Prentarinn - 01.02.1997, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.02.1997, Blaðsíða 12
■ ■■ BÓKAGERÐARMENN í HEILA ÖLD -> Bókagerðarmenn sameinast Hér lýknr kynningu á 100 ára sögu samtaka bóka- gerðarmanna á Islandi sem vœntanleg er á bók innan skamms. Vel er við hœfi að enda kynninguna á sameiningu þriggja stéttar- félaga með stofnun Félags bókagerðar- manna. Bunnudaginn 2. nóvember 1980 urðu þáttaskil í skipu- lagssögu íslenskrar verka- _____ lýðshreyfingar þegar bóka- gerðarmenn stofnuðu Félag bóka- gerðarmanna. Er það fyrsta samein- ing stéttarfélaga hér á landi sem nær til heillar starfsgreinar og markaði hún þá nýjung að allir starfsmenn í prentiðnaði að skrifstofufóki undan- skildu tilheyra einu stéttarfélagi. Stofnfundur Félags bókagerðar- manna hófst kl. 13.30 í Súlnasal Hótels Sögu. Lúðrasveit verkalýðs- ins lék verkalýðssöngva fyrir utan hótelið áður en fundurinn hófst og mikil eftirvænting ríkti meðal bóka- gerðarmanna við upphaf fundarins. Fylltu þeir Súlnasalinn auk þess sem fjöldi erlendra og innlendra gesta var viðstaddur sameiningu Bókbindara- félags Islands, Grafíska sveina- félagsins og Hins íslenzka prentarafélags. INGI R. EÐVARÐSSON Aratugalöng sameiningarganga Sameining bókagerðarmanna í eitt stéttarfélag átti sér langan aðdrag- anda. Upphafið má rekja til ársins 1947 þegar prentmyndasmiðir knúðu dyra hjá prenturum og óskuðu eftir inngöngu í Hið íslenzka prentarafélag að tilmælum Alþýðu- sambands Islands. Viðbrögð prentara einkenndust af skammsýni enda varnaði fjölmenni stéttarinnar og styrk staða henni sýn til framtíð- ar. Hún hafnaði aðild prentmynda- smiða að félagssamtökum sínum. Hitt voru þó sýnu meiri mistök að prentarar álitu offsetprentun vera óæðri prenttækni sem hentaði fúskurum. Aðeins sveinar Gutenbergs væru þess verðugir að nefna sig „prentlistarmenn". Ekki var laust við að prentarar hefðu í frammi háðsglósur um offsetprentun þegar hana bar á góma meðal prentara í þá daga. Það varð til þess að skapa togstreitu milli hæðarprentara og offset- prentara sem stóð um áratuga skeið og hindraði frekari samvinnu og sameiningu þessara stétta. Fátt segir af sameiningarmálum bókagerðarmanna fyrr en á aðalfundi Hins íslenzka prentara- félags vorið 1961. Þar samþykktu prentarar svohljóðandi tillögu Stefáns Ögmundssonar og Óðins Rögnvaldssonar: Aðalfundur HÍP felur stjórninni að athuga möguleikafyrir því að koma á fót sambandi félaga bókagerðarmanna, sem vinni að félagslegum og faglegum verkefhum, sem þau eiga sameiginleg, t.d. útgáfu iðnfrœðilegs tímarits o.fl. Tillagan mun eiga rætur að rekja til umræðu um skipulagsmál innan ASI. Arið 1960 skilaði skipulags- nefnd sambandsins tillögum um endurskipulagningu þess og þar er gert ráð fyrir starfsgreinafélögum. Þar eru gerðar tillögur um samband í prent- og bókagerð er allt starfs- fólk í prentiðnaði yrði aðili að. Þetta mun hafa ýtt við bókagerðar- mönnum. Árið 1962 héldu stjómir Bókbindarafélagsins, Hins íslenzka prentarafélags, Prentmyndasmiða- félagsins og Offsetprentarafélagsins sameiginlegan fund þar sem rætt var um stofnun sambands bókagerðar- manna, einkum með menningarmál í huga, t.d. útgáfu fagtímarita, en einnig að stilla saman kraftana við samningagerð. Ekkert var frekar að gert í málinu fyrr en 1964 að haldnir voru fjórir fundir félagsstjómanna um stofnun sambands og samþykkt vom drög að umræðugrundvelli. Þorsteinn Pjetursson var á þessum fundum og var honum falið að semja uppkast að lögum fyrir væntanlegt samband. Félögin höfðu komið sér saman um svohljóðandi umræðugrundvöll vorið 1964: 1. Félögin hafa fullt sjálfsforræði um sín innri mál með sama hætti og gagnvart Alþýðusam- bandi Islands. 2. Hvert félag um sig ákveður hvort það verður innan Alþýðu- sambands Islands eða ekki. 3. Samband bókagerðarmanna verði sem slíkt ekki í Alþýðu- sambandi íslands. 4. Félögin hafi fyrir forgöngu sambandsins samvinnu við samningagerðir, framsetningu krafna og aðrar aðgerðir vegna samninga. 5. Félögin vinni að því, að samræma samninga sína. 6. Félögin geri með sér samkomu- lag um hvar draga skuli mörk milli iðngreina sem félögin starfa í. 7. Félögin aðstoði hvert annað um að vemda áunnin iðnaðarrétt- indi svo og hvemig snúast skuli við tæknilegum nýmælum, að því er snertir staðsetningu þeirra innan ramma iðnlöggjaf- arinnar. 8. Athugað verði á hvem hátt félögin gætu komið á sameiginlegu eða samræmdu fræðslustarfi. 9. Athugaðir verði möguleikar á sameiginlegri gjaldheimtu félaganna. 10. Félögin skiptist á upplýsingum og hafí samráð um fyrirhugaðar breytingar á lögum sínum, reglugerðum og starfsháttum eftir því sem við á. 11. Félögin hvert um sig eða sam- band bókagerðarmanna verði aðilar að Alþjóðasambandi bókagerðarmanna. Samstöðuleysi bókagerðarfélag- anna í samningamálum árið 1964 olli því að sameiningarmálin drógust á langinn. Ekkert markvert gerðist í málinu fyrr en árið 1968 þegar enn var samþykkt að koma á sameiginlegri nefnd til að ræða samskipti félaganna. Fulltrúar prent- ara í nefndinni voru þeir Ólafur Emilsson og Stefán Ögmundsson, fulltrúar bókbindara Einar Helgason og Grétar Sigurðsson, Gylfi M. Guðjónsson og Kolbeinn Grímsson 1 2 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.