Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagfari

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagfari

						D A G F A R I
GILS GUÐMUNDSSON:
Nokkrir punktar um Nató
Hernaðarbandalag það, sem nú reynir að þrýsta íslensk-
um ráðamönnum til uppgjafar í landhelgisstríðinu við Breta,
á sér nær 27 ára sögu, athyglisverða og lærdómsríka á
ýmsa lund. Hér er ekki rúm til að rekja þá sögu til neinnar
hlítar. Hins vegar fara hér á eftir nokkrir minnispunktar, sem
vert er að hafa í huga við umræður þær sem nú fara fram
um Nató og aðild fslands að þeim félagsskap.
Naumast leikur það á tveim
tungum, að eftir stofnun lýð-
veldis á Islandi 1944 og við lok
heimsstyrjaldarinnar ári síðar,
61 íslensk alþýða þá von í
brjósti, að nú væru nýir tímar
í vændum, ekki einungis á Is-
landi, heldur um heimsbyggð
alla. Bjartsýnir menn og hrekk-
lausir gerður sér nokkrar vonir
um að þær þjóðir, sem samein-
aðar höfðu brotið niður morð-
vél fasismans, kostuðu nokkurs
kapps um að skipa málum
heims af sannsýni og tryggja
varanlegan frið. Stofnun Sam-
einuðu þjóðanna jók heldur
bjartsýni manna. En brátt tók
að skipast veður í lofti.
Þegar að styrjaldarlokum
tóku fulltrúar bandarískrar
heimsvaldastefnu til óspilltra
málanna og unnu að því mark-
visst og af ofurkappi að efla
„vígstöðu styrkleikans", sem
þeir nefndu svo. Bandaríkja-
menn réðu þá einir þjóða yfir
hinu nýja ægivopni, kjarnorku-
sprengjunni, og steig það leið-
togum þeirra mjög til höfuðs.
Framkvæmd „styrkleikastefn-
unnar" var einkum í því fólgin,
að næstu árin eftir styrjöldiná
komu Bandaríkin sér upp her-
stöðvakeðjum víðs vegar og
stofnuðu hernaðarbandalög um
þvera heimsbyggðina undir því
yfirskini að með því væri verið
að stemma stigu við „útþenslú-
stefnu heimskommúnismans".
Kalda stríðið var hafið og
komst brátt í algleyming.
Bandaríkin lögðu sig mjög
fram um að hressa við auðvald
hinna sigruðu fasistaríkja,
Japans, Vestur-Þýskalands og
ítalíu. Þau gerðu nýfasistaríkin
Grikkland og Tyrkland að
bandamönnum og kostuðu
kapps  um  að  hnýta  Spán
Francos f astan í þessa kærleiks-
keðju.
Stofnun Natós árið 1949 var
án efa stærsti áfanginn sem
stjórnendur     Bandaríkjanna
náðu að stríðslokum í því skyni
að treysta valdastöðu sína og
strengja hernaðarnet um þvera
og endilanga jarðkringluna.
Mjög var það á orði haft, að
tilgangurinn með stofnun og
starfi Natós væri að hefta
„Iandvinningastefnu Sovétríkj-
anna", „stöðva flóðbylgju
heimskommúnismans" o. s. frv.
(sbr. Mbl. flest tölublöð 1949
—1976). Hygg ég þó að meðal
sagnfræðinga og rithöfunda,
sem mark er á takandi, sé það
viðurkennd staðreynd, að
Bandaríkin komu sér upp hern-
aðarbandalögum sínum og her-
stöðvum fyrst og fremst í því
skyni að treysta sitt eigið drott-
invald yfir auðvaldslöndunum
og löndum þriðja heimsins, sem
á þessum árum bjuggu sig und-
ir það hvert af öðru að losa sig
úr fjötrum arðráns og nýlendu-
kúgunar. Það var de Gaulle
Frakklandsforseti, sem fyrstur
borgaralegra ráðamanna á Vest-
urlöndum kvað upp slíkan
dóm, afneitaði drottinvaldi
Bandaríkjanna bæði í orði og
verki, rak allt bandarískt her-
lið frá Frakklandi og sendi her-
stjórn og starfslið Nató sömu
leið.
En de Gaulle gat ekki stöðv-
að þá uggvænlegu þróun, sem
hann óttaðist að verða myndi í
Vestur-Evrópu. Þegar Nató var
stofnað og nokkuð lengi þar
á eftir var Frakkland sterkasta
ríki vestanverðrar Evrópu. En
þetta breyttist. Bandarískt fjár-
magn lífgaði svo rækilega við
þýsku auðhringana að þeir uxu
Guðmundur Böðvarsson:
VÖLUVÍSA
Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey,
enda skalt þú börnum þínum kenna fræði mín,
sögðu mér það álfarnir í Suðurey,
sögðu mér það dvergarnir í Norðurey,
sögðu mér þr:5 gullinmura og gleymérei
og gleymdu því ei:
að hefnist þeim er svíkur sína huldumey,
honum verður erfiður dauðinn.
og efldust miklu hraðar en at-
vinnuvegir Frakklands. Nú er
svo komið að Vestur-Þýskaland
er orðið langöflugasta iðnaðar-
veldið í Efnahagsbandalagi
Evrópu, framleiðir t.d. nær
45 % af öllum vélum og öðrum
stálvörum EBE-landanna.
Pólitísk valdahlutföll hafa
tekið breytingum að sama
skapi. Kanslari Þýsklands er nú
sterki maðurinn í Vestur-
Evrópu, en ekki forseti Frakk-
lands. Og ekki mega menn
loka augunum fyrir þeirri stað-
reynd, að þýsku auðhringarnir
sem nú standa að baki „járn-
kanslara" sínum, eru hinir
sömu og lyftu Hitler til valda
fyrir röskum f jórum tugum ára.
, Stofnun og starf Natós er
einhver stærsti og beiskasti á-
vöxtur kalda stríðsins. Það stríð
hófu leiðtogar Bandaríkjanna
þegar við lok heimsstyrjaldar-
innar síðari. Hefur með nokkr-
um rétti verið sagt, að kjarn-
orkusprengjurnar, sem reyndar
voru á óbreyttum borgurum í
Hirósíma og Nagasaki, hafi ver-
ið fyrstu skotin sem hleypt var
af í kalda stríðinu. Truman for-
seti hefur sjálfur frá því skýrt,
að ákvörðunin um að varpa
kjarnorkusprengjum á japönsku
borgirnar tvær að styrjaldarlok-
um hafi ekki hvað síst verið
tekin til að sýna Rússum í tvo
heimana og ógna þeim til að
hafa sig hæga.
Eftir að Nató var stofnað,
átti það sinn mikla þátt í að
magna kalda stríðið og viðhalda
því. Nú viðurkenna flestir
hugsandi menn þá staðreynd, að
kalda stríðið hafi verið sú teg-
und hernaðar, sem eitraði allt
andrúmsloft heimsins á meðan
það geisaði í algleymingi. Er
og fullvíst, að telja má það ein-
staka mildi að ekki kom á þess-
um árum til stórstyrjaldar í
Evrópu, þar sem kjarnorku-
vopnum hefði verið beitt. Og
með dyggum stuðningi Nató
tókst áróðursmeisturum Banda-
ríkjanna að fylla sálir hundraða
milljóna manna með hatri á
þjóðum, sem höfðu aðra þjóð-
félagsskipan en Bandaríkja-
mönnum féll í geð, auk þess
sem róttæk alþýða vestrænna
landa var nídd og ofsótt fyrir
það eitt að gera sér aðrar hug-
myndir um æskilegt stjórnar-
far í eigin landi en auðjöfrarnir
í Wall Street og hershöfðingj-
arnir í Pentagon töldu við hæfi.
Amerískir stjórnmálamenn og
hershöfðingjar töluðu um það
árum saman eins og sjálfsagðan
hlut, hvernig sprengja mætti í
loft up tilgreindar höfuðborgir
og iðjuver, hvernig auðveldlega
mætti gjöreyða öllum jurta-
gróðri í tilteknum löndum, á
hvern hátt best væri að haga
sýklahernaði og eiturgashernaði
og þar fram eftir götunum. En
það sem þótti ekki hepilegt að
segja opinberlega (skipulagning
launmorða, ráðning launmorð-
ingja, samband við kvislinga o.
fl.) var eftirlátið CIA, einsog
nýlega hefur komið eftirminni-
lega fram í dagsljósið. Til
margra þessara verka reyndist
Nató óhvikull bandamaður og
Natóleppar ýmissa landa létu
ekki sitt eftir liggja um út-
breiðslu „fagnaðarerindisins".
í þessu sambandi skal vitnað
til þess, sem ritsnillingurinn
Þórbergur Þórðarson sagði með
sínum hispurslausa hætti í rit-
gerðinni „I myrkri persónuleik-
ans", sem birtist árið 1950.
Væri hann að festa þessi orð á
blað nú, er ólíklegt að hann
sæi ástæðu til að breyta öðru
en því sem er afleiðing þeirrar
staðreyndar, að frá því er orðin
voru rituð hefur Morgunblaðið
enn haldið óbreyttri stefnu í 25
ár til viðbótar.
„Að Ijúga að fólkinu, að
falsa fyrir því fréttir og póli-
tískar hugmyndir, að rang-
hverfa fyrir því málefnum, að
blekkja það með smjaðri til
að svikja sjálft sig, að þrýsta
lífi þess niður á lægra menn-
ingarstig, að innræta þvi
ærulausar lygar urri pólitísk-
ar stefnur, lönd og þjóðir, að
örva það til samúðar með
pólitískum stigamönnum og
múgmorðingjum, allt í þeim
eina tilgangi að hinir ríku
verði voldugri og meira ríkir
og hinir snauðu umkomu-
lausari og meira snauðir.
Rennið þið augunum yfir síð-
ustu 26 árganga Morgun-
blaðsins, og þið munuð
ganga úr skugga um, að
þetta hefur verið megininni-
hald þess í öll þessi ár í upp-
byggingu þekkingar og mór-
als."
Ein meginforsenda banda-
rískra stjórnmálamanna fyrir
stofnun Natós og öflugum her-
gagna- og fjárhagsstuðningi við
heri bandamanna þeirra var sú,
að margir voru þessir pólitísku
leiðtogar tregir til að fórna í
ríkum mæli lífi Bandaríkja-
manna í styrjöld. Þeir höfðu
reynslu af því, að slíkar fórnir
eru óvinsælar heima fyrir, jafn-
vel þótt barist sé fyrir þeim
„hugsjónum" að efla áhrifa-
mátt Bandaríkjanna og hnekkja
valdi kommúnista og annarra
„rangt hugsandi" manna. Jafn-
vel sú styrjaldarlist, sem í því
var fólgin að hella eldi og
eimyrju yfir fátæka bændur
austur í Asíu og brenna akra
þeirra með bensínhlaupi, reynd-
ist engan veginn háskalaus, síst
heima fyrir. Það var því afar
mikils virði, að dómi banda-
rískra ráðamanna, að hafa með
stofnun Natós og fjárhagsleg-
um stuðningi við þann félags-
skap, getað keypt í heildsölu
tugi herdeilda Evrópumanna til
að standa í vígstöðu og berjast
fyrir sig þegar henta þætti. Eis-
enhower þáverandi Bandaríkja-
forseti orðaði þetta svo í ræðu
um Nató 1951:
„Það þarf mann og byssu til
að berjast. Bandaríkin sjá fyrir
byssunni, Evrópa fyrir mannin-
um Evrópa verður að leggja til
meginþorra fótgönguliðanna,
framlag okkar verður sáralítið
í því efni." Nokkru síðar ávarp-
aði sami forseti Bandaríkjaþing
og lýsti þá hernaðarhugsjón
sinni með svofelldum orðum:
„Ef Bandaríkin þurfa aðeins
að útvega byssuna og geta feng-
ið einhvern annan til að bera
hana og vinna nauðsynlegustu
verkin, þá er ég ánægður."
Árið 1974, þegar íslendingar
héldu hátíðlegt afmæli ellefu
alda byggðar í landinu, var
einnig minnst annars afmælis,
raunar með ýmsum hætti og
breytilegu hugarfari: Nató var
25 ára. Vinir og vandamenn
spöruðu ekki lofsyrði um fé-
lagsskapinn, sem þeir töldu að
hefði stöðvað framsókn komm-
únismans í Evrópu og tryggt
frið í álfunni. Aðrir rifjuðu upp
í tilefni afmælisins ýmsar stað-
reyndir úr aldarfjórðungs sögu
þessa „friðarbandalags". Nokkr-
ar staðreyndanna fara hér á
eftir.
A 25 ára ævi friöarbanda-
lagsins höfðu aðildarríki þess
háð 25 styrjaldir í þremur
heimsálfum. Langsamlega af-
kastamest var forysturíkið,
Bandaríkin, en fasistarnir í
Portúgal komu næstir. Sömu
vikurnar og Nató-afmælisins
var minnst börðust tvö aðildar-
ríkin, Grikkland og Tyrkland,
bæði prýðilega vopnum búin
frá þriðja ríki bandalagsins,
USA.
Samtals höfðu Natóríkin eytt
um tveimur billjónum dollara
í herbúnað og stríð, svipaðri
upphæð og nægt hefði nokkurn
veginn til að útrýma hungri og
neyð úr heiminum. I 25 ár
hafði þúsundum milljarða verið
fleygt í æðisgenginn vígbúnað,
auðæfum jarðar breytt í
sprengjur og vinnu fólks í eld-
flaugar. Eftir sem áður vofir
sjálf eyðing mannkyns yfir.
Hin ægilegu kjarnorkuvopn
eru dreifð um allar jarðir.
Það hygg ég sannast mála,
að fæstir herstöðvaandstæðingar
á íslandi hafi verið í vafa um
það, hvert sé eðli Natós og
og hvaða hlutverki það
gegni. Þó kunna þeir að hafa
verið til, sem töldu Nató ból-
verk gegn flóðbylgju heims-
kommúnismans og Island nauð-
synlegan stein í þeim varnar-
garði.
Viðhorf þeirra til Natós hafa
þá trúlega lítið breyst við at-
burði síðustu vikna. En hafi sá
herstöðvaandstæðingur verið til
— sem ég efa stórlega — er
trúði þeim áróðri að Banda-
ríkjaher væri hér í umboði
Natós til að verja ísland og ís-
lendinga, hefur hann ef til vill
Framhald á bls. 4.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4