Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 30

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 30
SIGURÞÓR SIGURÐSSON SIGURÐUR SIGURÐSSON, ÁRNI Á OG HALLGRÍMUR PÉTURSSON. í desember 1897 auglýsti Agúst borsteinsson á Oddeyri hann tæki bækur til innheftingar og bindings. Ágúst var þá 39 ára og heyrðist ekki frekar frá honum. Hann kom til Ak- ureyrar 1893 frá Þistilfirði, en annars starfaði hann sem bók- haldari og fluttist frá Akureyri 1905. Hafði hann árið 1896 bundið 13 bækur fyrir Lestrarfélag Grýtubakkahrepps, en fékk þá umsögn í Gerðabók félagsins, „að hann hefði bundið illa og selt dýrt“. Árið 1899 var opnuð ný bókbandsverkstofa á Oddeyri. Fyrir henni stóð Sigurður Sigurðsson, sem numið hafði í Reykjavík frá 1894 hjá Halldóri Þórðarsyni. Sigurður opnaði verkstofu í Pósthússtræti 15 í október 1897, þegar eftir nám sitt hjá Halldóri. Hann starfrækti hana í eitt ár, en fluttist þá til Seyðisfjarðar, þar sem hann var eitt ár. Þaðan lá leiðin norður á Oddeyri. Sigurður var bókavörður hjá Tafl- og tímaritafélagi Akur- eyrar í byrjun aldarinnar og batt nokkuð fyrir félagið. Hann virðist lítið hafa bundið fyrir lestrarfélög á Norðurlandi, ólíkl Hallgrími Péturssyni, enda betri og vafalaust dýrari bók- bindari. Þegar stofnun iðnaðarmannafélagsins á Akureyri kom til umræðu 1904, var Sigurður kosinn í nefnd til að semja frumvarp og boða til stofnunar, sem var 26. nóv. það ár. Þar var Sigurður kosinn í stjórn félagsins ásamt Friðbirni Steins- syni og árið 1905 voru þeir skipaðir í fyrstu prófnefnd bók- bindara, með Hallgrím Pétursson sem varamann. Arið 1911 keypti Sigurður bókaverslun og bókbandsstofu Friðbjarnar Steinssonar og flutti í hús sitt að Hafnarstræti 37. Sigurður var mjög virtur sem bókbindari og töluðu flestir vel um bandið frá honum. Hann hleypti nýju blóði í fagið, sem var staðnað á Akureyri, enda skipað gömlum mönnum eins og Friðbirni Steinssyni. Sigurður kenndi mörgum bókband. Hann hlaut önnur verðlaun fyrir bókband á Iðnsýningunni á Akureyri í júní 1906. Þegar Sigurður andaðist í maí 1923, keypti Þorsteinn M. Jónsson hús og verslun Sigurðar og rak áfram undir sínu nafni. Þorsteinn var einn af mestu bókasöfnurum landsins. Faðir hans, afi og langafi voru bókbindarar og ólst hann því upp við bækur. Sjálfur lærði hann bókband ungur af föður sínum og batt lengi vel sjálfur sínar bækur, en þótti ekki góður. Eftir þrítugsaldur varð hann að hætta því vegna anna. Oftast sá hann þó um að búa bækur sínar undir band, áður en hann afhenti þær bókbindara, tók í sundur, þvoði og gerði við ef þurfti. Þorsteinn var afkastamikill bókaútgefandi. Upplög þeirra bóka sem hann gaf út voru mörg bundin í Félagsbókbandinu í Reykjavík, en einkaband lét hann binda fyrir norðan. Þórhall- ur sonur Þorsteins byrjaði að læra bókband í Félagsbókband- Nokkrar bœkur innbundnar af Sigurði Sigurðssyni. inu í Reykjavík, en var síðan til náms hjá Anders Ólafssyni. Sagt er að Þorsteinn hafi sent soninn í bókbandsnám svo hann gæti bundið bækur sínar, en Þórhallur hafði engan áhuga á faginu og var enda losaralegur í námi. Friðrik Hermannsson hafði stundað bókband hjá Sigurði og starfrækti hann bókband þar áfram undir handarjaðri nýja eigandans skamma stund, en Friðrik lést síðla árs 1924 eftir langvarandi berklaveiki. Hann þótti vel látinn maður og greindur vel og sagður góður bókbindari. Var hann félagi í bindindisstúku, sem annaðist útför hans. Eftir andlát Friðriks hefur Þorsteinn ákveðið að selja bókbandsstofuna og keypti hana bóndi og bókbindari frá Kálfsstöðum í Hjaltadal, Árni Árnason. Hafði hann um aldamótin lært bókband hjá Sigurði og fékkst við bókband með búskapnum. Var hann um tíma kennari við Hólaskóla. Árni var góður bókbindari og með kaupunum á bókbands- stofunni hefur hann fengið tækifæri til að hætta búrekstri og snúa sér alfarið að því sem hefur átt betur við hann. Árni hóf starfsemi sína á Akureyri í september 1923 í Hafnarstræti, en 30 www.fbm.is

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.