Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.11.2005, Blaðsíða 11
Varst þú eini Islendingurinn þarna? Það var strákur þarna sem heitir Heimir en hann var á þriðja ári þegar ég var á fyrsta ári. Ég hitti hann ekki mikið þá en við erum góðir vinir í dag. Einhverjir komu og voru eitt ár eða svo og hættu af einhverjum ástæðum en Heimir stóð sig mjög vel og það var mikið talað um hann í skólanum og það er honum að þakka að íslendingar eru þarna i miklu áliti. Og varstu þá þarna allt í allt í þrjú ár? Ég var miklu lengur í London. Bjó þar í næstum sex ár. Ég ætlaði að koma heim eftir námið en fékk enga vinnu á Islandi. Ég sótti um á fullt af stöðum, í flestum prentsmiðjum, en það var eiginlega enginn sem svaraði mér. Ég fékk svo vinnu hjá RR Donnelley Financial sem var ein stærsta prentsmiðjan í heiminum, allavega á þeim tíma og ég var þarna í deild sem hét RR Donn- elley Financial og var í City of London, fjármálaiiverfinu, og var að þjónusta banka og fyrirtæki sem voru í stórum yfirtökum og skuldabréfaútgáfum o.s.frv. Ég var framleiðslustjóri þar, einn af fjórum. Við fengum fyrir- tæki til að prenta fyrir okkur og fórum þar inn sem framleiðslu- stjórar og fylgdum verkunum eftir. Þetta þurfti oftar en ekki að stand- ast mjög stranga tímaáætlun vegna þess að í þessum fyrirtækjum þurftu allir hluthafar að fá sömu upplýsingar á sama tíma og það skipti mjög miklu máli, auðvitað, að allt væri rétt og á réttum tíma. Það má segja að við tækjum þessi prentfyrirtæki yfir meðan á þessu stóð og verkin voru að fara í gegn, enda greiddum við þeim vel fyrir. Ég var þama í tvö ár og þetta var mjög skemmtilegt. Ég ferðað- ist líka út um allan heim og fór þá meðal annars í fyrsta skipti til Hong Kong. Svo fer ég í skóla aftur, með góðri aðstoð fyrirtæk- isins og tók þar mastersgráðu í rekstrarhagfræði, MBA. Það tók tæp tvö ár og þetta nám var alveg ótengt prentinu þannig, þetta var bara bissniss. Svo kemurðu heim? Eftir þetta allt saman ákveð ég það að koma bara heim og fékk bara / 100 o d O d Birgir Jónsson prentari og forstjóri Iceland Express. próf í Printing Management. Þama kom reynslan úr prentinu sér mjög vel. Þetta gekk út á framleiðslu- stýringu, millistjómun; ekkert ólíkt og viðskiptafræði er hér. Og hvað tók þetta nám langan tíma? 3 ár. Þetta var mjög fínn skóli og ekkert hægt nema gott um hann að segja. Ener Jakob Viðar Cuðmundsson Það er óhcett að segja að það hafi mikið vatn runnið til sjávar hjá Birgi Jónssyni frá því að hann hœtti sem prentari i Odda jyrir um það bil tiu árum. Hann er i dag forstjóri Iceland Express. Eg settist niður með Birgi og bað hann að segja mér hvað hefði á daga hans drifið undanfarin tiu ár eða svo. Byrjaðir þú sem aðstoðarmaður í Ódda? Nei, í rauninni ekki. Að vísu byrjaði ég að vinna aðstoðarstörf en ég réð mig þarna til þess að fara á samning. Auðvitað byrjaði maður á því að þrífa og burðast með eitthvert drasl. Ég er hugsanlega versti prentari sem kerfið hefur skilað af sér. Ég held að ég hafi verið einstaklega lé- legur prentari og ég held að mér hafi tekist að eyðileggja svona 70 prósent af öllum djobbum sem ég kom nálægt. Ég var frægur niðri á pappírslager fyrir það að ég var alltaf að fá meiri pappír. Þú tekur sveinsprófið '95. Vannstu eitthvað við prentverk eftirþað? Nei, það get ég varla sagt. Kanske einhverja mánuði en þetta var svolítið þannig að mér fannst þetta frekar leiðinlegt, sem kannske var út af því hvað ég var lélegur í þessu. Mér fannst ég verða að finna mér einhverja leið út úr þessu. Og leiðin út var að fara í skóla? Já. Hvernig nám var þetta? Þetta var svona blanda af prent- tæknifræði, viðskiptafræði og rekstrarfræði og ég tek þama B.A. PRENTARINN ■ 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.