Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 28

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 28
SVIEIRJRJR JAKOBSSON: SIGURÐUR SIGURÐSSON SÝSLUMAÐUR Á ÞINGVALLAFUNDI 1960 Ef Bandaríkjamenn hefðu fengið að ráða væri nú herflugvöllur í Skerjafirði. Amerískir stálfuglar myndu á hverjum degi taka á loft við / Haskóla Islands og rjúfa hljóð- múrinn yfir miðborg Reykja- víkur. Og enginn fengi að gert fyrr en árið 2044. í fyrsta lagi. Hinn 1. október 1945, rúmu ári eftir að íslendingar fögnuðu stofnun lýðveldis, af- henti sendiherra Bandaríkjanna á Islandi Olafi Thors forsætis- ráðherra kröfu um að fá Kefla- víkurflugvöll, Hvalfjörð og Skerjafjörð á leigu sem her- bækistöðvar í 99 ár. Eftir fimm vikna umþóttunartíma hafnaði forsætisráðherra þessari beiðni, en áður hafði tólf manna nefnd úr öllum þingflokkum fjallað um beiðnina.1 Matthías Johannessen, ritstjóri Morgun- blaðsins, líkir framkomu bandaríska sendiherrans við „yfirgang landstjóra eða jarls, sem telur sig geta notað öll meðul í því skyni að koma fram vilja stjórnar sinnar og gæta hagsmuna hennar í hálfkúguðu landi.“2 Þá voru menn viðkvæmir fyrir slíku. Forystumenn Sjálf- stæðisflokksins vildu þá alls ekki semja um herstöðvar til langs tíma og tveir ungir þing- menn flokksins tóku afstöðu gegn slíkum samningi opinber- lega í tengslum við hátíðahöld stúdenta 1. desember 1945.3 Ólafur Thors áleit sjálfur að enginn þingmaður væri hlynnt- ur þessari beiðni, en menn væru ekki sammála um hversu langt ætti að ganga til móts við Bandaríkjamenn.4 Nokkrir stjórnmálamenn munu hins vegar hafa látið líklega við bandaríska sendimenn, og eru þar einkum nefndir til Fram- sóknarmennirnir Jónas Jónsson frá Hriflu og Vilhjálmur Þór og Alþýðuflokksmaðurinn Ásgeir / Asgeirsson, síðar forseti íslands.5 Dagblaðið Vísir í Reykjavík var einnig talið þess mjög fýsandi að leigja Banda- ríkjunum herbækistöðvar.6 Hinn 15. október 1945 hóf nýtt blað göngu sína í Reykjavík, Utsýn. Ábyrgðar- maður þess var Finnbogi Rútur Valdemarsson, fyrrverandi rit- stjóri Alþýðublaðsins, en ýmsir kunnir einstaklingar úr Al- þýðuflokknum rituðu í blaðið. Það skilgreindi sig sem óháð fréttablað: „Við erum þeirrar skoðunar, að hér á landi, eins og í öllum öðrum löndum, sé rfk þörf fyrir óháð blöð. Og það er enginn vafi á því, að í landinu er fjöldi fólks, sem álítur, að þörf sé á slíku málgagni, þ.e. blaði, sem ekki sé undir oki flokkanna. Sem stendur eru öll stærstu blöðin og langflest þeirra, sem láta þjóðmálin til sín taka, hrein flokksblöð og birta aðeins það, sem þóknanlegt er ráðamönn- um hinna fjögurra stjórnmála- flokka. En það er meir en lítið vafasamt, að almenningur sé 28

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.