Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 22

Prentarinn - 01.04.2005, Blaðsíða 22
Close the Gop - Now Önnur kvennaráðstefna UNI Europa 8.-9. desember 2004 - Brussel í Belgíu Topptríó: F.v. Monique Marti, stjórnandi ráðstefnunnar, Andrée Thomas og Ilona Schulz-Miiller, sem skipta með sér forsetastarfi Uni-Europa, women. Önnur kvennaráðsteíha UNI Europa var haldin í EESC byggingunni í Evrópuþingshverfinu í Brussel, dagana 8.-9. desember 2004. Um 130 konur frá 24 löndum í verkalýðsfélögum í þjónustugeiranum í Evrópu tóku þátt í ráðstefnunni. Nokkrir gestir voru fengnir til að halda erindi og fóru þar fremstar í flokki Barbara Easterling, forseti kvennadeildar UNI World, og Madeline Ouedraogo, forseti kvennadeildar UNI Africa. Erindi þeirra voru forvitnileg. Barbara Easterling talaði almennt um stöðu kvenna í verkalýðsmálum, að konur þyrftu að vera meira áberandi og vera duglegri að koma sínum málefnum á framfæri, sækjast af kappi eftir því að fá að taka þátt I baráttu kvenna, því ef konur vildu ekki beijast íyrir sjálfum sér þá gerði það enginn annar. Einnig talaði hún um þá baráttu sem verkalýðshreyfingin í Bandaríkjunum á í við núverandi ríkisstjórn sína og hversu óánægð forystan í verkalýðsfélögum þar er með aðgerðarleysi yfirvalda í verkalýðsmálum, störfum fækkar stöðugt í Bandaríkjunum vegna þess að stórfyrirtæki hafa í miklum mæli flutt t.d. þjónustuver sín til landa þar sem vinnuafl er miklu ódýrara en í heimalandinu og stjórnvöld virðast ekki hafa mikinn áhuga á því að berjast gegn þvi. Madeline Ouedraogo talaði um baráttu kvenna í Afríku sem er af allt öðrum toga en barátta kvenna í öðrum heimsálfum og þá sérstaklega Evrópu, konur þar eru að berjast fyrir frumréttindum eins og að læra að lesa og skrifa, réttindum til þess að fara út á vinnumarkaðinn, að þurfa ekki að giftast nauðugar og þurfa ekki að láta eiginmanninn fá launin sín ef þær á annað borð fá að vinna utan heimilisins. Madeline giftist manni sínum þegar hún var mjög ung og varð ekkja um 25 ára aldur. Þá brá fjölskylda mannsins hennar á það ráð að gifta hana 2 ára gömlum frænda mannsins til að tryggja það að tekjur hennar rynnu til ijölskyldunnar áffam. Seinni maður hennar er um þrítugt í dag og þau eru enn gift á pappírunum því að konur geta ekki sótt um skilnað en Madeline gat keypt sig út úr tengdafjölskyldunni með þvi að láta þau hafa húsið sem hún og fyrri maður hennar höfðu eignast. Öll höfum við gott af því að heyra svona dæmisögur og sjáum við þá oft hversu gott við höfum það hérna uppi á litla Islandi. Umræðumar á ráðstefnunni lituðust mjög af því hversu breitt bilið er á milli Austur- og Vestur- Evrópu og hversu staða kvenna í þessum löndum er gjörólík. A efnisskránni voru þrjú málefni sem snúa að konum á vinnumarkaði og réttindum þeirra: Jöfn laun - Jöfn tækifæri Ahrif vinnuaðstæðna á hciisu kvcnna Staða kvenna innan UNI- Europa og tengdra félaga )öfn laun - Jöfn tækifæri í þessum lið var ræddur mismunurinn sem er á launum karla og kvenna. Þrátt fyrir það að lög um jöfn laun kynja hafi verið til staðar í flestum Evrópulöndum um áratugaskeið sýna tölur frá Evrópusambandinu að konur hafa mest náð upp í um 88% (í Svíþjóð) af launum karla en þar sem það er hvað minnst er það um 67% (í Portúgal). í aðeins fimm löndum í Evrópu hefur hlutfallið farið yfir 80% af launum karla og í aðildarlöndum Evrópusambandsins er meðaltalið í kringum 75%. Ræddar voru leiðir til þess að jafna þennan mun. Talið er að launaleynd sé ein af stærstu ástæðum fyrir mismunun. Þessu þarf að breyta þannig að auðveldara verði að sjá hvort karl og kona fái sömu laun fýrir sömu vinnu. Einn af þáttunum sem teknir voru íyrir var sá að karlar vinna oftar vaktavinnu en konur og eykur það einnig launabilið á milli kynjanna. Einnig þarf að taka á kynþáttafordómum og því að fólk af mismunandi þjóðerni fái misjöfn laun hjá sama fyrirtæki íyrir sömu störf. Hvernig laun eru ákvörðuð hefúr mikil áhrif á það hversu launabilið er mikið. Það kom fram á ráðsteíhunni að atvinnurekendur eru oft með staðlaðar hugmyndir um konur og hversu verðmætar þær eru sem starfsmenn og nefndu fulltrúar nokkurra landa m.a. eftirfarandi atriði sem dæmigerðar athugasemdir frá karlkyns yfirmönnum. • Þær eru ekki klárar á tæki og vélar • Þær geta ekki unnið erfiðisvinnu • Þær eru oft frá vegna barneigna og veikinda barna • Það er ekki hægt að stóla á að þær skili eins löngum vinnudegi og karlar. Svona viðhorf hafa oft áhrif á laun kvenna og þau störf sem þeim eru boðin. Þær veljast því oft í lakar launaðar stöður og stöður sem minni ábyrgð fylgir. Annað sem rætt var um undir þessum lið var að konur hafa oft færri tækifæri en karlar til að sækja sér viðbótarmenntun og námskeið utan vinnutíma og í öðrum borgum. Þetta er sérstaklega algengt í Suður- Evrópu þar sem ábyrgð á heimilinu hvílir nær eingöngu á herðum konunnar og karlinn gerir mjög lítið á heimilinu. Það er beinlínis ætlast til þess að konan sinni öllum heimilisstörfum og vinnan utan heimilisins og viðbótarmenntun er algjörlega aukreitis, heimilið gengur fyrir. Mjög fróðlegar umræður urðu eftir þetta erindi og vildu fulltrúar koma á framfæri nokkrum punktum sem gætu haft áhrif á konur og atvinnurekendur og fengið þau til að velta fyrir sér stöðu kvenna á atvinnumarkaði. „Leiðin upp metorðastigann getur verið grýtt, við (konur) þurfum að vera meira áberandi og krefjast meira af sjálfúm okkur og atvinnurekendum." „Við viljum ekki aðeins bæta konum við myndina - við viljum breyta myndinni. Konur vilja leggja meira til á öllum þrepum ákvarðana." „Við viljum hvetja atvinnurekendur til að endurskoða hvernig þeir skipuleggja þjálíún og endurmenntun til að koma betur til móts við þá sem vinna hlutastörf og eins þá sem sjá um heimili og barnauppeldi.“ 22 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.