Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.04.2003, Blaðsíða 6
Alþý&usamband íslands eru heildarsamtök launa- fólks. Félagsmenn í ASÍ eru ríflega 80.000 í 6 landssamböndum og tæp- lega 90 abildarfélögum um land allt. Félagsmenn í abildarfélögum ASI eru starfandi á flestum sviöum samfélagsins, á almennum vinnumarkaöi og hjá ríki og sveitarfélögum. Al- þýbusambandiö berst fyrir bættum kjörum félags- manna sinna og stendur vörb um réttindi þeirra. Nýir tímar kalla á aukið afl verkalýðshreyfingarinnar til margra verka. Alþýðusambandið vill byggja upp samfélag jafnaðar, réttlætis og velferðar - samfélag þar sem undirstaða góðra lífskjara er öflugt atvinnulíf sem býður launafólki upp á trygga atvinnu, góð störf og góð kjör. Við viljum fjölskylduvænan vinnumarkað sem byggist á traustum réttindum launafólks, þekkingu og hæfni, þar sem saman fara þátttaka á vinnumarkaði, íjölskyldu- og einkalíf og réttur og möguleikar til símenntunar. Hvab er ASÍ? Alþýðusamband Islands eru stærstu og öflugustu heildarsam- tök launafólks á Islandi sem sækja styrk sinn til samstarfs og samstöðu aðildarsamtakanna. Al- þýðusamband Islands er afl í stöðugri endurnýjun. Það er hlut- verk ASI að taka virkan þátt í að móta síbreytilegt samfélag út frá hagsmunum og þörfum launa- fólks. Alþýðusambandið er bak- hjarl og sameiningarafl aðildarfé- laga sinna og miðlar upplýsingum bæði til félaganna og út á við í samfélaginu. Verkefni ASÍ eru fjölþætt: ■ ASI er samnefnari og sam- starfsvettvangur þeirra lands- sambanda og stéttarfélaga sem eiga aðild að sambandinu. ■ ASI er vettvangur fyrir þekk- ingaruppbyggingu og stefnu- mótun í sameiginlegum málum er varða hagsmuni launafólks í víðasta skilningi. Það gildir m.a. um efnahags-, atvinnu-, vinnumarkaðs- og félagsmál og almenna velferð launafólks. Þá hefúr ASI lagt sig sérstak- lega eftir að byggja upp þekk- ingu á Evrópumálum, taka virkan þátt í stefnumótun á þeim vettvangi og fylgja því eftir að íslenskt launafólk njóti þeirra réttinda sem Evrópu- samvinnan getur skilað. ■ ASI kemur fram fyrir hönd að- ildarsamtaka sinna í sameigin- legum málum m.a. gagnvart stjórnvöldum, samtökum at- vinnurekenda, alþjóðasamtök- um og stofnunum og öðrurn samtökum launafólks. ■ ASÍ veitir aðildarsamtökum sínum, landssamböndum og aðildarfélögum, margháttaða þjónustu og aðstoðar þau við að styrkja eigin starfsemi. Þetta gildir um upplýsinga- starfsemi af ýmsu tagi, nám- skeiðahald fyrir forystumenn, starfsmenn og trúnaðarmenn aðildarsamtakanna og faglega aðstoð og ráðgjöf. Valdib í ASÍ Æðsta vald í málefnum Al- þýðusambands Islands er hjá árs- fundi sambandsins sem haldinn er fyrir lok októbermánaðar ár hvert. Þar eru mótaðar helstu línur i stefnu og starfsemi sambandsins næstu mánuði og misseri og for- ysta sambandsins kosin. Arsfund- inn sækja um 260 fúlltrúar aðild- arfélaga sambandsins frá öllum aðildarfélögum þess í hlutfalli við stærð þeirra. Arsfundurinn kýs forseta, vara- forseta og 13 fulltrúa í miðstjórn ASI. Miðstjómin fer með málefni sambandsins á milli ársfunda og hittist að jafnaði tvisvar í mánuði yfir vetrarmánuðina. Miðstjórn ASÍ ber ábyrgð á undirbúningi undir ársfundina og stefnumótun og sér um að ákvörðunum árs- íúnda sé fylgt eftir auk þess að leiða starf sambandsins. Starfsnefndir miðstjórnar ASÍ eru mikilvægur þáttur í allri mál- efnavinnu og stefnumótun á vett- vangi Alþýðusambandsins. Þær hafa frumkvæði að stefnumótun ASÍ hver á sínu sviði og fylgja eftir samþykktum miðstjórnar og ársfunda. Heiti nefndanna gefur góða hugmynd um verkefni þeirra en þær eru eftirfarandi: ■ Alþjóðanefnd ■ Atvinnumálanefnd ■ Jafnréttis- og íjölskyldunefnd ■ Kjara- og skattanefnd ■ Mennta- og útbreiðslunefnd ■ Skipulags- og starfsháttanefnd ■ Velferðarnefnd ■ Vinnuréttar- og vinnumarkaðs- nefnd í málefnanefndunum starfa, auk fulltrúa miðstjórnar, fulltrúar frá landssamböndum innan ASÍ, landsfélögum með beina aðild og starfsmaður af skrifstofu ASÍ. ASI sem málsvari launafólks Þau mál sem Alþýðusambandið beitir sér fyrir og hefur afskipti af eru margvísleg og snerta nánast öll svið samfélagsins enda Ijóst að hagsmunir launafólks liggja víða. Þá á ASI samskipti við mik- inn ijölda stofnana, samtaka og einstaklinga vegna starfsemi sinn- ar. Til að skýra hvað átt er við má nefha: Alþingi. ASÍ á mikil samskipti við þingmenn og nefndir Alþing- is. Leitað er eftir upplýsingum og skoðunum Alþýðusambandsins á miklum fjölda mála sem koma fyrir þingið ár hvert, auk þess sem ASÍ hefúr sjálft frumkvæði að slíku þegar það varðar hags- muni launafólks með einhverjum hætti. Þannig veitir ASÍ umsagnir um þingmál og gefúr álit sitt með skriflegum hætti og á fundum þingnefnda. Sem dæmi má nefna fjárlögin ár hvert, skattamál og málefni er varða sérstaklega vinnumarkaðinn, atvinnu- og fé- lagsmál. Stjórnvöld. ASI kemur fram fyrir hönd launafólks í samskipt- um við stjórnvöld. Þannig eiga fúlltrúar ASI sæti í fjölda nefnda og stjórnum stofnana á vegum hins opinbera þar sem hlutverk þeirra er að gæta hagsmuna launafólks við undirbúning lög- gjafar og framkvæmd. Sem dæmi má nefna: Vinnueftirlitið, Ábyrgðarsjóð launa, Atvinnuleys- istryggingasjóð, Starfsmenntaráð, Vinnumálastofnun, Vísinda- og tækniráð og þríhliðanefnd um Al- þjóðavinnumálastofnunina. Samtök atvinnurekenda. ASÍ kemur fram fýrir hönd samtaka sinna í sameiginlegum málum gagnvart samtökum atvinnurek- enda. Þetta á m.a. við um sameig- inleg atriði kjarasamninga eins og aðildarsamtökin ákveða hveiju sinni og mat á samningsforsend- um, samninga um gildistöku rétt- inda á grundvelli Evrópureglna, sameiginlegir þættir fræðslu- og menntamála. Önnur samtök launafólks, fé- lagasamtök og stofnanir. ASI kemur íram fyrir hönd aðildar- samtakanna og hefur samskipti við önnur samtök launafólks um sameiginleg hagsmunamál og úr- lausnarefni, s.s. á sviði jafnréttis- og vinnuverndarmála og í fræðslumálum. Þá á ASI samstarf við fjölda félagasamtaka og stofn- ana samfélagsins um fjölmörg mál sem varða hagsmuni launa- fólks og fjölskyldna þess. Það á m.a. við um velferðarkerfið, stöðu þess og þróun. Alþjóðasamtök og stofnanir. ASI er fulltrúi samtaka launafólks í norrænu, evrópsku og alþjóð- legu verkalýðshreyfingunni. ASÍ kemur fram fyrir hönd launafólks á vettvangi EFTA, Alþjóðavinnu- málastofhunarinnar og ráðgjafar- nefndar Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu. Alþýðusambandið leggur áherslu á að sinna þessum verk- efnum og samskiptum eins vel og kostur er og tilefni gefast til enda lítur ASI svo á að hér sé um að ræða mikilvæg verkfæri til að koma á framfæri sjónarmiðum og hagsmunum íslensks launafólks og fylgja þeim eftir í starfi. Þekking og færni Afl og áhrif Alþýðusambands- ins á hverjum tíma ræðst öðru fremur af samstöðu og samstarfi aðildarsamtakanna og framlagi forystumanna þeirra og fulltrúa í stofnunum ASÍ og málefnanefnd- um. 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.