Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 10
Gaman í vinnunni Félagslíf í Hvíta húsinu Andrúmsloft á vinnustað skiptir auglýsingastofu miklu máli. Auglýsingagerð byggist alfarið á starfsfólkinu, einstaklingunum, hvernig þeim Líður og hvort þeir eru í góðu stuði. Fólk í góðu stuði gerir góða hluti. Svo einfalt er það. Á Hvíta húsinu hefur frá upphafi veriö tekið mark á þessum gömlu sannindum og reynt að gera andrúmsloftið sem skemmtilegast með margvíslegum uppákomum og öðru sem vekur starfsánægju og vellíðan. Þetta hefur greinilega skilaó bærilegum árangri því Hvíta húsió var í 9. sæti á landsvísu í síðustu könnun VR á ánægju starfsmanna á vinnustaó. Hjá Hvíta húsinu vinna 25 manns. Við kjósum að líta svo á að allt okkar starf sé skapandi og til aó tryggja að svo sé höfum viö látið okkur annt hvert um annað og erum öll vakandi fyrir skemmtilegum hugmyndum. Sumar koma upp og eru framkvæmdar fyrirvaralaust að frumkvæði þeirra starfsmanna sem áttu hugdettuna, aðrar krefjast meiri undirbúnings og tilkostnaðar, ýmist meö aðstoð starfsmannafélagsins okkar, KGB, eða stofunnar sjálfrar. Sumar uppákomur eru einstakur atburöur en aðrar eru fastir lióir sem starfsmenn hlakka til allt árið. Dæmi um slíka fasta vióburði er griUhátíð á vorin, árlegt golfmót, haustferð, ýmist dagsferð innanlands eóa helgarferð með mökum til útlanda, allt eftir áhuga og efnahags- ástandi hverju sinni. Auglýsingahátíð SÍA, sem er árshátíó í faginu, vinavika sem er haldin í byrjun desember og endar með jólagleói þar sem er m.a. fluttur annáll ársins og önnur heimatilbúin skemmtiatriói, jólaföndur og svo er rúsínan í pylsuendanum uppskeruhátíð auglýsingafólks á íslandi á IMARK- deginum þegar valdar eru bestu auglýsingar ársins. Um kvöldiðförum við svo saman út að boróa í boði stofunnarog höldum (oftast) þannig upp á sigra dagsins. Stundum kemur auóvitað fyrir að nauðsynlegt reynist að hnika til tímasetningum á einhverjum þessara föstu liða, jafnvel fella niður grillveislu eða jólaföndur ef verkefnastaðan gefur ekki svigrúm - vió erum jú fyrst og fremst vinnustaður! Fyrirkomulag sumra atburða er (lauslega) árangurstengt, sem hleypir kappi í okkur öll, aórir hafa engin æðri markmið en tilbreytingu og smá fjör. Segja má að haustferðin sé hápunkturinn á félagsstarfinu. Starfsmenn Leggja mánaðarLega í sameiginLegan haustferðarsjóð og með mótframLagi Hvíta hússins er öLLum gert kLeift aó fara með hvernig sem stendur á. Og við Látum ferðir Myndirnar eru teknar í Prag í síðustu haustferð Hvíta hússins. 10 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.