Prentarinn - 01.01.1998, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.01.1998, Blaðsíða 16
TÆKNI Framþróun í prentun Á sviði prentunar hefur þróunin sjaldan verið meiri en í dag. Eins og oft áður er ekki alltaf um nýjungar að rœða heldur þróun á tœkni sem hefurverið lengi við lýði og jafnvel í notkun í einhverju mœli. Hér verður þó aðeins stiklað á stóru. Stafræn prentun (computer to print) Um er að ræða stafrænar tölvu- prentvélar sem eru samhæfðar öllum helstu staðlagrunnum sem notaðar eru í skjáborðsútgáfu. Fremstar á þessu sviði eru vélar frá Zeikon og Indigo. Zeikon vélin er þegar í notkun hérlendis. Það var Offsetþjónustan sem reið á vaðið. Vél þeirra er af gerðinni DCP/32D. Hún prentar á streng 30,8 cm breið- an og vinnur með litardufti (þurr- tóner) og getur prentað fjóra liti beggja vegna pappírs. Prentunin er þurr um leið og hún kemur á pappír- inn. Undirbúningstími lítill en prent- hraði mun minni en í hefðbundnum offsetvélum. Vélin hefur verið góður valkostur við prentun minni upplaga, 10-1500 eintaka. Nokkur óvissa hefur ríkt erlendis hverjir eiga að vinna á svona vélum, prentarar eða prentsmiðir, hér á landi eru menn þeirrar skoðunar að prentari eigi að vinna verkið. Á markaðinn eru komnar stærri útgáfur af þessari vél í breiddunum 50 og 64 cm. Indigo Eprint 1000+ er stafræn arkaoffset prentvél sem getur prentað allt að 6 liti á stærðina A3. Vélin vinnur með vottoner (electro ink) sem er hitaður lítillega áður en hann fer á pappírinn. Vélin kemur frá ísrael. Settar hafa verið upp rúmlega 700 vélar í Norður- Ameríku og Evrópu sem er svipað fjölda uppsettra Zeikonvéla. Þó eru Indigovélarnar algengari í Ameríku en Zeikon í Evrópu. Stafræn prentun (computer to press) Prentaðferðin er þurroffset (waterless offset). Prentformurinn framkallast í prentvélinni sem getur verið hefðbundin offsetprentvél að uppbyggingu. Þekktastar á þessu sviði eru Heidelberg Quickmaster DI og er þegar búið að setja upp GUÐBJARTUR eina slíka vél í Svansprent. Vélin SIG U RÐSSON hefur ekkert vatnsverk og vinnur með þurroffsetlitum. Fjögur prent- verk raðast á stóran baksílinder á svipaðan hátt og oft gerist í streng- prentun (satelite) en vélin prentar í örkum 46x34 cm og eru fjórir gríparar á baksílindernum. Á plötu- sílindernum er prentformurinn í dúkformi sem vefur ofanaf sér og upp á sig inni í sílindernum og eru rúmir þrjátíu prentformar á skiptan- legri rúllu. 74 Karat Þessa dagana er að koma á markað ný prentvél sem hefur sömu upp- byggingu og Quickmaster DI en stærra format 74x52. Vélin heitir 74 Karat og er samvinna milli KBA-Planeta sem hannar sjálfa prentvélina og Scitex sem hannar stafrænan hugbúnað. Prenthraði er svipaður og í Quickmaster DI eða um 10.000 arkir á klukkustund. Hefðbundin offsetprentun Geysileg framþróun hefur orðið á þessu sviði. Flestar stærri arka- offsetvélar prenta í dag 12-15.000 arkir á tímann. Inntökutímar hafa styst mikið með sjálfvirkri plötuísetningu. Viðsnúningsbúnað- ur er að mestu tölvustýrður í dag. Sjálfvirkur þvottabúnaður á völs- um, gúmmídúkum og baksílindrum er orðinn staðlaður á flestum prent- vélum. Miklar framfarir hafa orðið í umhverfisþættinum. Jurtaolíur eru í dag orðnar frambærilegar til þrifa. Þær hafa einnig verið notaðar í auknum mæli við framleiðslu prentlita sem í dag eru vistvænir, allt að 70%. Eru þar aðallega litar- efni farvans sem ekki eru í vist- vænu formi. Þá er stöðugt verið að auka gæði í pappírsframleiðslu. Hann verður stöðugt hvítari og vistvænni. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á vatninu (fontinum). Sýrustig vatnsins (pH gildi) við offsetprentun er milli 5 og 6 fyrir arkaprentun. Alkóhól hefur verið notað í fontinn til að minnka útþenslu vatnsins þ.e. dreifa vatninu betur á plötuna. Það hefur lengi verið vitað að herslugráða krana- vatns er mjög misjöfn eftir löndum og landshlutum. Á Reykjavíkur- svæðinu er vatnið t.d. mjög mjúkt, 1-2 þýskar herslugráður. IPA (isopropyl) alkóhólið í vatninu hafa menn lengi viljað losna við af umhverfisástæðum. Það gufar upp og veldur lykt en gefur jafnframt mjög góða kælingu auk þess að minnka útþensluna. Kælivandamálið er þegar leyst þ.s. flestar stærri prentvélar eru með kælibúnað í rifvölsum og jafnvel í bakkavals. Það er einnig gert með þurroffsetprentun í huga. Æskileg hlutföli í fonti offsetprentvélar undir prentun samkvæmt erlendum rannsóknum pH gildi 5,0-5,5 Útþensla 30-50 nij/in- Herslugráða 8-12d H Hitastig 10° C 16« PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.