Vísbending


Vísbending - 09.11.2009, Blaðsíða 1

Vísbending - 09.11.2009, Blaðsíða 1
Hisbending yikurit um viðskipti og efnahagsmdl 9. nóvember 2009 44. tölublað 27. árgangur ISSN 1021-8483 Framsækið skattkerfi Mynd: Mismunur á skattbyrði hjóna eftir því hvort annað eða bæði vinna 400 600 1000 Myndin sýnir aS mei nýju kerfi verSur skattbyrðin mun hxrri en nú er, efaSeins annaS hjóna vinnurfyrir tekjum. Heimild: Utreikningar Vtsbendingar. Nú hafa heyrst áform ríkisstjórnar- innar um skattlagningu á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum for- sætisráðherra þurfa skattahækkanir „aðeins“ að nema 52 milljörðum króna í stað 72 milljarða króna skatttekna sem áður voru áætlaðar. Miðað við fréttir virðast áform um skattheimtu enn ómótuð, en ýmsar hugmyndir hafa komið fram. Skattastefna Víshending er almennt á móti því að ríkið taki til sín óhóflegan hluta af tekjum almennings. Yfirleitt eru menn betur til þess hæfir sjálfir að meta hvernig fjármunum þeirra er best varið. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að nú er árferði slíkt í þjóðarbúskapnum að ekki verður hjá því komist að bæði auka tekjur ríkisins og draga úr útgjöldum. I stöðugleikasáttmála sínum við aðila vinnumarkaðarins skuldbatt ríkið sig til þess að brúa 55% af bilinu milli gjalda og tekna með niðurskurði útgjalda. Engu að síður þarf að hækka skatta. Stundum virðist eins og talsmenn fjármálaráðuneytisins flýti sér að setja í Ioftið hugdettur um nýja tekjustofna. Þannig var við framlagningu fjárlaga stefnt að því að taka upp ný orku-, umhverfis- og auðlindagjöld sem áætlað var að skili 16 milljörðum króna á ári. Þetta var athyglisvert innlegg í baráttuna um að fá nýtt erlent fjármagn hingað til lands. A sama tíma var talað um að fjármagnstekjuskattur yrði jafnhár tekjuskatti. Með þvf er hægt að ná frá eigendum verulegum hluta af þeim sparnaði sem ekki tapaðist í hruninu. Nú er talað um að tvöfalda virðisaukaskatt á blöð og bækur. Seðlabankinn boðar 16% kaupmáttarskerðingu á næsta ári. Ekki er víst að hækkað verð á bókum yrði til þess að auka lestur við þær aðstæður. En þó að engin þessara hugmynda um skattahækkana virðist snjöll eða réttlát breytir það því ekki að með einhverju móti þarf ríkið að ná inn tekjum. Við skattheimtu verða yfirvöld að hafa eftirfarandi í huga: • Réttlæti • Samkeppnisstaða greina innanlands skekkist ekki • Samkeppnisstaða við erlend fýrirtæki veikist ekki • Skattkerfið og eftirlit með því sé einfalt • Skattar séu hóflegir • Skattstofnar séu breiðir Þess vegna er skynsamlegra að finna skattstofna sem gefa miklar tekjur án þess að skerða ráðstöfunartekjur almennings fram úr hófi. Ef þær minnka, dregur úr neyslu og efnahagsbatinn kemur mun síðar fram en ella. Hugmyndir um flókinn tekjuskatt I Morgunblaðinu og RUV í var því haldið fram dagana 9. og 10. nóv. að taka ætti upp tekjuskattkerfi í mörgum þrepum fyrir einstaklinga. Þar er gert ráð fyrir í stöðugleikasáttmála sínum við aðila vinnumarkað arins skuldbatt ríkið sig til þess að brúa 55% af bilinu milli gjalda og tekna með niðurskurði útgjalda. Engu að síður þarf að hækka skatta. því að sögn þessara miðla að hæsta tekjuskattsþrepið yrði miðað við 500 þús. krónur á einstakling, eða 47,1%, þrepið í miðjunni við 41,1% og það lægsta þar fyrir neðan, eða 36,1%. Ekki er sagt við hvaða tekjur miðþrepið miðast, en gera má fiamhald d bls. 3 1 Hugmyndir um ^ Nú er komin fram • Dr. Sigurður B. A Bandarískir ráðamenn 1 skattlagningu f \ ný hugmynd um • D Stefánsson svarar "X leggja meiri áherslu á virðast heldur tímabundinn skatt : spurningum að leysa vandamálin en fálmkenndar. á lífeyrissparnað. : Vísbendingar. finna sökudólga. VISBENDING • 44. TBL. 2 0 0 9 ^ÖMBÓKASf^

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.