Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttatķminn

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttatķminn

						Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason 
mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is .  
Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.  
Á Ástæða er til þess að staldra við um áramót, líta um öxl og síðan fram á við. Árið sem nú er að líða hefur um margt verið Íslending-um gjöfult. Við erum smátt og smátt að ná okkur upp úr öldudal kreppunnar. Sjávar-
útvegur hefur um alllangt skeið gengið vel, 
skapað mikil verðmæti og verið veigamikill 
þáttur í viðsnúningi til betri vegar. Þar er 
hins vegar blika á lofti, annars vegar vegna 
þess að markaðir eru ótrygg-
ari en verið hefur með líkum 
á lækkandi afurðaverði og 
hins vegar vegna óvissu um 
stjórnkerfi sjávarútvegsins. 
Sú óvissa hefur sett mark sitt 
á atvinnuveginn og orðið til 
þess að draga úr nauðsyn-
legri fjárfestingu. Þar þarf að 
ná lendingu. Sátt þarf að ríkja 
um undirstöðuatvinnuveginn. 
Að honum þarf að búa svo 
hann dafni og skili með þeim 
hætti afrakstri til þjóðarinnar.
Ferðaþjónustunni verður vart lýst með 
öðrum hætti en að þróunin hafi verið ævin-
týraleg. Hvert metið á fætur öðru var slegið 
í fjölda erlendra gesta sem sóttu okkur 
heim, hvort heldur var milli mánaða eða 
árið í heild. Ferðaþjónustufyrirtækin hafa 
blómstrað, flest að minnsta kosti. Æ fleiri 
flugfélög fljúga hingað en Icelandair ber, 
sem fyrr, ægishjálm yfir önnur. Starfsemi 
Iceland Express sameinaðist hinu nýstofn-
aða félagi Wow-air en félögin, sitt í hvoru 
lagi og sameinuð, hafa auðveldað fólki milli-
landaflug með hagstæðum fargjöldum. 
Aukið gistirými býðst, bílaleigum fjölgar og 
hópferðafyrirtækin sinna sínu. Fjölbreytt af-
þreying er í boði en sem fyrr er það íslensk 
náttúra sem höfðar til flestra. Mesti vandinn 
sem við stöndum frammi fyrir er að gæta að 
náttúruperlum landsins. Álagið er að nálgast 
þolmörk á vinsælustu stöðunum. 
Veðurblíða sumarsins 2012, nánast um 
allt land, létti mönnum lífið. Landið skartaði 
sínu fegursta enda ferðast landsmenn meira 
um eigið land en áður. Síhækkandi eldsneyt-
isverð setur þó strik í reikninginn. Það var 
í hæstu hæðum á árinu og hefur vissulega 
áhrif á rekstur heimilanna.
Þótt sumarið væri blítt vorum við minnt á 
það, snemma í september, á hvaða breidd-
argráðu við búum. Mikið hret áður en rekið 
hafði verið af fjalli norðanlands olli búsifjum. 
Margir sauðfjárbændur urðu fyrir tilfinnan-
legu tjóni í áhlaupinu vegna fjárfellis.
Óvissa fylgir nýju ári, eins og ævinlega. 
Þar ráðum við örlögum okkar hins vegar að 
miklu leyti sjálf, þótt vissulega séum við háð 
ytri aðstæðum, ástandi á erlendum mörk-
uðum og efnahagsástandi í viðskiptalöndum 
okkar. Engin ástæða er þó til að ætla annað 
en hagur landsmanna haldi áfram að batna 
ef skynsamlega verður á spilum haldið. 
Mikil ábyrgð hvílir á aðilum vinnumarkaðar-
ins þegar kemur að endurskoðunarákvæð-
um kjarasamninga nú í byrjun árs. Það er í 
þágu atvinnulífs og launþega að efna ekki til 
átaka sem leitt gætu til háskalegra verð-
bólgusamninga. Ekkert kæmi heimilunum 
verr. 
Alþingiskosningar verða í vor. Síðustu 
þingkosningar, vorið 2009, voru haldnar við 
sérstakar aðstæður. Þá ríkti órói í samfé-
laginu, að vonum, eftir bankahrun með 
alvarlegum efnahagslegum afleiðingum. 
Núverandi ríkisstjórn tók við erfiðu búi 
og pólitísk átök hafa verið hörð á kjör-
tímabilinu. Margt hefur bærilega tekist en 
annað miður. Krafa kjósenda hlýtur að vera 
að við taki samstíga ríkisstjórn að loknum 
kosningum, hvaða flokkar sem að henni 
kunna að standa ? og að kjörnir fulltrúar 
snúi bökum saman um framfaramál.
Svo við á Fréttatímanum lítum okkur nær 
þá hefur blaðinu vaxið fiskur um hrygg á því 
ári sem er að líða. Lestur Fréttatímans hefur 
aldrei verið meiri en nú. Blaðinu hefur verið 
afar vel tekið af lesendum og auglýsendum. 
Það hefur fest sig vel í sessi þegar það hefur 
sinn fjórða árgang. Fyrir þær móttökur ber 
að þakka. Starfsfólk Fréttatímans mun kapp-
kosta að gera gott blað enn betra á nýju ári.
Gleðilegt ár.
Áramót
Upp úr öldudalnum
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Gnarr slær á gikkfingur
Byssurnar ykkar og vopnaeign er 
vandamálið. Þið þurfið meira 
eftirlit með skotvopnum. 
Þetta er skammarlegt.
Jón Gnarr, borgarstjóri, 
sendi byssuóðum Banda-
ríkjamönnum tóninn á 
Facebook.
Bullað úti í bæ
Þá bara ræða menn úti í bæ það. 
Þeim er það frjálst. Ég get ekki tekið 
þátt í að ræða einhverja svona vitleysu.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari 
Rhein-Neckar Löwen, var ekkert sér-
staklega ánægður í spjalli á X-inu með 
kjaftagang og samsæriskenningar um 
hvers vegna Alexander Peterson ætlaði 
að taka sér frí frá íslenska handknatt-
leikslandsliðinu.
Skelfilegir gíróseðlar
Ég hef fundið fyrir ótta hjá fólki 
um hvaða reglur muni gilda vegna 
formannskjörs.
Árni Páll Árnason, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, hefur fengið óttablandin 
viðbrögð við áformum Samfylking-
arfélags Reykjavíkur að heimila 
eingöngu þeim sem greitt hafa 
félagsgjöld sín að taka þótt í 
formannskjöri flokksins.
Inn og út um gluggann
Svo fórum við að tala við 
drenginn út um eldhús-
gluggann, buðum honum súpu 
og hangikjöt.
Bóndinn á Ásólfsstöðum, Sigurður 
Páll Ásólfsson, tók höfðinglega á móti 
strokufanganum Matthíasi Mána sem 
bankaði upp á hjá honum árla morguns 
og tilkynnti um uppgjöf  sína.
Lömbin þagna
Hér er fólk í klæðum framleiddum af 
barnaþrælum og alls kyns ljótum bolum 
og skyrtum. 
Árni Johnsen, sá þjóðlegi þingmaður, 
brást hinn versti við því að honum og 
Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráð-
herra var gert að afklæðast lopapeysum 
sínum í þingsal.
Ambögumóri
Konnekkktikött (Connecticut ,frb konn-
ettikött) draugurinn gekk aftur 
í fréttum Ríkissjónvarps á 
Þorláksmessukvöld. Og 
Molaskrifari sem hélt 
að búið væri að kveða 
drauginn niður. Þetta 
er ótrúlega erfitt!
Málvöndurinn Eiður 
Guðnason þreytist ekki 
á að reyna að kenna 
fréttafólki Ríkisútvarpsins 
að bera Connecticut rétt 
fram en á ekki erindi sem erfiði.
Í einangrun
Þetta er yndislegt. Ég er að fá að vita 
að drengurinn minn er heill á húfi, 
hann er kominn aftur á Litla-Hraun, 
það er bara alveg nóg fyrir mig, hjartað 
mitt er aftur komið á sinn stað.
Amma strokufangans Matthíasar Mána 
gladdist mjög þegar barna-
barnið skilaði sér undir 
mannahendur eftir viku 
útilegu. 
? Vikan sem Var
Ólafur Stefánsson handboltamaður er maður 
vikunnar að þessu sinni vegna þess að hann hefur 
ákveðið að verða við beiðni Arons Kristjánssonar 
landsliðsþjálfara og leika með íslenska landsliðinu á 
heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer á 
Spáni í janúar, handboltaáhugafólki til mikillar gleði. 
Ólafur lék síðast með landsliðinu á Ólympíuleik-
unum í London síðasta sumar og tilkynnti að þeim 
loknum að hann væri hættur að leika með 
landsliðinu. Hann lék síðast með AG København 
sem varð gjaldþrota í sumar. Í byrjun desember 
skrifaði Ólafur síðan undir samning við lið í Katar, 
Lakhwiya Sports Club, og heldur til höfuðborgar 
landsins, Doha, í kjölfar heimsmeistaramótsins, 
þar sem hann hyggst spila í tæpt hálft ár. 
Ólafur er einn ástsælasti íþróttamaður landsins 
og hefur fjórum sinnum hlotið titilinn íþróttamaður 
ársins. 
MaðuR vikunnaR
Leiðir landsliðið á ný
wowtravel.is
Verð á 
mann frá: 12.990 kr.
á nýju ári
Innifalið er flug með sköttum.
Bókaðu á wow.is eða í síma 590 3000.
Köben
Kíktu í kaupstaðinn
Verð á mann
í tvíbýli, frá: 46.900 kr.
Innifalið er flug með sköttum, gisting í 2 nætur með 
morgunverði á Wakeup Copenhagen.
Bókaðu á wowtravel.is eða í síma 590 3000.
Borgarferð
Alhliða ánægjuför
til Köben
Flug, gisting, hafmeyja og öl
Verð á mann
m.v. 2 fullorðna
og 1 barn, frá: 89.633 kr.
Innifalið er flug og gisting á Hotel Salzburgerhof með hálfu fæði.
Afslátturinn gildir á skíðapökkum í janúar 2013.
Bókanlegt á wowtravel@wowtravel.is 
eða í síma 590 3000.
Skíðaferð
Brunaðu til Austurríkis
með alla ölskylduna
50% afsláttur á flugi fyrir börnin
Tímabil: 7. jan. ? 15. mars
8. ? 10. febrúar
Gott færi
LOFORÐ
WOW
LÆGSTA VERÐIÐNÝJAR VÉLAROG BREIÐASTABROSIÐ
8 viðhorf Helgin 28.-30. desember 2012

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56