Samstaða gegn her í landi - 01.02.1974, Blaðsíða 7

Samstaða gegn her í landi - 01.02.1974, Blaðsíða 7
7 GRÝLA GAMLA.... Framhald af 5. síSu an hag í að halda við syndar- spennu eins lengi og unnt er. Slik "spenna" þeirra í milli þjónar einkar vel sameiginleg- um hagsmunum þeirra, þar sem hún faerir þeim tryggð eigin landsmanna og bandamanna og réttlætir hörku gagnvart þeim. Varla þarf að fjölyrða um það, að þessi sambúðarstefna risa- veldanna kemur harkalega niður a smáþjóðum heimsins, sem mega helst hvorki hreyfa legg ná lið til að brjótast undan hvers kon- ar kúgun af innlendum eða er- lendum rótum. Þá kemur stóri bróðir o^ molar alla slíka við- leitni melinu smærra. Auglýsingaglugginn Vald risaveldanna^þarf að auglýsa til að það nái tilgangi sínum. Einn auglýsingaglugginn er heimshöfin. Þar hafa Banda- ríkin og önnur Vesturlönd til skamms tíma haft algera yfir- burði, en x seinni tíð ku RÚss- ar vera að auka flota sinn til að geta líka verið méð í leikn- um.__ Svo illa vill til á landa- bréfinu, að Sovétríkini eiga ekki land að sjó til vesturs nema á þrem stöðum. A tveimur þeirra þarf^að fara um þröng sund, sem"óvinaþjóðir"ráða yfir, áður en komið er á úthafið. Þriðji staðurinn er við Norður-íshafið og^helsta leiðin þaðan liggur því miður um hafið milli Islands og Noregs. Umferð hvers kyns herskipa og kafbáta Rússa um þetta hafsvæði hefur því stóraukist á síðustu árum, svo sem Islendingum er full- kunnugt,vegna dyggilegs frétta- flutnings fjölmiðla. Floti þessi mun vera á leið suður. um Atlantshaf til þess að"sýna sig og sjá aðra". Hins vegar eru s sem fyrr segir litlar og sí- minnkandi likur á því að honum lendi nokkurn tímann saman við Bandaríkin eða fylgifiska þeirra. Hitt er kannske öllu líklegra, að honum sé ætlað að hafa bein eða óbein áhrif á eitthvert ó- þægt smáríkið sunnar á hnett- inum. TvíhöfÓa grýla? "Gamla grýlan", sem vxsað er til í fyrirsögn þessarar grein- ar, er auðvitað RÚssagrýlan. Hér hafa verið færð ýmis rök að því,^að hún sé dauð, hvort sem hún var ímyndun eöa staðreynd. Lesandinn gæti hins vegar hugleitt, hvort ekki sé að rísa upp ný grýla með tvö höfuð. Margir hafa gaman af að hugleiða og ræða, hvort höfuðið sé ó- frýnilegra, en það skiptir kann- ske ekki meginmali, samanborið við það, að bæði ógna þau sam- eiginlega öllum smáþjóðum heims, sem eiga í baráttu gegn ófrelsi og kúgun. Hvoru megin viljum við standa í þeirri baráttu? Þ. V. ‘happy NEWYEAR meðvitundaraukningu, sem varð £ uppreisninni meðal almennings. Nýi forsætisráð'nerrann hélt ræðu stuttu eftir valdaránið þar sem hann sagði, að stúdentarnir ættu að halda sig við lesturinn og hætta að vasast í pólitík. Einnig sagði hann, að nú yrði allt betra á öllum sviðum. En grískur almenningur tekur slík- um loforðum með jafnaðargeði. Hann er orðinn vanur slíku. Hins vegar er vafasamara, hvort stúdentar fari að orðum hans. Eitthvað virðast hinir nýju varðhundar innlendrar borgara- Þó yfirlýstur tilgangur NATO hafi í upphafi verið varnir Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, er nú æ betur að koma í ljós raunverulegur tilgangur þess, þ.^e. verndun hagsmuna Banda- ríkjanna. Eftir að andstæðing- arnir úr kalda stríðinu hafa gert samkomulag sín á milli og eru orðnir pólitískir samherj- ar, er staðhæfingin um varnar- tilgang NATO enn fáránlegri en fyrr. Einn megintilgangur NATO nú er, eins og margoft hefur komið fram á síðustu árum, að hafa auga með vinstri sinnuðum og lýðræðissinnuðum hópum og flokkum aðildarríkjanna. Á þennan hátt gegnir NATO hlut- verki verndara og varðtíkur hins kapítalíska þjóðfélags. Dæmin um varnir gegn "innri óróa" eru mörg, en hér skal drepið aðeins á nokkur þeirra. «Ef kemur til innri óróa. ..» Fyrst skal fræga telja Mc- Connel-áætlunina, sem var send frá óþekktum aðila til vikurits- ins "Orientering" í Noregi árið 1967. Þetta var fyrsta heildar- áætlun NATO, sem kom fyrir sjón- ir almennings. Áætlun þessi inniheldur í stuttu máli fram- kvæmdaáætlanir til að koma á "styrkri stjórn" í hverju og einu NATO-landi, þar sem ástand- ið í stjórnmálum er orðið óheppi- legt fyrir hagsmuni Bandaríkj- anna. í áætluninni segir svo orðrétt: "Ef kemur til innri óróa, sem á beinan hátt getur haft áhrif á tilgang og öryggi herja Bandaríkjanna, svo sem vopnaðrar uppreisnar, eða víð- tækra uppþota, verður stjórnin í ..... (íslandi) að einbeita sér að þvx að bæla óróann niður með eigin liðstyrk, en sé her- afli landsins þess ekki megnug- ur, eða ríkisstjórnin óhæf til að bæla niður óróann í tíma, get- ur herafli Bandaríkjanna skorist í leikinn, ef yfirmaður hans telur það nauðsynlegt og getur herinn þá starfað sjálfstætt eða í samvinnu við innlendan her. Aætlun fyrir hvert NATO-land Þessi heildaráætlun er fyrir öll NATO-löndin, en auk þess eru svo til staðbundnar áætlanir, eins og PROMETHEUS-áætlunin frá Grikklandi og ES-áætlunin frá ítalíu. Það leikur ekki lengur neinn efi á því, að áþekkar á- ætlanir eru til fyrir öll NATO- löndin og að þessar áætlanir verða notaðar, þegar forseti Bandaríkjanna telur, að ástand- ið í einhverju NATO-landi sé hættulegt. Árið 1965 stal Horst Wend- land, háttsettur foringi £ vest- ur-þýsku leyniþjónustunni og gerði opinbera svokallaða COM- SOFTE 10-1 áætlun. Þessi áætl- un er breytt og fullkomnuð Mc- Connel-áætlunin og inniheídur stettar og bandariskrar heims- valdastefnu vera uggandi um sinn hag, þv£ að fyrir nokkrum dögum bárust þær fréttir. frá Grikk- landi, að hinar illræmdu fanga- búðir á Jaros-eyju hefðu verið teknar £ gagnið á ný, en þeim Tilgangur þar að auki nákvæma lýsingu á hvernig Bandarikin og NATO hafa hugsað sér að hefja ABC-str£ð. Áætlunin fjallar fyrst um þjálf- un á sérstökum sveitum, Græn- húfunum (Green Berets), sem þekktar eru fyrir skepnuskap sinn og morðæði i Víetnam. Þess- ar sveitir eru þjálfaðar til að stunda skæruhernað £ NATO-lönd- unum, Austur-Evrópu og hlutlaus- um löndum. Fyrir skömmu tóku nokkrar Grænhúfur þátt £ æfingum með tilsvarandi dönskum sveitum £ Danmörku. Fyrirmyndin:Grikkland '67 Af staðbundnu áætlununum eru þegar tvær þekktar: ítalska ES- áætlunin og griska PROMETHEUS- áætlunin. Þarna gegna leynileg- ar upplýsingaþjónustur ýmissa landa mjög mikilvægu hlutverki og þá einkum CIA. Það var CIA, sem gerði PROM- ETHEUS-áæblunina árið 1960 £ samvinnu við KYP, grísku upplýs- ingaþjónustuna, en sú áætlun kom til framkvæmda árið 1967. NATO- valdaránið £ Grikklandi getur gefið miklar upplýsingar um, hvernig aðferðum NATO beitir til að hafa eftirlit með vinstri- sinnuðum hópum. Þar lét NATO fara fram prófkjör og þegar það reyndist vera £ þágu Miðflokka- sambands Papandreosar, tóku þeir af skarið. Bandariski blaðamað- urinn Sulzberger skrifaði £ New York Times, að fjöldahandtökur menntamanna, stjórnmálamanna og verkalýðsforingja hafi farið fram eftir spjaldskrám, sem gerðar voru af CIA og KYP og griska herforingjaráðinu. Árið 1964 lá við, að sama sagan og £ Grikklandi endur- tæki sig á ltal£u. Svartasta afturhaldið £ landinu og CIA á- formuðu að taka völdin, en viku- blaðið Expresso kom £ veg fyrir það með þv£ að ná £ áætlunina og birta hana opinberlega. Eftir reynsluna £ Grikklandi og á íta- l£u hefur NATO komið sér upp sérstökum sveitum, ALLIED MQ- BILE FORCE, eða brunaliðssveit- unum, en tilgangur þeirra er að berja niður uppþot og óróa £ NATO-löndunum, þar sem r£kis- stjórnirnar ráða ekki við það sjálfar. Árið 1967 og 1968 voru haldn- ar heræfingar á Norður-Spáni. Spánn er ekki formlega meðlimur £ NATO, en sérstök nefnd sér um hernaðarsamvinnu Bandar£kjanna og Spánar og £ þessari nefnd sitja af hálfu Bandarikjanna yfirhershöfðingjar NATO. Þessar heræfingar, sem báru nafnið "PATHFINDER", voru skipulagðar og undirbúnar af amerískum hers- höfðingjum £ Evrópu. Opinber- lega hefði ekkert verið vitað um þessar heræfingar, ef Ful- bright, formaður utanrfkisnefnd- ar bandarísku öldungadeildarinn- ar,hefði ekki grennslast nánar eftir þeim. 1 jún£ 1969 fletti var lokað fyrir nokkrum arum vegna alþjóðlegs þrýstings. Vonandi verður barizt fþjót- lega aftur á götum Aþenu. (Einkum byggt á greinaflokki £ danska blaðinu Information Þröstur Haraldsson.) í orói og áborói utnar£kismálanefndin ofan af þv£, að bandar£skur hera.fli hafði £ tvö ár tekið þátt £ að minnsta kosti tveim yfirgrips- miklum heræfingum á Spáni, sem höfðu þann tilgang að fullkomna tækni við að bæla niður upp- reisn gegn Francostjórninni. Með þessum aðgerðum taldi utan^ r£kismálanefndin, að Bandarikin væru orðin skuldbundin að taka þátt £ hugsanlegri borgarastyrj- öld á Spáni. NATO-sáttmólinn heimilar valdarán Hernaðarsérfræðingur Daily Express, Pincher, segir frá þv£, að £ stúdentauppreisninni £ Frakklandi árið 1968 hafi de Gaulle, þáverandi forseti sent fyrirspurn til Lemnitfer, yfirmanns NATO £ Vestur-Evrópu um möguleika á hjálp til að bæla niður uppreisnina, ef stjórnar- völd landsins réðu ekki við það. Lemnitzer ráðfærði sig við lög- fræðinga s£na og svaraði, að önnur og fjórða grein NATO - sáttmálans væru þannig, að þær gæfu NATO leyfi til að bæla nið- ur uppreisn £ aðildarlöndunum, svo framarlega sem hætta væri á að hinu "frjálsa þjóðfélagskerfi yrði kollvarpað". Þann 9.12.'69 skrifaði San Francisco Sunday Examiner & Chronicle, að de Gaulle hefði sjálfur náð valdi á ástandinu, en varúðarráðstaf- anir hans hefðu greitt götu fyr- ir NATO-aðstoð við rikisstjórn Frakkalnds og annarra landa, ef til þess skyldi koma £ framt£ðinni. Árið 1969 voru haldnar £ Dan- mörku svokallaðar "Green Ex- press" heræfingar og voru það fyrst og fremst æfingar £ að bæl-a niður uppreisn og eyði- leggja verkfallsbaráttu. í NATO-heræfingum STRONG EX- PRESS, sem haldnar voru £ Noregi á sama t£ma og þjóðaratkvæða- greiðslan um aðild Noregs að EBE fór fram, var m.a. æfing £ að bæla niður innri óróa, eins og það er alltaf kallað, þegar þjóðin byrjar að láta sina skoð- un £ ljós. Nokkur skeyti frá æfingunum, sem birtust £ "Klasse- kampen", flettu ofan af tilgangi þeir.ra. Annað skeytið var peE- sónuleg beiðni frá yfirhers- höfðingjanum i Norður-Noregi. Hann biður um aukna vernd við æfin^arnar, þar sem hætta er á, að óabyrgir norskir eða erlend- ir aðilar (Sigurður Blöndal, yfirskógarvörður?) stefni ör- yggi Noregs £ hættu. Hitt skeyt- ið fjallar um upphugsað ástand og hljóðar þannig: "Bt NATO leynilegt. Strong Express æf- ingin. Niðurrifsstarfsemi. Kröfuganga gegn NATO var skipu- lögð £ gær £ Bodö. Um hundrað manns tóku þátt £ göngunni, flestir stúdentar. Ekki var gefið leyfi'til göngunnar og lögreglan handtók 12 manns. Æfing, Æfing. Æfing. Bt". Ungur norskur hermaður, sem var loftskeytamaður , kom skeytunum á framfæri. Hann situr nú £ fangelsi og biður dóms fyrir "glæpinn". Hverjar eru áætlanir NATO á íslandi um að koma á styrkri stjórn, Páll Ásgeir Tryggvason? Hverjir verða £ styrku stjórn- inni? Hver stal spjaldskrám Fylkingarinnar? Hvað vérður gert, ef islenska stjórnin ræð- ur ekki við verkföll og kröfu- göngur? EF SAMSTAÐA egn her í landi ■í tgefendur: Vietnamnefndin á Islandi____ Samtök herstöðvaandstæðipga Æskulýðssamband íslands Forsiða: Gylfi Gislason Vélritun: Bergþóra Einarsdóttir Matthildur Steinsdóttir Uppsetning:^Einar örn, Tore Ballestad Próförk: Elisabet Bjarnadóttir Rafn Guðmundss., Hjörleifur Sveinbjörnss, Ritnefnd: Árni Hjartarson, Eyjélfur Friðgeirsson, Ingibjörg Haralds- dóttir, ölafur Þ. Harðarson, öskar H. Albertsson, Sveinn R. Hauksson (ábm.), Úrsúla Sonnenfeld, Þorsteinn Vilhjálmsson GRIKKLAND. . . frh. af bls.

x

Samstaða gegn her í landi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samstaða gegn her í landi
https://timarit.is/publication/969

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.