Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttatķminn

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttatķminn

						? Skákakademían
Blóði drifin fæðingarsaga
U ppruni skákarinnar er mistri hulinn, en við vitum þó nokkurn veginn fyrir víst, að þetta vinsæl-
asta borðspil allra tíma var fundið upp á 
Indlandi. Í öndverðu var liðskipan tafl-
mannanna byggð á indverska hernum ? 
hrókurinn var stríðsvagn, biskupinn fíll 
og ?drottingin? var sérlegur ráðgjafi kon-
ungsins. Riddarinn var vitaskuld tákn 
riddaraliðsins og peðin gegndu hlutverki 
fótgönguliða.
Ekkert er vitað um ?höfund? skákar-
innar enda líklegt að hún hafi orðið til 
og þróast á löngum tíma. Til eru nokkr-
ar goðsagnir um uppruna skákarinnar, 
og samkvæmt þeirri vinsælustu fæddist 
skákin í blóði skapara síns. Það gerðist 
svona:
Maðurinn sem fann upp manntaflið gekk á fund 
fursta nokkurs á Indlandi og færði honum fyrsta 
taflsettið að gjöf. Furstinn varð himinlifandi yfir 
gjöfinni og tilkynnti í gleðivímu að uppfinningamað-
urinn fengi að launum hvaðeina sem hann óskaði sér. 
Sú ósk virtist mjög smá í sniðum, enda glottu menn 
við hirðina yfir hógværð uppfinningamannsins, sem 
aðeins fór fram á eitt hrísgrjón á fyrsta reit skákborðs-
ins, 2 á þann næsta, þá 4, 8, 16, 32 og svo framvegis, 
þannig að tala hrísgrjónanna tvöfaldaðist uns komið 
væri að 64. og síðasta reitnum.
Furstinn lét birgðavörðum sínum eftir að reikna 
dæmið, en settist sjálfur hugfanginn að tafli. Úr vöru-
skemmum furstans bárust hinsvegar ískyggilegar 
fréttir: Allar hrísgrjónabirgðir ríkisins dugðu ekki til 
að uppfylla óskina ? hrukku reyndar afar skammt. 
Margir hafa síðan dundað við að leysa indversku 
stærðfræðiþrautina, og einn reiknimeistari komst 
að þeirri niðurstöðu að hrísgrjónin hefðu dugað til 
að þekja jörðina alla með þykku lagi. Í öllu falli var 
morgunljóst að furstinn hafði lofað upp í ermina á sér: 
Samanlögð uppskera heimsins í mörg ár hefði ekki 
dugað til að uppfylla ósk hins slóttuga uppfinninga-
manns.
Viðbrögð furstans? Jú, samkvæmt 
þjóðsögunni lét hann hálshöggva 
uppfinningamanninn og hélt svo 
áfram taflinu.
Bragi skákaði stórmeisturunum í 
Landsbankanum
Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeist-
ari Íslendinga, fór á kostum í keppni 
roskinna meistara við ungar og efni-
legar skákkonur. Í liði með Friðriki 
voru kempurnar Hort, Romanishin 
og Uhlmann, allt kunnugleg nöfn úr 
skáksögunni, og þeir sigruðu með 
eins vinnings mun. Það var einmitt 
okkar maður sem tryggði gömlu 
kempunum sigur með vinningi í 
síðustu umferð. Friðrik tefldi afar vel 
og skemmtilega á mótinu, sem fram fór í Tékklandi.
Meðan Friðrik og félagar glímdu við skákkonurn-
ar fór fram Friðriksmótið í Landsbankanum, sem 
jafnframt var hraðskákmót Íslands. Landsbankinn 
hefur í næstum áratug staðið að mótinu ásamt 
Skáksambandi Íslands, og er Friðriksmótið einn af 
hápunktum íslenska skákársins.
Keppendur voru um 80 og í þeim hópi voru átta 
stórmeistarar. Enginn þeirra komst þó á verðlauna-
pall, sem er saga til næsta bæjar. Þrír urðu efstir og 
jafnir, alþjóðlegu meistararnir Bragi Þorfinnsson, 
Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnars-
son. Bragi varð efstur á stigum, enda rúllaði hann 
m.a. upp fjórum stórmeisturum á mótinu og er verð-
skuldaður Íslandsmeistari í hraðskák 2012.
Marlon, Marlene og Madonna...
Hvað eiga Bono og Bill Gates sameiginlegt? Jú, 
báðir eru áhugamenn um skák, einsog svo margir 
snillingar og frægðarmenni. Liðsmenn skákgyðj-
unnar koma svo sannarlega úr öllum áttum ? af 
öðrum kunnum skákáhugamönnum gegnum tíðina 
má nefna Beethoven, Churchill, Einstein, Verdi, 
Marlon Brando, Marlene Dietrich og Madonnu. Sú 
síðastnefnda hefur meira að segja sérstakan skák-
þjálfara!
skákþrautin
Hvítur hefur byggt 
upp sóknarstöðu 
og nú kemur 
lokahnykkurinn. 
Di Paolo hafði 
hvítt gegn Olivier. 
1. Hexf6! Hxf6 
2.Hxf6 1-0 (2.... 
gxf6 3.Dxh6+ Kg8 
4.Bc4+) 
Góða (skák)helgi!
Stórmeisturum skákað. Hjörvar steinn, Bragi og Jón Viktor efstir á Friðriks-
mótinu í Landsbankanum.
Madonna hefur sérstakan 
skákþjálfara.
skák 53 Helgin 28.-30. desember 2012
Gleðilegt ár
þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða
Dalvegur 22 · sími 515 2700
www.teitur.is · info@teitur.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56