Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.12.2000, Blaðsíða 16
árið 2000 Svanurlóhannesson Á degi íslenskrar tungu 16. nóv- ember s.l. var sýningin „Frá huga til hugar“, saga prentlistar og bókaútgáfu á Islandi, opnuð af biskupi Islands í Þjóðarbókhlöð- unni. Þessi sýning er með sér- stakri áherslu á útgáfu Biblíunnar og verður hún opin til 31. janúar n.k. Þeir sem standa að sýningunni eru Félag bókagerðarmanna, Hið fslenska Biblíufélag, Landsbóka- safn Islands - Háskólabókasafn og Samtök iðnaðarins. Það þótti hlýða á kristnihátíðar- ári að staldra við og íhuga sam- leið kristni og þjóðar. Þar kemur prentlistin mikið við sögu. Hún auðveldaði dreifingu lesefnis til alls almennings og krafðist þess um leið að sem allra flestir yrðu læsir. Til að útbreiða fagnaðarer- indið og trúna á Jesú Krist var prentun bóka því mikilvægt atriði. Þetta sáu forsvarsmenn kirkjunnar fyrir og það var að tilhlutan Jóns biskups Arasonar að fyrsta prent- smiðjan var flutt til landsins og sett niður að Hólum í Hjaltadal á árunum 1525-1530. Fyrstu aldimar var kirkjan ein- ráð um prentun bóka og ritlinga og þess vegna voru það nær ein- göngu rit um trúarleg málefni sem prentuð voru. Almenningur var mikið til ólæs en fyrsta staf- rófskverið var prentað 1695. Það var samt ekki fyrr en um miðja 18. öld að lestrarkennsla var lög- fest og mikið átak gert til að kenna börnum að lesa. Þetta var auðvitað gert í þágu kristindóms- fræðslu og má segja að kristin trú hafi beinlínis varðveitt íslenska tungu og menningu í gegnum ald- irnar og verið stærsti þátturinn í að varðveita sjálfstæði landsins. Það sem vakti mesta athygli mína í sambandi við þessa sýn- ingu var það sem kom fram í er- indi Sigurðar Pálssonar sóknar- prests í Hallgrímsprestakalli, að íslenska var meðal 20 fyrstu þjóð- tungna heimsins sem öll Biblían var þýdd á. Islendingar hafa því verið mjög framarlega á þessu sviði, í menningarlegu tilliti, mið- að við ýmsar stærri og auðugri þjóðir. í dag hefur Biblían öll ver- ið þýdd á 366 tungumál. Þá má líka segja, að Islendingar hafi ver- ið fljótir að tileinka sér prentlist- ina, því við vorum rúmlega heilli öld á undan Finnum (1642) og Norðmönnum (1643) í þessu efni. Á sýningunni er reynt að draga upp mynd af ýmsu því sem varð- veist hefur af bókunt og tólum frá fyrri tíð, allt frá því að menn prentuðu með lausaletri í trépress- um og þar til tölvutæknin tók við. Merkilegustu bækurnar eru Biblí- ur Ragnars Fjalars Lárussonar, en hann hefur verið einn mesti Bibl- íusafnari landsins. Þama má sjá eina eintakið af Guðbrandsbiblíu sem vitað er um í heiminum þar sem upphafsstafir og myndir eru handlituð með rauðum lit. Enn- fremur er þarna Gústafs Vasa- Biblían frá 1540 og fyrsta danska Biblían frá 1550. Þá er þama prentgripur í eigu Ragnars Fjal- ars, sem er elsta bók á íslandi í dag og er frá því tímabili prent- sögunnar sem nefnt hefur verið vögguprent, en það em bækur sem em prentaðar fyrir árið 1500. Þá má ekki gleyma Biblíu Guten- bergs, sem er þarna í ljósprentuðu bandarísku útgáfunni frá 1961, f 16 ■ PRENTARINN tveimur eintökum og er ein fal- legasta bók sem út hefur verið gefin. Af tækjum og tólum er sýnt líkan af prentþröng eins og notuð var á dögum Gutenbergs og allt fram á 19. öld. Gamla prentvélin (170 ára gömul) sem Félag bóka- gerðarmanna á og er næsta þróun í tækni eftir Gutenbergspressuna var gerð upp fyrir þessa sýningu og er nú hægt að prenta í henni eins og ekkert hafi í skorist. Svo er nú Ingvari Bjarnasyni prentara fyrir að þakka. Gamla setjarapúlt- ið með lausaletrinu úr ísafold var lánað úr Árbæjarsafni og ýmsir fleiri gripir. Bráðum hálf öld er nú liðin frá því Guðbrandsbiblía var prentuð öðru sinni og frá þeim tíma (1956) eru sýndir nokkrir gripir, eins og myndamót- in sem þrykkt var með á kálf- skinnsbindin. Þá em myndir úr dánarbúi Hafsteins Guðmunds- sonar prentsmiðjustjóra, sem sýna prentara við iðju sína í Þýskalandi um 1500. Þær sóma sér vel bæði í stækkuðu formi í sýningarsalnum og í smækkaðri mynd í sýningar- skránni. Eins og áður sagði verður sýn- ingin opin til 31. janúar á næsta ári og hvet ég alla til að fara og sjá þessa merkilegu sýningu.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.