Vísbending - 16.11.2009, Blaðsíða 2
Hver eiga skattleysismörk að vera?
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
Prófessor
r
Islendingar greiða fast hlutfall af
tekjum sínum í tekjuskatt, þegar
komið er yfir ákveðin skattleysismörk,
sem hafa verið breytileg frá ári til árs.
Ósjaldan heyrist, ekki síst fyrir kosningar,
að hækka beri skattleysismörkin. Stefán
Ólafsson félagsfræðiprófessor fullyrti í
Morgunblaðinu 24. febrúar 2006, að „hin
lævísa rýrnun skattleysismarkanna" væri
„leynivopnið sem ríkisstjórnin hefur notað
til að auka skattbyrði og í leiðinni hefur hún
aukið ójöfnuðinn stórlega“. Taldi hann, að
lækkun skattleysismarka að raungildi væri
aðalskýringin á því, að skatttekjur ríkisins
hefðu hin síðari ár hækkað í hlutfalli við
landsframleiðslu.
Þá er þess fyrst að geta, að skattleysis-
mörk eru talsvert hærri á Islandi en í
grannlöndunum, eins og sést á töflu 1,
þar sem sýnd eru skattleysismörk í ýmsum
löndum árið 2006 á sambærilegu verðlagi.
Til dæmis voru skattleysismörk í Svíþjóð
þá aðeins um einn níundi af því, sem þau
voru á íslandi.
Tafla 1: Skattleysismörk
í ýmsum löndum 2006
Land Lágmark kr. Himark kr.
island 948.647 948.647
Danmörk 450.980 536.490
Finnland 129.336 336.448
Noregur 730.247 1.048.644
Sviþjóð 110.249 288.343
Bretland 644.266 644.266
Óneitanlega skýtur skökku við í Ijósi
þessara talna, þegar krafxst er hækkunar
skattleysismarka á Islandi.
I öðru lagi virtist Stefán Ólafsson ekki
gera sér grein fyrir, að skatdeysismörk hafa
frá 1995 verið vanreiknuð í opinberum
tölum. Astæðan er sú, að árið 1995 var
ákveðið, að lífeyrisgjöld launþega yrðu
undanþegin álagningu tekjuskatts. Þetta
jafngilti talsverðri hækkun skatdeysismarka.
Arið 1999 var síðan ákveðið, að séreignar-
sparnaður í lífeyrissjóðum yrði einnig
undanþeginn álagningu tekjuskatts. Þetta
jafngilti einnig hækkun skatdeysismarka
(þótt séreignarsparnaður sé ólíkt lífeyris-
gjöldum ekki lögboðinn, svo að ekki nýta sér
hann allir). Sveinn Agnarsson hagfræðingur
reiknaði haustið 2008 út, hver hin
raunverulegu skattleysismörk væru að teknu
tilliti til þessara atriða. I töflu 2 eru annars
vegar opinber og hins vegar raunveruleg
skatdeysismörk á verðlagi ársins 2007.
Mynd: Skattleysismörk lækkuðu lítt eftir 1992
kl 2* (/> ‘=3 ■Q. 1500.0
5 :0 E 1000.0
(/> 'é. Ö> 500.0
*2 n 3 0.0
S1 ■c •<
1 Raunveruleg skattleysismörk á verölagi 2007
1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006
Heimild: Ríkisskattstjóri og Sveinn Agnarsson.
Þegar borin eru saman raunveruleg
skattleysismörk 1992 og 2007, sést, að
munurinn er á föstu verðlagi aðeins um
fjögur þúsund krónur á mánuði. I öðrum
skrifum sínum vildi Stefán Ólafsson
venjulega frekar miða við 1995, væntanlega
af því að þá hvarf Alþýðuflokkurinn úr
stjórn. En athyglisvert er, að skatdeysismörk
hækkuðu í raun um fjögur þúsund krónur
á mánuði frá 1995 til 2007.
Þróun raunverulegra skattleysismarka
sést enn betur á myndinni.
Skattleysismörk lækkuðu mest árin
1988-1990, í fjármálaráðherratíð Ólafs
Ragnars Grímssonar. Þau lækkuðu aftur
nokkuð 1992-1993, en gengu eftir það
smávegis upp og niður allt tímabilið til
2007, þegar þau hækkuðu talsvert aftur. Frá
og með 2007 voru skatdeysismörk bundin
við vísitölu verðlags. En hæpið er, eins og
Stefán Ólafsson virtist telja, að breytingar
á skattleysismörkum hefðu ráðið úrslitum
um afkomu ríkissjóðs frá 1991. Skatttekjur
af þeim tekjum, sem voru skattlagðar
vegna lækkunar skattleysismarka, en hefðu
ella verið skattfrjálsar, námu aðeins broti af
auknum tekjum ríkissjóðs á þessu tímabili.
Stefán Ólafsson fullyrti í skrifum sínum
árið 2006, að með lægri skattleysismörkum
hefði skattbyrði hinna tekjulægstu þyngst.
Það er rétt, en aðeins í þeim skilningi, að
þeir öðluðust getu til að greiða skatt, sem
þeir höfðu ekki áður. Ef hagur fyrirtækis,
sem rekið var með tapi og greiddi þess vegna
ekki tekjuskatt, vænkast, svo að það er rekið
með gróða og greiðir þess vegna tekjuskatt,
hefur þá eitthvað óæskilegt gerst? Ef hagur
manns, sem hafði lág laun og greiddi þess
vegna ekki tekjuskatt, vænkast, svo að
hann tekur að greiða tekjuskatt, hefur þá
eitthvað óæskilegt gerst?
Stefán Ólafsson hélt því einnig fram, að
tengja ætti skatdeysismörk við launaþróun
frekar en verðlag. En það er óeðlilegt: Þá
yrði alltaf sami tekjuhópurinn skattfrjáls
(sá, sem var neðan skatdeysismarka fyrsta
viðmiðunarárið, til dæmis 1995), jafnvel þótt
Taíla 2: Skattleysismörk
á íslandi 1988-2007
Ar Opinbor skattloysis- mörk / þús. kr. Raunvorulag skattloysis- mörk / þús. kr.
1988 1.387 1.387
1989 1.280 1.280
1990 1.219 1.219
1991 1.242 1.242
1992 1.225 1.225
1993 1.125 1.125
1994 1.103 1.103
1995 1.108 1.125
1996 1.085 1.125
1997 1.065 1.109
1998 1.073 1.117
1999 1.054 1.121
2000 1.047 1.138
2001 1.007 1.095
2002 996 1.082
2003 1.006 1.093
2004 998 1.085
2005 1.010 1.098
2006 996 1.083
2007 1.080 1.174
hann öðlaðist getu til að leggja sitt af mörk-
um til þarfa þjóðarbúsins. Hitt er eðlilegra, að
sem flestir greiði skatta. Þá er það sami hópxrr,
sem ákveður skatta og ber þá.
Að lokum er rétt að benda á, að með háum
skatdeysismörkum er smíðuð skattagildra.
Þeir, sem hafa tekjur rétt innan við þessi
mörk, hugsa sig um tvisvar, áður en þeir auka
við sig vinnu, hækka þannig tekjur sínar og
þyngja með því skattbyrðina. Því lægri sem
skatdeysismörkin em, því meiri líkur em hins
vegar á, að menn losni úr slíkri skattagildru.
Ef menn vilja í alvöru bæta kjör hinna
tekjulægstu, þá er ekki markvissast að gera
það með því að hækka skatdeysismörk, því að
sú aðgerð nýdst ekki aðeins hinum fátækustu,
heldur öllum skattgreiðendum, einnig
hinum tekjuhæsm. Hitt er skynsamlegra, að
lækka tekjuskatt og lækka skatdeysismörk, til
dæmis um helming, svo að þau yrðu svipuð
og í Danmörku, en hækka um leið bætur til
hinna tekjulægstu. Þá hitta menn í mark, en
ekki fram hjá því. Q
2 VÍSBENDING • +5. TBL. 2 0 0 9