Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.10.2000, Blaðsíða 12
Miðdalurinn skartabi sínu fegursta nú í októberbyrj- un þegar undirritabur lagbi leib sína þangab. Clampandi sólskin og haustlitaskrúbib meb eindæmum. Erindib austur var ab ræba vib umsjónar- menn orlofssvæbisins, þau Miu Nordby Jensen og Bjarna Daníel Daníelsson, um lífib og tilveruna og hvernig þab er ab starfa meb 900 yfirmenn. Mia sem er fædd og uppalin í Danmörku, nánar tiltekið í Hille- rpd sem er rétt fyrir norðan Kaup- mannahöfn, er búin að vera á Is- landi í 10 ár. Hún ákvað það bam að aldri að þegar hún yrði stór ætlaði hún að vinna með hesta. Níu ára gömul komst hún í kynni við íslenska hestinn og féll fyrir honum, ákvað að þetta væri hest- urinn sem hún vildi vinna með. 16 ára ræður hún sig sem ráðs- konu á bæ á Islandi, Brú í Austur- Landeyjum, til þess að geta sinnt þessu áhugamáli sínu og er þar í eitt ár. Það var einhvem tíma á þessu tímabili að haldinn var dansleikur í sveitinni og á þennan dansleik kom ungur maður, bú- settur á Laugarvatni, Bjarni, sem fékk far með kvenfélagsrútu á ballið. Til að gera langa sögu stutta felldu þau saman hugi og hafa deilt saman súru og sætu síð- an. Þau giftu sig í Miðdalskirkju 1996 og eiga saman tvö myndar- börn, þau Þorstein 9 ára og Daní- elu Karen 7 ára. „Við komum hér ‘94 og byrjum þá að vinna við golfvöllinn, slá hann. Þetta voru þá ekkert nema tún en við mörk- uðum þessar brautir sem enn eru og slógum einhver frímerki sem áttu að heita grín. Síðan var að taka húsið í gegn. Við byrjuðum þegar Birkir, ábúandinn á undan okkur, fór út. Húsið var í mjög slæmu ástandi og þá þurfti að mála, skipta um gólfefni og eld- húsinnréttingu og við gerðum þetta gegn því að FBM keypti málningu og gólfefni og slíkt. Það gekk mjög vel og öll okkar sam- skipti og samvinna hundrað pró- sent. Mia er hér í fullu starfi frá 15. maí til 15. september við það að hirða tjaldsvæðið og sjá um orlofshúsin. Það hefur alltaf verið aukastarfsmaður hér yfir háanna- tímann í einn mánuð eða svo og frá ‘97 hef ég (Bjarni) tekið það starf að mér. Annars var ég í vinnu á Laugarvatni hjá honum Tomma sem er smiður og margir sumarbústaðaeigendur hér kann- ast við, en síðustu ár hef ég unnið hjá Guðmundi Böðvarssyni gröfukalli. Þar áður var ég starfs- maður hér við golfvöllinn í ein þrjú sumur. Undanfarin ár hefur Mia unnið í mötuneyti mennta- skólans en hefur nú alfarið snúið sér að tamningum og skóla- keyrslu. Við sjáum líka um or- lofssvæðið á veturna. Þó svo að við séuni bara á launum frá félag- inu í fjóra mánuði þá reiknast þetta vetrarstaf bara upp í húsa- leigu. Við förum minnst tvisvar í viku og yfirförum orlofshúsin, tökum rusl og slíkt og sjáum um 12 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.