Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttatķminn

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttatķminn

						BREYTT OG BÆTT VÍNBÚÐ 
EFTIR ÁRAMÓT
vinbudin.is
VÍNBÚÐINNI OKKAR Í AUSTURSTRÆTI VERÐUR LOKAÐ 
Í JANÚAR OG FRAM Í FEBRÚAR VEGNA ENDURBÓTA. 
HLÖKKUM TIL AÐ BJÓÐA YKKUR VELKOMIN Í NÝJA OG 
BETRI VÍNBÚÐ.
Valur Freyr Einarsson 
og Ilmur Stefánsdóttir
Hjónin Valur Freyr Einarsson 
og Ilmur Stefánsdóttir, mynd-
listarkona og leikmyndahönnuður, 
áttu leiksýningu ársins, Tengdó, á 
Grímunni í sumar. Valur Freyr fékk 
að auki leikskáldaverðlaunin en hann 
samdi verkið um mömmu Ilmar. Þá var 
hann valinn besti leikari ársins.
Damon Younger
Damon átti firnasterka innkomu í 
hlutverki brjálæðingsins Brúnó í 
Svartur á leik. Myndin var gegnum-
sneitt ákaflega vel leikinn en Damon 
skyggði á alla aðra. Í dómi Frétta-
tímans um Svartur á leik var þetta 
sagt um Damon: ?Damon Younger er, að 
öðrum ólöstuðum, aðalgæi myndarinn-
ar. Hann er hreint út sagt frábær Brúnó 
og skilar svo ógeðslegum sikkópata með 
slíkum ísköldum glæsibrag að annað 
eins illmenni hefur ekki sést í íslensku 
bíói. Frammistaða á heimsmælikvarða!?
Katrín Jónsdóttir
Katrín átti stórleik með 
íslenska kvennalandsliðinu í 
knattspyrnu. Fyrirliðinn leiddi lið 
sitt aftur á stórmót í knatt-
spyrnu auk þess sem hún sinnti 
læknastörfum af sömu elju og metnaði 
og á knattspyrnuvellinum.
Sóley Stefánsdóttir
Tónlistarkonan Sóley kom öllum á 
óvart þegar nýtt myndband 
hennar við lagið I'll drown af 
plötunni We Sink, sem kom út í 
fyrra, sló hressilega í gegn á 
Youtube. Það lag og reyndar 
fleiri lög eftir hana hafa náð fleiri 
milljónum spilana á vefsíðunni.
Ingibjörg Reynisdóttir 
Leikkonan Ingibjörg Reynisdóttir á 
óvæntustu metsölubók síðustu ára 
en bók hennar um einbúann Gísla á 
Uppsölum hitti þjóðarsálina í hjartastað 
og hefur selst í bílförmum. Hún ýtti við 
bæði Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur 
á metsölulistum jólabókaflóðsins.
Vilborg Arna Gissurardóttir 
Útivistarkonan Vilborg Arna eyðir jólunum alein 
á Suðurheimskautinu en hún gerir ráð 
fyrir að komast á Suðurpólinn um miðjan 
janúar en þá hefur hún lagt að baki 
um 1100 kílómetra. Þetta gerir hún til 
stuðnings styrktarfélagsins Líf.
Gréta Salóme
Fiðluleikarinn fingrafimi Gréta Salóme heillaði 
landann með lagi sínu Never Forget eða Mundu 
eftir mér í Söngvakeppni Sjónvarpsins og fór síðan 
með lagið til Bakú í Aserbaídsjan þar sem hún keppti 
fyrir hönd landsins í Eurovision. Hún hafnaði í 20. sæti 
og sendi nýverið frá sér sína fyrstu hljómplötu.
Elva Dögg
Elva Dögg Gunnarsdóttir er með versta 
tilfelli Tourette-heilkennis sem læknir 
hennar hefur nokkru sinni séð. 
Brynja Þorgeirsdóttir kynnti 
Elvu fyrir þjóðinni með heimildar-
mynd sinni Snúið líf Elvu. Elva er með 
fyndnari uppistandsgrínurum lands-
ins og fer á kostum á sviði þar sem hún gerir 
ekki síst grín að sjálfri sér og sjúkdómi sínum.
Jón Margeir Sverrisson 
Sundkappinn kom, sá og sigraði á Ól-
ympíumóti fatlaðra í London. Þessi 19 ára 
Kópavogsbúi eyðir 25 klukkustundum í 
sundlaug á viku. Hann er elstur þriggja 
systkina og býr hjá einstæðum föður sínum. 
Íslendingar samglöddust honum ákaflega þegar 
hann vann til gullverðlauna á mótinu.
Bjarni Benediktsson
Formaður Sjálfstæðisflokksins 
á ekki sjö dagana sæla með 
Hönnu Birnu á ljóshraða upp 
metorðastigann innan flokksins. 
Bjarni varð að vísu efstur í prófkjöri 
flokksins í Suðvesturkjördæmi  en 
fékk aðeins 54% stuðning í efsta 
sætið sem er engum formanni 
gott veganesti í kosningabaráttu. Þá var DV 
duglegt við að herða vafningssnöruna um 
háls Bjarna á árinu sem hann klárar laskaður 
og á hálum ís.
Þóra Arnórsdóttir og 
Svavar Halldórsson
Hjónin Þóra og Svavar fengu sterkan 
meðbyr þegar Þóra gaf kost á sér til 
embættis forseta Íslands gegn hinum 
þaulsætna Ólafi Ragnari 
Grímssyni. Á tímabili leit 
úr fyrir að Ólafi Ragnari 
stæði mikil og raunveruleg ógn 
af framboði Þóru en eftir því 
sem leið á baráttuna fjaraði 
undan framboði hennar 
á meðan forsetinn sótti 
hressilega í sig veðrið. 
Þóra var valin vinsælasti sjónvarps-
maður ársins áður og naut mikilla 
vinsælda sem aðstoðarritstjóri Kastljóss og 
spyrill í Útsvari. Eftir hrakfarirnar í kosninga-
baráttunni hefur lítið sem ekkert sést til 
sjónvarpsstjörnunnar og skjárinn er fátæklegri 
fyrir vikið. Eiginmaður hennar átti ekki heldur 
sjö dagana sæla á árinu. Fortíð hans þvældist 
fyrir framboðinu en á móti kom sú virðing 
sem hann naut fyrir að hafa gengið hart 
fram í fréttaflutningi af bralli Jóns Ásgeirs 
Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar. Þar 
var þó kappið meira en forsjáin og Hæstiréttur 
dæmdi honum í óhag í meiðyrðamáli sem Jón 
Ásgeir höfðaði gegn honum. Svavar er kominn 
aftur í fréttirnar en hefur ekki sýnt sömu 
tilþrif og fyrir kosningatapið.
Björn Valur Gíslason
Formaður fjárlaganefndar 
og innsti koppur í her-
búðum Steingríms J. Sigfús-
sonar neyddist til þess að tefla 
djarfan leik í vetur þegar 
hann flutti sig um set og 
gaf kost á sér í forvali 
Vinstri grænna í Reykjavík. Sjóarinn 
að norðan höfðaði ekki til lattélepjandi 
lopapeysuliðsins í höfuðborginni sem 
hafnaði honum. Björn Valur hverfur því 
af þingi á næsta ári.
Lilja Mósesdóttir
Lilja var einn grimmasti villikötturinn 
í flokki Vinstri grænna og endaði með 
að yfirgefa flokkinn. Hún fór með 
himinskautum í vinsæld-
um eftir brotthlaupið og 
mældist með um 25% fylgi 
í fyrstu skoðanakönnun eftir 
að hún boðaði að hún myndi 
stofna nýtt stjórnmálaafl. 
Síðan varð Samstaða til 
en vinsældir Lilju gufuðu 
upp, hún hætti við að taka að sér for-
mennsku í hinum nýja flokki og yfirgaf 
hann síðan. Lilja náði hátt á listum yfir 
fólk ársins fyrstu árin eftir hrun en nú vilja fáir 
Lilju kveðið hafa.
Sigrún Stefánsdóttir
Löngum drottnunartíma Sigrúnar Stefáns-
dóttur sem dagskrárstjóra Ríkisútvarps-
ins lauk skyndilega á árinu 
eftir að hún lenti upp á kant við 
blóðheitan útvarpsstjórann, Pál 
Magnússon. Staða dagskrárstjóra 
felur óneitanlega í sér völd og áhrif í 
menningarlífinu en deila um má 
um hversu vel Sigrún spilaði úr 
þeim þar sem á meðal rósanna í 
hnappagati hennar voru mislukkaðir þættir 
eins og Tríó og Kexvexmiðjan.
Stjörnuhröp 2012
STJÖRNUR ÁRSINS 2012 FRAMHALD
22 úttekt Helgin 28.-30. desember 2012

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56