Prentarinn - 01.04.1998, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.04.1998, Blaðsíða 5
Afhverju beinl á nlnlu? Birgir Jónsson að húðin á plötunum verður ekki fyrir neinum áhrifum fyrr en hit- inn nær ákveðnu stigi; þetta er ein ástæðan fyrir velgengni hitarit- anna. Önnur ástæða er sú að ekki verður nein punktastækkun (opt- ical dot gain), sem verður venju- lega á hinu hefðbundna plötulýs- ingarstigi þegar önnur tækni er notuð; hitasetning gefur punkt af fyrstu kynslóð og skilar sér í fínni upplausn og meiri gæðum. Þegar platan hefur verið lýst er hún hituð í eina mínútu og síðan böðuð í volgri vatnslausn, gúm- borin og síðan er hægt að baka hana ef lengja þarf endingu henn- ar í prentvélinni. Aðrar plötur þarf að forhita fyrir lýsingu og þannig er lýsingartíminn lengdur, en eins og áður segir verður þess ekki langt að bíða að ekkert þurfi að vinna með plöturnar fyrir eða eftir lýsingu heldur verði hægt að setja þær beint á vélarnar og jafnvel lýsa þær þar, eins og Heidelberg sýndi á IPEX. Heidelberg notar CREO-tækni til að lýsa þessar plötur og eru Heidelberg-menn komnir lengst í þróun þessarar tækni. Hitt má heldur ekki gleym- ast að ekki henta sömu kostir öll- um. Það sem er hvað athyglis- verðast núna er riti sem notar út- fjólublátt ljós (360-450 nm) til að lýsa plöturnar, í hann eru notaðar hefðbundnar plötur og hann getur li'ka lýst prófarkir. Ritinn er fram- leiddur af BASYS PRINT og er vert að fylgjast með þessari þró- un. Aðalatriðið er að hvert fyrir- tæki velji sér aðferð sem hentar verkflæði þess. Prófarkagerð Ef eitt stig verkflæðisins er öðru mikilvægara þegar plötusetning er annars vegar, þá er það prófarka- gerð. Ef engar filmur eru notaðar þá þarf að vinna prófarkirnar beint eftir stafrænum gögnum. Nýjasta hitamálið í prentiðnaðin- um er að geta sett verk beint á plötur, plötusetningu getum við kallað það. Svo virðist sem engin prentsmiðja með vott af sjálfs- virðingu geti verið þekkt fyrir að hafa ekki keypt öll nauðsynleg tæki til þess að geta verið með í slagnum. Þetta er myndin sem maður fær ef flett er í gegnum fagtímarit eða gögn frá framleið- endum tækja og platna. Þetta minnir óneitanlega á það þegar mesta frafárið var f kringum staf- ræna prentun fyrir nokkrum árum, staðreyndin er því miður sú að mörg fyrirtæki hafa farið á haus- inn vegna þess að þau hafa veðjað á rangan hest í því æði sem greip alla forðum daga og það er eins víst að margir eiga eftir að brenna sig á röngum ákvörðunum í sam- bandi við plötusetningartækni. Höfum við lært af biturri reynslu annarra? Eru menn famir að skoða málin frá öllum hliðum áður en lagt er út í miklar fjárfest- ingar eða eru þeir ennþá með glýju í augunum af auglýsinga- skrumi og hástemmdum yfirlýs- ingum sölumanna? I þessari grein ætla ég að skoða atriði sem athuga þarf áður en lagt er af stað, ásamt því að skoða helstu mál sem brenna á þessum geira iðnaðar- ins. Plötusetningartækni er alls ekki ný af nálinni, heldur var fyrst farið að gera tilraunir með hana f kringum 1977. Ýmislegt varð þó til þess að kæfa þá til- raun í fæðingu svo að það var ekki fyrr en á DRUPA 95 að hitna fór í kolunum. Venjuleg prentfyrirtæki áttu í erfiðleikum með að tengja allt verkferlið saman og plötutakan var far- in að verða flöskuháls bæði í gæðum og framleiðsluhraða. Eitt stærsta vandamálið hefur ver- ið að þróa plötur sem eru betri en hefðbundnar plötur. Plötuskrifarar Eins og málum er nú háttað er reiknað með að ritar, sem nota hita (830 nm+) til þess að rita plötumar, verði ofan á, margar aðrar gerðir em til en ýmsar ástæður hafa orðið til þess að hita- tæknin hefur náð fótfestu. Hún hefur það fram yfir rita sem nota ljós (<670 nm) til setningarinnar að plötumar em ekki viðkvæmar fyrir dagsljósi og gefa mun betri teikningu í smáatriðum en ef not- ast er við plötur sem svara ljósi. Ennig ber að hafa það í huga að það er ekki alltaf besta tæknin sem verður ofan á heldur fer það meira eftir því hvaða aðilar eru á bak við hverja aðferð. Þetta hefur verið margsannað og er nóg að nefna keppnina á milli VHS-kerfisins og BETA MAX á myndbandamarkaðnum, allir vissu að BETA var betri staðall en samt var veðjað á VHS af því að fólkið sem hafði eytt peningum í að þróa VHS vann á markaðssetn- ingu sinnar vöru. Samkvæmt þessari kenningu eru hitaritamir líklegri til að verða ofan á, aðilar eins og Heidelberg (Creo), Scitex og Agfa eru allir sannfærðir um að þetta sé rétti hesturinn til að veðja á. Líklegt er að þegar ný tegund platna, sem þurfa enga framköllun, kemur á markaðinn á næsta ári þá verði það til þess að festa þessa aðferð enn frekar í sessi. Til þess að skoða hvernig plötusetningarferlið gengur fyrir sig ætla ég að líta á plötu sem KODAK hefur sett á markaðinn og er gædd þeirri náttúm að bæði er hægt setja beint á hana og líka hægt að lýsa hana í venjulegum ramma (UV). Platan er næm fyrir innrauðum leysigeisla (830 nm) sem bindur polymer-agnirnar saman við lýsingu og þannig myndast farfasvæðið. Þegar hita- plötur eru notaðar er engin hætta á yfir- eða undirlýsingu vegna þess PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.