Prentarinn - 01.06.2000, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.06.2000, Blaðsíða 18
Jakob Viöar Cuömundsson Þaö þykir ekki tiltökumál nú á dögum þegar menn taka sig upp og flytja búferlum til útlanda, en fyrir 50 árum var þetta töluvert meira. Þorsteinn Guömundsson og kona hans Margrét Jónasdóttir fluttu til Winnipeg áriö 1954 meö börn og bú og komu alkomin heim fyrir fimm árum. Ég hitti þau hjón fyrir stuttu og baö Þorstein aö segja mér sögu sína. Þeir eru búnir eð ráða annan setiara „Ég tók sveinspróf 1946 og var þá í Isafold og starfaði þar. Þá var ég spurður að því hvort ég hefði ekki áhuga á að flytja til Winnipeg og starfa sem vélsetjari þar, kannski í tvö ár. Þegar ég kom heim sagði ég konunni minni frá þessu og við hugsuðum okkur um í tvo eða þrjá daga og við ákváðum að fara. Svona byrj- aði þetta og við förum út 2. febrúar 1954. Við urðum náttúru- lega að fá alla pappíra í lag áður en við fórum til New York. Það tók dálítinn tíma en hafðist nú samt. Eftir að hafa stoppað nokkra daga í New York héldum við til Winnipeg og þar var tekið á móti okkur og þar fékk ég þessa frétt hjá einum meðeiganda í Col- umbia Press, þar sem Lögberg er gefið út: „Ég hef nú ekki sérstak- lega góðar fréttir handa þér, þeir eru búnir að ráða annan setjara." Og þarna var ég kominn út með fjölskylduna og stóð uppi at- vinnulaus. En sem betur fer rætt- ist úr, því að þessi maður benti mér á að fara á annað stórblað í Winnipeg og tala við menn þar. Við höfðum fengið íbúð og eftir 18 ■ PRENTARINN að hafa jafnað okkur á hlutunum í nokkra daga þá fór ég niður á þetta blað, Winnipeg Tribune, og spurði um verkstjórann í setjara- salnunt. Hann var mjög almenni- legur og ég sagði honum að ég væri að leita mér að vinnu, ég væri vélsetjari frá íslandi. „Sestu héma við þessa Inter- type vél og sýndu mér hvað þú getur gert.“ Ég var nú nervös eins og þú getur ímyndað þér. Ég gat lesið ensku og skrifað hana ágæt- lega en hafði litla æfingu í að tala hana nema hvað ég sest niður og hann kemur með sem svarar dálk í dagblaði, sumt af því var vélrit- að og það höfðu verið handskrif- aðar ýmsar athugasemdir og breytingar. Þetta var svipuð vél og ég hafði verið á í ísafold og ég reyndi að gera sem minnstar villur og fór hægt, en hann stóð yfir mér allan tímann en mér tókst að komast í gegnum þetta og þá bað hann mig um að taka próförk af þessu. Ég gerði það og hann fór með próförkina inná skrifstofuna hjá sér og las hana yfir, síðan kemur hann út aftur og segir „Það eru nú sama og engar villur í þessu hjá þér“ og segir

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.