Fréttatíminn - 23.03.2012, Blaðsíða 12
PÁSKATILBOÐ
Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400
YFIR 30 GERÐIR
GASGRILLA
Á PÁSKATILBOÐI
Er frá Þýskalandi
FULLT VERÐ
54.900
44.900
viðargrind
Mjög öflugt
Opið laugardag til kl. 14
Emaleraðar grillgrindur
3 kraftmiklir brennarar
Nr.00553
Sterk viðargrind
Stærð: 145 x 106 x 62cm
Emaleraðar grillgrindur
3 kraftmiklir brennarar
Sterk viðargrind
Stærð: 136 x 106 x 62
grill
Skoðið úrvalið á
www.grillbudin.is
F átt hefur verið meira talað um í íþróttaheiminum undanfarna daga en atvikið þar sem Fa-
brice Muamba, hinn 23 ára leikmað-
ur Bolton, hneig niður í miðjum leik
gegn Tottenham, um síðustu helgi og
fór í hjartastopp. Muamba var haldið
sofandi í öndunarvél fram á mánudag
en hefur tekið stórstígum framförum
þótt ástand hans sé enn alvarlegt.
Muamba er ekki fyrsti knatt-
spyrnumaðurinn sem fær fyrir hjart-
að í knattspyrnuleik á undanförnum
árum. Skemmst er að minnast þess
að Kamerúninn Marc Vivian Foe
lést í leik Kamerún og Kólombíu árið
2003 vegna hjartabilunar.
Guðmundur Þorgeirsson, yfir-
læknir á hjartadeild Landspítalans,
segir að það sé ekki hans tilfinning
að hjartabilanir knattspyrnumanna
séu fleiri nú til dags en áður. Það
sé hins vegar meira
áberandi í dag og oft
í beinni útsendingu.
Varðandi mál Muamba
segir Guðmundur að
sjúkdómsgreining
hafi ekki verið gefin út
og því viti hann ekki
nákvæmlega hvað
hafi hrjáð. „Margir
hjartasjúkdómar geta
legið til grundvallar
atviki sem þessu.
Algengasta orsökin
hjá ungum íþrótta-
mönnum og keppnis-
fólki sem er undir miklu álagi er
tiltekinn hjartavöðvasjúkdómur sem
er arfgengur. Hann kallast ofþykktar-
hjartasjúkdómur og lýsir sér í því að
hjartavöðvinn er óeðlilega þykkur.
Íþróttafólk með þennan sjúkdóm
hefur tilhneigingu til
að fá takttruflanir sem
geta reynst banvænar.
Þetta fólk er undir
gríðarlegu álagi og
þótt slík þjálfun sé
heilsuvæn í aðalatrið-
um þá getur veikleiki
í kerfinu afhjúpast
með miklum hvelli við
slíkar aðstæður,“ segir
Guðmundur.
Þegar hjartavöðvinn
er óeðlilega þykkur
getur fólk fengið svo-
kallaðan sleglahrað-
takt, runu af aukaslögum, sem eiga
upptök sín í sleglunum, pumpuhólf-
um hjartans, en ekki í gangráðnum
sem á að stjórna hjartslættinum. „Í
kjölfar sleglahraðtakts getur komið
svokallað sleglatif, kaótískur taktur,
sem leiðir til þess að afköst hjartans
snarminnka og verða jafnvel engin.
Hjartað hættir að pumpa, blóðþrýst-
ingurinn lækkar skyndilega og ekk-
ert blóð berst til heilans né annarra
líffæra. Ef ekki er brugðist við leiðir
þetta á stuttum tíma til dauða,“ segir
Guðmundur.
Hann segir að farið sé að mæla
með því í mjög auknum mæli að
íþróttafólk fari í hjartaskoðun. „Það
má yfirleitt greina þennan ofþykktar-
hjartasjúkdóm með hjartaómskoðun
en við fáum ekki fólk kerfisbundið
til okkar. Ef fólk sem er í hörðum
keppnisíþróttum fær svima eða
brjóstverki við áreynslu þá er það
ótvírætt tilefni til að láta skoða hjart-
að í sér,“ segir Guðmundur.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Fjórir sem
hafa látist eftir
hjartastopp á
fótboltavelli
2003
Marc Vivien Foe
Foe var 28 ára gamall ka-
merúnskur landsliðsmaður
sem lést eftir hjartastopp
í landsleik Kamerún og
Kólombíu í Lyon í Frakk-
landi. Hann var með
ofþykktarhjartasjúkdóm
2004
Miklós Feher
Feher var 24 ára gamall
leikmaður Benfica sem
lést eftir hjartastopp í leik
gegn Vittoria í portúgölsku
deildinni. Hann var með
ofþykktarhjartasjúkdóm.
2006
Rasmus Green
Green var 26 ára gamall
leikmaður danska liðsins
Næstved sem hneig niður
á æfingu eftir hjartaáfall
og var úrskurðaður látinn
við komu á sjúkrahús.
2007
Antonio Puerta
Puerta var 22 ára gamall
leikmaður Sevilla sem
hneig niður í leik gegn
Getafe í spænsku úrvals-
deildinni. Puerta þjáðist af
hjartasjúkdómi sem lýsir
sér þannig að vöðvafrumur
hægra megin í hjartanu
mynda sinn eigin hjart-
slátt, óháð taugakerfinu.
Hann kallast í daglegu tali
ARVC.
Þórir Hákonarson, framkvæmda-
stjóri Knattspyrnusambands Ís-
lands, segir í samtali við Frétta-
tímann að sambandið taki atburði
sem þessa mjög alvarlega. „Við
sendum til að mynda nú í byrjun
vikunnar bréf til allra félaga í
efstu deild karla og kvenna sem
og fyrstu deild karla með fyrir-
spurn um hvort hjartastuðtæki
sé til staðar á völlunum og hvort
einhver kunni á tækið. Við bíðum
eftir svörum frá félögunum og
skoðum hver staðan er í fram-
haldinu,“ segir Þórir.
Aðspurður segir Þórir að gerð
sé krafa um læknisskoðun í
Leyfiskerfi KSÍ en það sé ekki
tæmandi læknisskoðun. „Þetta
er ekki eins stíft og hjá Knatt-
spyrnusambandi Evrópu en
liðin í Evrópukeppninni þurfa að
gangast undir mjög stífa læknis-
skoðun. Mér telst til að á síðustu
þremur árum hafi leikmenn sjö
liða í efstu deildinni hér heima
gengist undir líka læknisskoðun
sem felur meðal annars í sér
hjartaómskoðun,“ segir Þórir og
bætir við að í kjölfarið á atvikinu
þegar Fabrice Muamba hneig
niður um síðustu helgi hafi for-
ráðamenn KSÍ ákveðið að taka
með hjartastuðtæki í allar keppn-
isferðir erlendis.
Knattspyrnu-
heimurinn stóð
á öndinni þegar
Muamba hneig
niður á White
Hart Lane um
helgina. Nordic
Photos/Getty Images
Yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans segir að margir hjartasjúkdómar geti orsakað það sem kom fyrir Fabrice Muamba, leikmann Bolton, í
bikarleik gegn Tottenham um liðna helgi. Muamba hneig niður undir lok fyrri hálfleiks og fór í hjartastopp. Læknirinn telur líklegast að um
ofþykktarhjartasjúkdóm sé að ræða sem er algengasta orsökin fyrir alvarlegri hjartsláttaróreglu hjá ungum íþróttamönnum.
Veikleiki í kerfinu getur
afhjúpast með miklum hvelli
Hafa sent fyrirspurnir um
hjartastuðtæki á völlum
Þórir Hákonarson, framkvæmda-
stjóri Knattspyrnusambands Íslands.
Guðmundur Þorgeirsson,
yfirlæknir á Landspítalanum.
12 fréttaskýring Helgin 23.-25. mars 2012