Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 14
 •m ■ .. k ■ ij| . Jf_J| í !j& œm ■ ?:) mt It : w J|riöpv I'J * ilV t M Starfsfólk Prentmets fyrir framan nýjustu vélJýrirtœkisins Roland 305. Á myndina vantar: Einar Óla Einarsson, Olgeir Marinósson og Karl Guðmundsson. -Tákn nýnrct tfma- Bragi K. Guðmundsson og OddgeirÞór Gunnarsson við stafrænuprentvélina Xeikon DCP-50 Prentmet var stofnað 1992 og er því rúmlega átta ára gamalt fyrirtæki. Hjónin Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir eru stoíhendur íyrirtækisins og jafnframt eigendur. Guðmundurog Ingibjörg eru rekstrarfræðingar að mennt auk þess sem Guðmundur er prentsmiður. í gegnum árin hefur starfsemin aukist jafnt og þétt og starfa nú um 24 manns hjá Prentmet. Forvinnsla meb persónulega þjónustu Fyrstu árin þjónaði fyrirtækið viðskiptavinum með forvinnslu prentgripa. Filmuútkeyrsla og útvegun prentunar voru þeir þættir sem Guðmundur sá einn um til að byrja með og á meðan sá Ingibjörg um bókhaldsvinnuna. Smám saman óx umfangið og Prentmet réði til sín hvem starfsmanninn á fætur öðrum. Prentmet hefur alltaf lagt áherslu að nota besta hugsanlegan tækjakost sem völ er á. Litgreining, ProScript og Photoshopvinna fer nú ffam í fullkomnasta búnaði sem völ er á. Prentmet keyrir alla sína tölvuvinnslu á G4 Mac vélum. Hrabþjónusta í prentun Árið 1995 keypti Prentmet prentsmiðju GÓ og einnig nýja 5 lita Roland 100 prentvél. Fram að þeim tíma hafði Prentmet verið í samstarfi við GÓ prentsmiðju. Strax í byijun prentsmiðjurekstursins lagði Prentmet áherslu á hraða, gæði og persónulega þjónustu. Fljótlega sáu eigendur og starfsmenn Prentmets aukna þörf fyrir prentun á markaðnum og festu kaup á annarri 5 lita Roland prentvél árið 1998. Á árinu sem er að líða hefur fyrirtækið hins vegar fært vemlega út kvíamar og bíður nú eftir tveimur nýjum prentvélum, Roland 704 og Heidelberg GTO, 4 lita prentvélum. I nóvembermánuði tók Prentmet í notkun fullkomnustu 5 lita Roland prentvélina á íslandi, Roland 305. Sú vél er búin tveimur viðsnúningum og þurrkbúnaði með innrauðu ljósi sem flýtir fyrir þurrkun prentarkar- innar. Um er að ræða allt að 60% styttri þurrktíma á prentörkinni prentaðri í Roland 305 prentvélinni. Stafræn prentun Undanfarin ár hefur stafr æn prentun verið að ryðja sér til rúms. Prentmet festi kaup á Xeikon prentvél í bytjun árs 2000. Xeikon DCP/50D prentar á 50 sm breiðan streng og getur prentað allt að 11 metrum beggja vegna á pappírinn í sömu umferðinni. Mismunandi efnisgerðir em í boði í stafrænni prentun; allt frá 100 g pappír upp í 250 g pappír auk plastfólía og transparentfólía í mismunandi gerðum ásamt límpappír. Einn af meginkostum stafrænnar prentunar er styttri prenttími og hagstæðari vinnsla í smærri upplögum. Einnig em ýmsir möguleikar í boði fyrir hugmynda- Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Pétur R. Pétursson i móttöku. 14 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.