Prentarinn - 01.10.2001, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.10.2001, Blaðsíða 10
.. .lékk ég ekki einu sinni að skrifa undir ávísanirnar Jakob Viðar Guðmundsson Þegar undirritaður átti þess kost að dvelja í or- lofsíbúð FBM á Akureyri í júlí síðastliðnum þótti mér tilvalið að taka púlsinn á prentverkinu þar. Það hefur vakið mikla athygli hvað Ás- prent hefur vaxið og dafnað uppúr nánast engu og uppí að verða eitt af stærstu prentfyr- irtækjum landsins. Ég fór á fund Rósu V. Guð- mundsdóttur fram- kvæmdastjóra og bað hana um að segja mér frá þessu ævintýri öllu saman, en hún, ásamt eiginmanni sínum Kára, rekur fyrirtækið af miklum myndarskap. Hún tók mér einkar vel og við ræddum um heima og geima en þó að sjálfsögðu aðallega prentverk. Einnig sagði hún mér frá og sýndi mér eitt af sínum aðal- áhugamálum sem er grjót. En ég bað hana bara að byrja á byrjun- inni og segja mér frá því hvernig þetta hófst allt saman. Ævintýrið byrjaði árið '76. Kári var þá að vinna í Odda og honum bauðst vinna í Skjaldborg hér á Akureyri. Þetta var í desember og í janúar '77 skelltum við okkur hingað norður og keyptum okkur hús og okkur líkaði í alla staði mjög vel hér. Eg fékk þar einnig vinnu á bókbandinu. Síðan minnkaði vinnan í Skjaldborg og við sáum fram á það að það væri illmögulegt fyrir okkur að lifa af þessu. Ég var þá farin að vinna í frystihúsinu og líkaði það nú ekk- ert sérstaklega vel og þá sáum við auglýsta til sölu litla prentsmiðju sem var nreð einn Ricco íjölritara og einn gamlan dígul og þessa frægu Dagskrá. Hún var þá til sölu líka og var unnin í þessu fýr- irtæki. Hún var þá 6 síður en er í dag frá 80 til 116 síður fyrir jólin. Við ákveðum semsagt að kaupa þetta fyrirtæki og ég sagði við Kára að við gætum bara farið á hausinn með stæl heldur en að vera að deyja þetta hægt og ró- lega og flytja suður aftur með öllu því sem því fylgdi. Við hugsuðum okkur þetta sem eitt og hálft starf, Kári ætlaði að vinna allan daginn en ég hálfan en það breyttist nú fljótt og í dag eru hér 50 manns í vinnu og 14 þýðendur úti í bæ við að þýða bækur og 50 til 60 börn dreifa Dagskránni. Þetta er búið að vera eitt ævintýri frá upphafi. Það er nrjög gaman að horfa til baka og sjá fyrirtækið þróast úr nánast engu uppí það að vera fyrirtæki sem er með svona fjölbreytta framleiðslu. Við erum með 10 grafíska hönnuði og svo prentun, auðvitað, bókband og frágang. Það eru ekki margar prentsmiðjur sem eru með alla þessa línu: bóka- og tímaritaútgáfu, prentun, tölvupappírsprentun og bókband. Hvenœr kaupið þið POB? Það er '79 sem við kaupum Ás- prent og síðan erum við smátt og smátt búin að vera að færa okkur um húsnæði. Fyrst byrjuðum við í Gilinu, þar vorum við í 5 ár í 70- 80 fermetrum. Síðan flytjum við í Brekkugötuna í 130 fm. og erum þar í 5 ár, síðan flytjum við hing- að í Glerárgötuna '89 og höfum verið smátt og smátt að stækka hér við okkur og erum nú í 2000 fermetrum, en '95 þá kaupum við POB og það var gífurlega erfitt ár. Það gerðist mjög hratt og skemmtilega, en á sama tíma erum við að taka inn fjögurra lita prentvél líka, þannig að þetta voru mjög erfiðar vikur, að taka við heilu fyrirtæki í fullum rekstri og flytja það hingað uppeftir, kaupa húsnæði og koma öllu hingað inn. Þetta voru gífurleg átök, en á þremur mánuðum tókst okkur að sameina þessi tvö fyrir- tæki og koma öllu fólkinu og tækjunum hingað til okkar í Gler- árgötuna. Var ekki POB aðallega í bókaprentun? Þeir voru mikið í bókaprentun og þetta hentaði fyrirtækinu mjög vel. Við vorum komin með fjög- urra lita vél en þeir áttu tveggja lita vél og þeir voru mjög góðir i bókbandi og öllum frágangi á bókum, þetta var þeirra sérgrein, og þeir voru með mikið af góðu og vönduðu starfsfólki sem er náttúrulega gulls ígildi og megnið 10 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.