Prentarinn - 01.06.2000, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.06.2000, Blaðsíða 6
Kristján Hreinsson skáld Ég virðist eiga því kaldhæðnis- lega láni að fagna, að í hvert sinn er ég gef út bók þá eignast sú út- gáfa sína hrakfallasögu. Ekki það að bækur mínar veki almennt slíka athygli að dómar brjóti mig niður eða breyti högum mínum á annan hátt. Nei, það hefur nefni- lega elt mig frá fyrsta degi grát- brosleg hegðun forlaganoma og örlagadísa þegar ég hef viljað koma samskiptum mínum við skáldagyðjuna á prent. Þegar ég var 16 ára ákvað ég að gefa út ljóðabók, ég hafði þá ort mitt fyrsta ljóð og þegar þessi ákvörðun hafði verið tekin orti ég nokkur til viðbótar, raðaði þeim upp og kallaði röðina ljóðabók. Ljóðabókin fékk svo nafnið Mál- verk. Þegar ég kom með vélrituð blöð í Prentsmiðjuna Hóla leist mönnum ágætlega á gripinn og var mér tjáð hversu mikið myndi kosta að prenta 1500 eintök. Mér varð ljóst að orgelið mitt yrði að selja ef bókin átti að koma út, og sú varð raunin. Er menn voru að setja bókina var ég spurður, hvort ég ekki vildi hafa mynd af mér á bakhlið og texta undir myndinni. Þetta þótti mér við hæfi, fór til ljósmyndara, lét hann taka mynd af hárprúðu ungmenni og með nýframkallaða mynd fór ég í strætó útá Nes. I prentsmiðjunni sauð ég svo sam- an stuttan texta og ritaði meðal annars: „Hann hefur að mestu dvalist í Kópavogi frá fæðingu." Þegar þetta var svo vélritað í prentsmiðjunni gleymdist að vél- rita orðin „að mestu“, þannig að aftaná minni fyrstu bók var ég sagður hafa dvalist í Kópavogi alla mfna daga. Lengi vel kenndi ég hjálpsamri, ungri konu sem vann á skrifstofu prentsmiðjunnar um þessi mistök, en sjálfur var ég tilbúinn að taka á mig málvillur, bragvillur og stafsetningarvillur í innihaldinu. I dag tek ég á mig alla þá gleði sem fyrsta bókin mín veitti mér, enda seldust þessi 1500 eintök öli sem eitt - kannski vegna þess að bókin var sögð skrifuð af manni sem hafði dvalið í Kópavogi í ein sautján ár. En gráglettni örlaganna lét ekki við fyrstu bók mína sitja, því þeg- ar árið 1975 gekk í garð var ég ákveðinn í að gefa út tvær bækur, énda hafði ég ort hundruð ljóða sumarið ‘74. 6 ■ PRENTARINN Þegar ég hafði valið úr bunkan- um það sem mér þótti merkur skáldskapur, taldi ég mig vera kominn með tvær bækur sem fengu nöfnin Og og Friðryk. Ég fékk vin minn til að teikna kápur og áðuren ég fór uppí Letur til að láta fjölrita meistaraverkin fór ég niðrá Klapparstíg, en þar bjuggu þá þrjár vinkonur mínar. Tveimur þeirra ágætu vinkvenna minna fól ég það merka starf að vélrita her- legheitin. Þetta var framkvæmt á fagmannlegan hátt og urðum við á það sátt að þriðja vinkonan myndi leiðrétta verkin áðuren til fjölritunar kæmi. Einsog ráð var fyrir gert mætti ég til Sigurjóns í Letri og var mér fagnað vel og innilega. Ég sýndi þar mönnunt hvemig bækumar áttu að líta út, rissaði nokkrar teikningar inná milli ljóða og sagði mönnum að eitthvað þessu líkt myndi prýða síðurnar. Frumrit mín voru ljósrituð og gerð prufu- eintök bókanna. Um það var samið að ég myndi sjálfur sjá um að hefta bækurnar þegar þar að kæmi, svona til að halda kostnaði niðri. Mér var nú sagt hversu mikið ég ætti að greiða fyrir fjöl- ritunina og svo var mér ráðlagt að láta prófarkalesara fara yfír verk- in en skila síðan inn þeim hand- ritum sem ég vildi að unnið yrði eftir. Þessu tók ég öllu vel, enda var orðið próförk orðið mér þjált í munni - svo vanur var ég öllum háttum, enda með aðra og þriðju bók í framleiðslu. Nú fór ég til vinkonu minnar og fól henni að lesa yfir handritin. Ég kom svo í Letur snemma morguns nokkrum dögum síðar og var mér enn og aftur fagnað. En sem ég reiði fram leiðrétt handrit, sem Þórunn vinkona mín hafði grandgæfilega yfirfarið, þá var mér tjáð að nú væri einum of seint að gera breytingar, því búið væri að fjölrita bækumar og verið að bíða eftir því einu að ég tæki til við að hefta þær saman. Ekki get ég nú sagt að ég hafi glaðst við þessi tíðindi, en brosmilt andlit tjáði mér að nú væri sko ekki aldeilis rétti tíminn til að örvænta, því ég gæti útbúið leiðréttingamiða sem hægt væri að líma í bækurnar, og ég gæti enn og aftur lækkað kostnaðinn með því að líma miðana sjálfur í hvert eintak fyrir sig. Þama sat ég svo tímunum sam- an með bækur sem ég ætlaði

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.