Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 16
Morgunbla&ib vann nú á dögunum verblaun sem IFRA, alþjóbasamtök dag- blabaútgefenda, veita annab hvert ár fyrir gæbastjórnun. Keppnin var fyrst haldin 1994 og þab var ungur Finni, sem heitir Niko Ruokosuo, sem var upphafsmaburinn ab þessari keppni. Hann var þá nýrábinn til starfa hjá IFRA og hann fékk þá hjá IFRA til ab koma þessu af stab. Hann sá ab dagblöb- in voru meira og meira ab fara yfir í lit og þab vantabi einhverja kennslu, fróbleik og hvata til þess ab menn gerbu þetta betur en þeir voru ab gera í þá daga, og þá ákvab IFRA ab setja þessa keppni af stab. í fyrsta skipti tóku 72 blöð þátt í keppninni, en hjá IFRA var í upp- hafi ákveðið að kröfurnar yrðu mjög miklar og fallhlutfallið yrði hátt, ekki ósvipað og í lækna- deildinni þar sem fyrirséð er að aðeins brot af þeim sem reyna kemst í gegn. Af þessum 72 blöð- um sem tóku þátt í fyrsta skipti voru aðeins 16 sem stóðust prófið og Morgunblaðið eitt þeirra. Eitt af því sem var ákveðið í fram- haldinu var að prófið yrði þyngt og fleiri atriði tekin inn til þess að menn gerðu betur. Árið 2002 tóku 156 dagblöð þátt og 50 stóðust prófið. En hvernig fer keppnin sjálf fram? I stuttu máli má segja að hún skiptist í þrjá hluta: í fyrsta lagi þurfa keppendur að taka frá öll blöð sem þeir framleiða í ein- hverjum mánuði og dómnefnd biður síðan um einhverja íjóra daga á þessu tímabili sem kepp- endur senda inn. Þá fara sérífæð- ingar í gegnum framleiðsluna og leita að einhverskonar prentgöll- um, s.s. misregisteri, óhreinindum og öðrum tæknilegum þáttum. Næsta grein keppninnar fer þannig fram að keppendur fá allir sömu myndir til að prenta. Aðra eiga þeir að gera eins líka origin- alnum og hægt er en hin myndin er slök að gæðum og eiga menn að reyna að gera hana eins góða og hægt er. Þetta atriði reynir mikið á litgreiningarmanninn og að allar stiliingar á skjánum séu réttar og svo að menn prenti eftir ákveðnum gildum. í þriðja lagi er skoðaður m.a. gráballansinn, punktastærð á milli lita, en hún má ekki vera meiri en þrjú pró- sent til að fá fullt skor. Gammut- mælingar eru gerðar ásamt ýmsu öðru er viðkemur staðlinum. Það má geta þess að þessi keppni er farin að hafa áhrif með- al framleiðenda (prentvéla, papp- írs, farfa og plötu o.s.frv.) þannig að nú eru þeir farnir að tala um í fréttabréfum að svo og svo margir af þeim sem hlutu verðlaun noti þeirra vöru. Morgunblaðið hefur alltaf, utan einu sinni, náó þessu prófi þegar þessi keppni hefur verió haldin en það er ljóst að í keppni sem þess- ari, þar sem fallhlutfallið er 2/3 og jafnvel meira, verður að hafa fyrir hlutunum. Að sögn þeirra Morgunblaðsmanna hefur þetta fyrst og fremst verið lærdómur og með góðri samvinnu manna hefur þetta tekist og þekkingin aukist gríðarlega.Og þessi árangur þeirra er farinn að vekja athygli erlendis og í tvígang á þessu ári hafa þeir verið fengnir til þess að fara til útlanda, annars vegar til London og hins vegar til Finnlands, og halda fyrirlestra um color mana- gement kerfi Morgunblaðsins. Það er ástæða til að óska þeim Morgunblaðsmönnum til ham- ingju með þennan frábæra árang- ur þeirra og til að forvitnast að- eins betur um hvernig þessum góða árangri var náð og honum viðhaldið bað ég Sölva Ólafsson að segja mér hvernig þeir fara að þessu. Hvernig fer Morgunblabib ab því ab fá IFRA verb- laun? Enginn fær IFRA verðlaun bara með því að prenta vel. Góð prent- un í prentsmiðju Morgunblaðsins snýst um að prenta samkvæmt hússtaðli. En meira þarf til að prentgripur líti vel út. Ef for- vinnslan er til dæmis ekki löguð að prentvélinni og þeirri vinnu 16 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.