Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 8
Ingibjörg Ingadóttir verkefnastjóri Mekkano Um daginn fékk ég inn um lúg- una hjá mér bækling með uppiýs- ingum um nám Margmiðlunar- skólans. Eg las bæklinginn ræki- lega, því ég á sambærilegt nám að baki í Danmörku og vildi bera námið þar saman við það sem boðið er upp á hér heima. Ég vissi reyndar af skólanum en hafði ekki kynnt mér hvað hér er nákvæmlega boðið upp á. Það kom mér skemmtilega á óvart hve fjölbreytt og áhugavert námsefnið reyndist vera. Sérstak- lega er ég hrifin af því að fólki gefst kostur á því að sérmennta sig í stjórnun innan þessa geira, sem er að mörgu leyti ólíkur öðru framleiðsluumhverfi. Hér er á ferðinni nám sem hingað til hefur einungis verið í boði erlendis, og hefði þessi kost- ur staðið til boða árið 1996 hefði ég sloppið við að rífa fjölskyld- una upp með rótum og standa í rándýrum flutningum á milli landa ásamt tilheyrandi umróti. Prentsmi&ur í víking Sjálf hef ég að baki stúdents- próf en einnig er ég prentsmiður og starfaði sem slíkur hjá DV og síðar ísafoldarprentsmiðju. Þar kom þó að mig langaði til að Forskot o nýjom vettvongi bæta við mig til að fá aukna möguleika á skemmtilegu starfi og gerði ég það með því að sækja nokkur námskeið hjá Prenttækni- stofnun. Þar var úr mörgu að velja og ég fann þar námskeið í hönnun, gerð lógóa og notkun ýmissa forrita sem ég sá fram á að gætu komið sér vel. Þar kom þó að ég sá ekki fram á að geta bætt við kunnáttu mína frekar í því sem hugurinn stóð til hér heima og hélt ég því í víking til Danmerkur. Hugurinn stóð til grafískrar hönnunar og fór ég í inntökupróf í Den grafiske Hjíjskole og Dan- marks Designskole. Ég fékk fljót- lega að vita að ég hefði ekki sloppið í gegn um nálaraugað í Den grafiske Hpjskole og á með- an ég beið spennt eftir svari um það hvort ég hefði komist inn í Danmarks Designskole, rakst ég á auglýsingu um nýtt tveggja ára nám í stjórnun margmiðlunar sem verið var að setja á laggimar. Kröfurnar voru að umsækjandinn hefði stúdentspróf, einhverja sér- menntun og a.m.k. tveggja ára starfsreynslu á hinum almenna vinnumarkaði (helst í þeirri sér- grein sem viðkomandi hafði menntað sig í). 8 ■ PRENTARINN Spennandi möguleiki Þarna sá ég fýsilegan kost. Ég hafði allt sem þurfti til að fá inn- göngu og þar að auki fannst mér mun álitlegra að vera tvö ár að læra eitthvað gagnlegt sem gaf von um háar tekjur, heldur en að verja fimm árum í hönnun. Sem sagt, þá sótti ég um, komst inn og varði næstu tveim árum í Kpbenhavns tekniske skole að læra að verða „Medie- koordinator" eða „New Media Manager“. Ég hef enn ekki fund- ið neitt gott orð yfir þetta starfs- heiti og kalla mig því ekki neitt sérstakt, en í núverandi starfi mínu er ég titluð ráðgjafi og verk- efnisstjóri. Námib Það verður að segjast eins og er, að í fyrstu var kennslan frekar ómarkviss og ég var mjög efins um það að kennaramir vissu yfir höfuð hvert þeir ætluðu sér að leiða okkur. Það kom þó á daginn að þessi kennsluaðferð var liður í því að venja okkur við stressið og óvissuna sem mjög oft fylgir þessum geira. Oft eru teknar ákvarðanir sem breyta öllu sem áður var búið að ákveða og þá þarf oft skipulagshæfileika og getu til að grípa skjótt inn í ferl- ið, áður en margra daga vinna tapast. Námsgreinamar vom unnar í verkefnum (projekt) og að loknu

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.