Aðrar þjóðir en Norðurlandaþjóðir hafa ekki komið til greina þar sem öll kennsla fer fram á dönsku. Einnig er vert að nefna í þessu sambandi að í gegnum árin hefur hlutfall kvenna í prenttækni- og hagfræðideildinni verið mjög lágt, um. 15-25%, en hlutfallið er öfugt í fjölmiðlunardeildinni. Nú eru tíu útlendingar í prenttækni- og hagfræðideildinni, þar af þrír íslend- ingar, þetta þykir rnjög há tala miðað við undanfarin ár. Og þar sem sú, sem þetta skrifar, situr á skólabekk í þeirri deild, er hún tekin fyrir hér. Islendingarnir eru: Jóna Birgisdóttir, 31 árs prentsmiður, sem vann í prentsmiðjunni Hjá GuðjónÓ ehf., þar til ég hóf nám haustið 1995. Martin V. Pálsson, 29 ára prentari, sem vann í prentsmiðjunni Odda hf., hóf einnig nám haustið 1995, og að lokum Hörður Sigurbjamason, 34 ára prentari, sem vann við verk- stjóm í Plastos hf. og hóf nám sl. haust. Martin og Hörður höfðu þann kost að vera búnir að vinna í landinu eitt ár fyrir nám, sem gerir námið að sjálfsögðu auðveldara, hvað tungu- málið varðar. Islendingar gera oft þá skyssu að halda að þeir séu svo góðir í dönsku, en þegar á hólminn er komið er sú alls ekki raunin. Námið byggist á miklu faglegu tæknimáli, sem krefst þess af íslendingi eins og mér, að námsefnið sé lesið vandlega og mikið glósað. En sem betur fer tekur þessi mikla vinna aðeins fáa mánuði, og þá er gamla góða skóla- danskan komin á sinn stað, ásamt þó nokkrum faglegum orðaforða. Þar sem bekkurinn er sá sami bæði árin, kynnist fólk vel innbyrðis og myndast góð samstaða í bekkjun- um. Andinn verður því góður og félagslíf mikið og gott, bæði innan og utan skólans. Öll verkefnavinnan hefur líka mikið að segja, þar sem mikil áhersla er lögð á samvinnu með hverjum sem er, og reynt að fá sem mest út úr einstaklingnum, sem og hópnum sem slíkum. Verklega námið er þó ekki eins mikið og ég átti von á í upphafi, unnin eru tvö stór verkefni, eitt á hvoru ári, og einnig er útbúinn bæklingur, sem nemendurnir vinna sjálfir frá A-Ö, í Tækniskóla Kaupmannahafnar. Þar fyrir utan eru teknar tvær vikur í pappírs- og efnafræðiæfingar. Þessi verkefni eru unnin fyrir utan al- menna kennslu, en þó nokkuð er um minni og stærri verkefni/skýrslur í sambandi við námið sjálft. Námið miðar að stjómun innan grafíska iðnaðarins, bæði tæknilega sem og framleiðslu- og markaðslega. Fagleg efnisfræði, s.s. pappír og farfi, lit- og ljósfræði, grafísku fögin sem slík, bókhald, markaðs- og þjóðhag- fræði, em meðal þeirra greina sem teknar em fyrra árið. Síðara árið er meiri áhersla lögð á viðskipta- og hagfræði, skipulagsfræði, lögfræði, framleiðslustjórnun, gæðastjórnun og faglega útreikninga, svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta og meira til á svo hinn saklausi Islendingur að kunna á danska vísu. Þetta krefst að sjálf- sögðu mikillar vinnu en gefur líka mikið og er mjög lærdómsríkt og þroskandi, eins og flestir krefjandi hlutir sem við mannfólkið tökum okkur fyrir hendur. Það er nú ekki alltaf púl og puð alla daga, langt í frá. Mikið er lagt upp úr fyrirtækja- heimsóknum, bæði innanlands og utan. Hérlendis er ekki bara farið um Sjáland heldur einnig alla leið til Jótlands í nokkra daga. Á erlendri grund má svo nefna fimm daga ferð til Heidelberg og viku námsferð, sem t.d. var til Englands sl. haust og verður til New York næsta haust. í Englandsferðinni, sem ég tók þátt í, heimsóttum við m.a. rannsóknar- stofnunina PIRA, framleiðslufyrir- tækið DuPont Printing & Publishing og Crosfield Electronics Ltd. og tvö ensk dagblöð. Námsferðimar eru hugsaðar bæði sem fag- og skemmtiferðir, svo er það undir hverjum og einum komið, hversu mikið viðkomandi fær út úr þeim. Veittir hafa verið styrkir til ferðanna og einnig gefst einstaklingum kostur á að sækja um hver fyrir sig. Fyrir utan ferðimar koma oft gestafyrir- lesarar í skólann, bæði í kennslu- stundir og á vorönninni eru vikulegir fyrirlestrar með ýmsum stjómendum f atvinnulffinu. Þrátt fyrir samnorræna samninga, sem gera það að verkum, að fslendingar falla beint inn í danska kerfið, á það ekki við um beina skólastyrki né heldur um atvinnuorlof á launum. Fjármögnun námsins og framfærsla, fer þess vegna fram með fulltingi LÍN. Það tíðkast ekki að hafa skóla- 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.