Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 37

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 37
og fyrr greinir fór hann ekki dult með skoðanir sínar á átökunum við Palest- ínumenn i aðdraganda herkvaðning- ar. Aðspurður segist hann líka telja sig hafa verið á hálum ís og getur þess að allt hafi orðið strangara en áður eftir að seinni Intifatan hófst árið 2000. En þótt Tom hafi sloppið við fangelsi er hann í aðstöðu sem flestir myndu vilja komast hjá. Heimaland hans ísrael er honum lokað. Hann er í raun í útlegð. Blaðamönnum leikur forvitni á að vita hvernig gangi að eiga samskipti við ijölskyldu og vini í ísrael. Tom svarar því til að hann hafi reglulega samband í síma og með tölvupósti. Þá hafi for- eldrar hans komið tvisvar hingað til lands og systir hans einu sinni, en auk þess hafi hann getað hitt foreldrana á meginlandi Evrópu. Hvað finnst annars foreldrunum um þá álcvörðun Toms að ganga ekki í herinn heldur flýja land? „Pabbi minn telur sig vera mikinn vinstrisinna,“ seg- ir Tom „en hann er það ekki, allavega á mínum mælikvarða, og samhliða því hefur hann alltaf verið mikill her- maður. Hann var í sérsveitunum og hann var líka í varasveitunum alveg þar til hann var 48 eða 49 ára og hann tók þessu mjög treglega - virkilega. Og það er ekki flókið frá því að segja að hin tóku þessu líka svona - nokkuð treglega - og allir spyrja: „Af hverju ísland? Ertu galinn?““ Ánægður með herleysið Að lokum berst talið að því að ís- land hefur engan her en að stundum hafi þó verið rætt um að stofna hér her. Tom er vantrúaður á að slíkar hugmyndir verði að veruleika. „Ekki þarf alltaf niarga til að koma miklum breytingum til leiðar,“ segir hann þó, „og fáir menn með mikla útgeislun geta jafnvel aflað málefnum mikils fylgis sem hafa kannski lítið fylgi til að byrja með. Það er því vissara að vera á varðbergi, en ég get sagt eitt: Ég verð ávallt hreykinn af að vera íslendingur, svo framarlega sem þið komið ekki her á laggirnar. Það eru sérréttindi og forréttindi að búa í landi þar sem er ekki her og þar sem slíkt er ekki til umræðu. Ekki sem stendur. En ég get lofað ykkur einu. Mörgu verður breytt ef slíkar umræður verða alvarlegar og málefnalegar og ég vona að það gerist aldrei.“ Texti: Ritstjórn FRIÐARVERÐLAUN NÓBELS CARLVON OSSIETZKY Friðarverðlaunin 1935 Carl von Ossietzky fæddist í Ham- borg í Þýskalandi árið 1889. Hann naut lítillar skólagöngu en gerðist snemma róttækur blaðamaður, sem fjallaði meðal annars um kvenfrelsi og friðarstefnu í greinum sínurn. Árið 1931 var hann dæmdur í fangelsi fyrir landráð, eftir að hafa ljóstrað upp um leynilega vígvæðingu Þjóðverja í trássi við ákvæði Versalasamninganna. Eftir valdatöku nasista versnaði staða Ossi- etzkys til mikilla muna, hann neitaði þó að flýja land og gagnrýndi hin nýju stjórnvöld miskunnarlaust í ræðu og riti. Frá 1933 til dauðadags 1938 sat hann ýmist í fangabúðum eða stofufangelsi. Banamein hans voru berklar sem hann fékk vegna slæms aðbúnaðar í fangelsi. N asistastj órnin í Berlí n krafðist þess að Ossietzky afþakkaði Friðarverðlaunin, en hann neitaði að verða við þeim kröfum. í kjölfarið lýstu stjórnvöld í Þriðja ríkinu því yfir að þýskum borg- urum væri óheimilt að veita Nóbels- verðlaunum viðtöku, enda væru þau hluti af gyðinglegu samsæri. Ossietzky í fangabúðum BERTHA VON SUTTNER Friðarverðlaunin 1905 Bertha von Suttner fæddist árið 1843 í Prag, sem þá var hluti Austurríska keis- aradæmisins. Hún var af aðalsættum, en varð snemma róttæk í skoðunum og gerðist ákafur friðarsinni. Undir lok nítjándu aldar var friðarhreyfing- unni í Evrópu farinn að vaxa fiskur um hrygg og varð Bertha von Suttner einn af þekktustu hugmyndafræðingum hennar eftir að hún sendi frá sér bók- ina Die Waffen Nieder! Hún lcom út á íslensku í lauslegri þýðingu árið 1917 og nefndist þá Niður með vopnin. Bertha von Suttner ritstýrði um langt árabil víðlesnu tímariti um friðar- og afvopnunarmál. Hún var í miklu vinfengi við Alfreð Nóbel og er talin hafa átt stóran þátt í þeirri ákvörðun sænslca iðnjöfursins að stofna til Friðarverðlaunanna. Von Suttne árið 1905 Dagfari • nóvember 2007 37

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.