Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 22

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 22
Fálagsheimili bákagerðarmanna Finnur Thorlacius, arkitekt hússins. Húsið Hverfisgata 21 var byggt af bœjarfógetanum i Reykjavík, Jóni Magnússyni, árið 1912. Hann varð sióan fyrsti forscetisráðherra íslands 1917. Kristján konungur X og drottning hans Alexandrina heimsóttu ísland 1926 og gistu þá lijá forsœtisráóherruhjónunum á Hverfisgötu 21 meöan />au dvöldu í Reykjavík. Þegar konungur og drottning héldu heimleióis buóu />au Jóni Magnússyni og frú Þóru Jónsdóttur meó sér i siglingu á herskipinu „Niels Juul“ til Seyðisfjarðar. íþeirri för varð forsœtisráðherra bráðkvaddur á Norðfirði, 23.júní 1926. Þóra ekkja hans bjó áfram i liúsinu aó Hverfisgötu 21, en eignin var í eigu Jjölskyldu Jóns Magnússonar allt til haustsins 1940 að Sigurður Jónasson forstjóri Tóbakseinkasölu ríkisins keypti Itana af frú Þóru. ÍBÚPflHHÚS HK. B,T£ JflRFOGETfi IONS M.IONIÍSiONfll! Hið íslenska prentarafélag keypti síðan húsið af Sigurði Jónassyni. Eitt af því fyrsta sem prentarar gera eftir kaupin er að bjóða heiðurshjónunum Hallbirni Hall- dórssyni prentara og Kristínu Guðmundardóttur hárgreiðslu- meistara að búa í húsinu. Hjá þeim voru heimagangar félagar úr „Mjólkurfélagi heilagra", menn eins og Halldór Kiljan Lax- ness, Þórbergur Þórðarson og Vil- mundur Jónsson landlæknir. Margvísleg starfsemi hefur far- ið fram í húsinu. Skrifstofur bæj- arfógetans voru hér fyrstu árin. Afengisverslun ríkisins hafði skrifstofú sína hér. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis gekk hér sín fyrstu spor og Menningar- sjóður og Þjóðvinafélagið höfðu hér aðsetur. Eftir að prentarar keyptu húsið komu þeir sér upp skrifstofú þar í júní 1941. Jafn- framt var ýmsum aðilum leigð aðstaða fyrir starfsemi sína og verður þeirra getið síðar. I þessu 90 ára gamla húsi hafa því margs konar menningar- straumar leikið um sali. Sjálf- stæðisbaráttan og fullveldi lands- ins áttu hér rætur. Bókaútgáfa og Ijármálafyrirtæki höfðu hér samastað, en síðast en ekki síst 22 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.