Vísbending


Vísbending - 14.03.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.03.2008, Blaðsíða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 14. mars 2008 10. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 Er vont að fleiri greiði skatta? Að undaníörnu hefur verið hávær umræða um það að skattbyrði lág- launafólks hafi vaxið. Umræða af þessu tagi er að gott dæmi um það að hægt er að standa upp og hampa staðreyndum og láta líta út fyrir að þær tákni allt annað. Þegar fræðimenn segja grafalvarlegir á svip, að skattar á þá tekjulægstu hafi hækkað hlutfallslega en lækkað á þá sem hæstar hafa tekjurnar, virðist í fljótu bragði sem ríkið hafi seilst í vasa fátæks fólks en hlíft þeim ríku. Þetta er hins vegar rangt. Astæðan fyrir því að þeir sem lægst hafa launin borga meiri skatta nú en áður er að kjör þeirra hafa batnað. Fréttin er ekki meiri skattpíning heldur að láglaunafólki hefur fækkað. Samhjálp Eitt grundvallarsjónarmið í vestrænum sam- félögum er að samfélagið hafi skyldu til þess að hjálpa þeim sem verða illa úti af einhverj- um ástæðum. Menn sem aðhyllast þessa siðfræði mega ekkert aumt sjá og þeim líður illa, ef öðrum líður illa. Nú hefur nýr hugsunarháttur rutt sér rúms. I stað þess að menn líti á það sem þeir geta veitt sér af lífsins gæðum og gleðjist yfir því þegar þeim sjálfum vex fiskur um hrygg, eignast hús og bíl, horfa menn á stöðu sína í samfélaginu í heild. Ekki skiptir máli hvar menn standa miðað við algildan mælikvarða heldur hvar menn standa miðað við hina. Ef menn hugsa með þessum hætti líður þeim illa, ef öðrum líður vel. Þessar tvær stefnur eru ekki bara hégómi, heldur hafa þær áhrif á fræðilega umræðu. Fátækt er skilgreind með mismunandi hætti. I Bandaríkjunum voru skilgreind ákveðin fátæktarmörk fyrir rúmlega 40 árum og fátækt miðuð við hvort menn hefðu tekjur fyrir ofan eða neðan þau. Slík mörk má nefna algildfátaktarmörk vegna þess að þau miðast fyrst og fremst við ákveðnar skilgreindar þarfir. Mörkin í Bandaríkjunum eru nú nálægt 700 þúsund íslenskum krónum í árstekjur fyrir þann sem býr einn og við bætast 300 þúsund krónur fyrir hvern einstakling í heimili. Vegna þess að ódýrara er að búa í Bandaríkjunum en hér á landi má æda að sambærilega tala fyrir einstakl- ing á Islandi sé nálægt 1.200 þúsund krónum eða um 100 þúsund krónur á mánuði. Með slíkum algildum mælikvarða er mögulegt að engir þjóðfélagsþegnar telj- ist fátækir. Annar mælikvarði er að telja alla fátæka sem hafa minna en helming af miðlaun- um (miðlaun eru laun þar sem helming- ur þjóðarinnar hefur meiri og helmingur minni laun). Samkvæmt þessari skilgrein- ingu væri íslensk hjón með minna en 3,5 milljónir í árstekjur fátæk (það eru um 300 þúsund krónur á mánuði) miðað við skattaupplýsingar árið 2007. Hér er talað um blutfallslega fátekt. Fátækur maður á Islandi væri t.d. forríkur á Kúbu. Falsrök Þegar fræðimenn setja fram niðurstöður er mikilvægt að þeir sem túlka niðurstöður skilji hvað um er rætt. Til dæmis má ekki skella fram tölum um hlutfallslega fátækt á Islandi og láta eins og hún sé sambæri- leg við hlutfallslega fátækt annars staðar, til dæmis í Afríku eða á Indlandi. Þetta er þó einmitt það sem gerist þeg- ar talað er um að skattbyrðin hafi þyngst frá því sem áður var á þeim sem lægst hafa launin. I þjóðfélaginu verða alltaf einhver 10% sem hafa lægri laun en hin 90%. Þessi hópur breytist stöðugt. Sumir hald- ast vissulega í svipuðum störfum lengi en hreyfanleiki er mikill í þeim hópi sem lægst hefur laun. Ungt fólk vinnur sér inn litlar tekjur þegar það kemur inn á vinnu- markaðinn og hækkar í launum þegar það fær menntun og reynslu. Það er því breyti- legt hverjir eru í hópnum. Slíkur hópur verður alltaf til. Það sem máli skiptir er hvernig tekjur manna þróast. Dæmi: Segjum að í tekjuminnsta hópnum séu einstaklingar sem árið 1995 hefðu allir haft um 100 þúsund krónur á mánuði á núvirði. Skattleysismörk væru 100 þúsund krónur og þeir sem fengju meiri tekjur greiddu 35% skatt af tekjum umfram 100 þúsund krónur. Enginn í hópnum greiðir skatt. Hins vegar hefði maður með 170 þúsund krónur í laun þá greitt tæplega 25 þúsund krónur í skatta. Hann var talinn aflögufær. Gerum ráð fyrir að engin verðbólga sé, en kaupmáttur aukist ár frá ári og tólf árum seinna sé svo komið að allir í þjóðfélaginu hafi hækkað í launum um nálægt 70%. Þetta er kaupmáttaraukning og vegna þess að verðlag hefur ekki breyst breytast skatdeysismörk ekki heldur. Tekjur þess hóps sem lendir í lægstu 10% eru nú um 170 þúsund krónur á mánuði. Þeir greiða um 25 þúsund krónur í skatta rétt eins og all- ir sem hafa þessar tekjur hafa gert árum saman. Staða þeirra hefur batnað og þeir eru nú taldir aflögufærir til þjóðfélagsins. En ef Iaun þeirra lækka aftur á næstu tólf árum niður í 100 þúsund krónur, þá greiða þeir enga skatta. Myndi það gleðja fræðimenn? Væri það betra þjóðfélag? Niðurstaða Dæmið hér að framan er sambærilegt við þróunina á Islandi nema hér er auðvitað verðbólga sem ruglar menn í ríminu. Kaupmáttur hefur aukist um 70% á tólf árum og fleiri greiða skatta en áður. Það er rangt að tönnlast á því að í þessu felist ósanngirni. Eina leiðin til þess að halda skatthlutfalli óbreyttu með auknum kaupmætti er flatir skattar. I stað þess að býsnast yfir því að þeir sem minnstar tekjur hafi greiði nú meiri skatta en áður, ættu menn að gleðjast yfir því að kjör þeirra sem minnst fá hafi batnað svo mikið sem raun ber vitni. Q "1 Er hægt að halda röngum Frumkvöðlar og fjármagn O Boðar það bætta tíma á Kúbu A Hvers vegna hegða skyn- 1 fúllyrðingum um skatt- f j þurfa að ná saman til þess D að nýr Castro tekur við samir menn sér óskynsam- • byrði svo lengi áffam að þær verði réttar? að ffamfarir getí orðið. forsetaembættinu? lega og kemur það okkur eitthvað við? ^SB0KAS/VV7 'SQ>. VISBENDING 7 TBL 2008 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.