Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttatķminn

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttatķminn

						Áfengis- og vímu-efnasýki veldur fleiri 
dauðsföllum í hópi fólks 
undir 55 ára aldri en 
nokkur annar sjúkdómur. 
Sjúkdómurinn gerir 
þúsundir manna ófæra 
um að taka virkan þátt 
í samfélaginu, stuðlar 
að fátækt og félagslegri 
einangrun og veldur 
ómældum harmi í lífi 
einstaklinga og fjöl-
skyldna.
Þegar SÁÁ var stofnað fyrir 35 
árum hófst þjóðarátak 
í meðferð áfengis-
sjúklinga á Íslandi. Þetta 
þjóðarátak hefur skilað 
kraftaverki í baráttu sem 
menn stóðu áður ráð-
þrota gagnvart.
Talið er að um 30.000 alkóhólistar og 
vímuefnasjúklingar séu á 
Íslandi. Af þeim hafa rúm 
22.000 leitað meðferðar 
á Vogi. Það eru tæp 75 
prósent sjúklingahópsins 
sem er einsdæmi á al-
þjóðlegan mælikvarða. 
Áfengis- og vímuefna-
sjúkir eiga hvergi jafn 
auðveldan aðgang að 
fyrsta flokks meðferð og 
á Íslandi.
SÁÁ áætlar að helmingurinn af 
þessum 22.000 manns, 
eða allt að 12.000 ein-
staklingar, hafi náð lang-
tímabata frá áfengis- og 
vímuefnasýki.
ÚTGEFANDI:
SÁÁ ? Samtök áhugafólks um 
áfengis- og vímuefnavandann
Efstaleiti 7, 103 Reykjavík
Sími: 530 7600
ÁBYRGÐARMAÐUR:
Gunnar Smári Egilsson
RITSTJÓRI:
Mikael Torfason
BLAÐAMENN:
Jakob Bjarnar Grétarsson
Pétur Gunnarsson
LJÓSMYNDIR:
Haraldur Jónasson
UMBROT:
Helgi Hilmarsson
Frá stofnun SÁÁ hefur náðst frábær árangur í meðhöndlun 
áfengis- og vímuefnasýki á Íslandi. Í dag eru í samfélaginu um 10 til 12 þús-
und alkóhólistar í bata. Það er einstakur árangur. Það er líka einstakt að af 
um 30 þúsund alkóhólistum á Íslandi hafi um 22 þúsund leitað aðstoðar á 
Vogi. Það sýnir að samfélagið í heild þekkir þennan árangur; fólk í sama 
vanda leitar sömu lausnar.
Með því að byggja á þeim árangri sem hefur náðst má auka 
möguleika þeirra sem ekki hafa fundið bata til að öðlast betra líf. Stærsti 
vandi þeirra er ekki meðferðin sjálf heldur eftirfylgnin að meðferð lokinni. 
Þau sem nú glíma við áfengis- og vímuefnasýki eru verr sett félagslega en 
áður. Nú þarf fólk í þessari stöðu að feta lengri leið en fyrr til virkni í sam-
félaginu; öðlast menntun, fá vinnu og styrkja stöðu sína, svo að batinn verði 
varanlegur.
Innan þessa hóps er veikasta fólkið; langt leiddir áfengissjúkling-
ar, útigangsfólk, fólk með alvarlegar geðraskanir auk áfengis- og vímuefna-
sýki, illa farnir sprautufíklar, einangraðir nýbúar sem ná illa að tengjast inn 
í samfélagið og fangar og fyrrum fangar sem eru mjög félagslega skaðaðir. 
Reynslan hefur sýnt að með því að sérsníða úrræði að þörfum þessara ólíku 
hópa má í sumum tilfellum ná engu lakari árangri en með aðra alkóhólista. 
Þetta fólk er ekki veikasta fólkið af því það sé lakast; það er veikast af því að 
við bjóðum því ekki upp á úrræði sem henta stöðu þess.
Með réttum úrræðum og mannúðlegri meðferð  má líka stór-
bæta líf þeirra sem ekki ná varanlegum bata frá sjúkdómnum. Það má hjálpa 
sárveiku fólki til að komast út úr sjúkdómsástandinu í 200, 250 ? jafnvel 300 
daga á ári. Ef okkur stæði það til boða með aðra alvarlega sjúkdóma sem 
skerða jafn mikið lífsgæði fólks, myndum við án efa byggja upp slík úrræði. 
Það sama verður að gilda um fólk sem þjáist af áfengis- og vímuefnasýki.
Veikustu áfengis- og vímuefnasjúklingarnir eru síðasti sjúk-
lingahópurinn sem er enn á götunni. Fyrr á  öldum var flestum sjúklingum 
haldið utan hins almenna samfélags vegna þess að engin úrræði voru til. 
Þegar spítalar, heilbrigðisstofnanir, búsetuúrræði og endurhæfing byggðust 
upp á síðustu öld voru sjúklingahóparnir teknir í hús hver af öðrum; síðastir 
komu flogaveikir, geðveikir, þroskaheftir og loks alkóhólistar ? en því miður 
aðeins þeir sem náðu bata með einföldustu úrræðunum. Það fólk sem er af 
einhverjum ástæðum svo veikt fyrir að venjuleg úrræði duga ekki eða það 
getur ekki fótað sig í samfélaginu eftir venjubundna meðferð vegna þess 
hversu mikið sjúkdómurinn hefur skaðað það ? þetta fólk hefur ekki enn 
verið að fullu tekið inn í samfélag okkar; úrræði eru ekki mótuð að þörfum 
þess ? það hefur ekki sömu möguleika og aðrir að öðlast betra líf.
Annar hópur þolenda áfengis- og vímuefnasýki sem samfélagið hefur 
ekki viðurkennt eru börn sem alast upp við áfengis- og vímuefnasýki for-
eldra. Áætla má að um 5000 til 7000 börn búi á heimilum þar sem vandinn er 
slíkur að hann skaðar börnin. Þessi börn búa við þungt álag sem hefur mikil 
áhrif á heilsu þeirra og líf. Þau eru ekki aðeins útsettari fyrir að þróa með 
sér áfengis- og vímuefnasýki síðar á æfinni heldur líka aðra geðsjúkdóma; 
líkamlega sjúkdóma og félagslegan vanda. Það er skylda samfélagsins að 
viðurkenna tilvist þessara barna og vanda þeirra, viðurkenna að það er hægt 
að þróa úrræði til að bæta líf þeirra ? það er skylda samfélagsins að veita 
þessum börnum okkar bestu mögulegu hjálp.
Áfengis- og vímuefnavandinn er líklega kostnaðarsamasta heil-
brigðisvandamál okkar í dag og það sem er mest aðkallandi að takast á við. 
Þessi kostnaður kemur víða fram: Í heilbrigðiskerfinu, í atvinnuleysisbótum 
og framfærslu sveitarfélaganna, í slysum, glæpum og eignaspjöllum, í minni 
afköstum, minna framlagi til sameiginlegra sjóða og meiri fjarvistum á 
vinnumarkaði, í brottfalli úr skólum, í upplausn fjölskyldna og samfélags. 
Fyrir utan þann ávinning sem sérhver einstaklingur fær við bata er brýnt er 
að nýta betur þá fjármuni sem við höfum úr að spila til að byggja sameigin-
lega upp gott og traust samfélag.
Bandarískar rannsóknir hafa leitt í ljós að 20 prósent af fólkinu 
drekka 88 prósent af áfenginu. Áfengismarkaðurinn er því fyrst og fremst 
knúinn áfram af sjúklegri ofneyslu fólks sem skaðar heilsu sína, félagslega 
stöðu og lífsgæði sinna nánustu með drykkju. Sömu rannsóknir sýna að 
2,5 prósent fólksins, okkar allra veikasta fólk, drekka 26 prósent af heildar-
magninu.
Ríkissjóður leggur áfengisgjald á áfengi ? 11.200 milljónir á 
þessu ári. Þetta þýðir að allra veikasta fólkið á Íslandi, um 6250 manns, 
borgar í ár 2.900 milljónir í áfengisgjald. Þetta er skattur á sjúklega neyslu; 
fé sem tekið er af veikasta fólkinu og frá fátækustu fjölskyldunum. Þegar 
þessir sjúklingar og fjölskyldur þeirra þurfa síðan sárlega á sérstökum 
úrræðum að halda til að öðlast betra líf segjast stjórnvöld hins vegar enga 
fjármuni hafa til ráðstöfunar.
Þessi staða ? að stjórnvöld líti á áfengis- og vímuefnasjúklinga sem 
auðlind en víki sér undan ábyrgð á að veita þeim viðunandi úrræði ? er 
arfur frá fortíð og byggir á fordómum sem hæfa ekki í nútíma samfélagi og 
samræmast ekki þekkingu okkar á þessum sjúkdómi. Við eigum að láta af 
þeim ósið að líta á alkóhólisma sem aumingjaskap og sjálfskaparvíti sem 
samfélaginu komi ekki við. Það svíður undan þessu óréttlæti og mest meðal 
okkar veikasta fólks, okkar fátækustu fjölskyldna og í hópi þeirra barna sem 
mest þurfa á stuðningi samfélagsins að halda.
Þess vegna vill SÁÁ, samtök áfengis- og vímuefnasjúklinga og að-
standenda þeirra, hvetja fólk til að leggja fram frumvarp um sérstakt 10 
prósent áfengisgjald sem renni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. 
Fjámununum yrði varið til að byggja upp félagslega þjónustu sem er á for-
ræði sveitarfélaganna, en þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna sem skyldi. 
Sveitarfélögin eru of mörg, ólík, fámenn og févana til að byggja upp slíka 
þjónustu; meta þörf einstakra sjúklingahópa og sníða meðferðina að sér-
stökum þörfum ólíkra hópa.
Markmið frumvarpsins er að gjörbylta lífsgæðum þeirra sem þjást 
vegna áfengis- og vímuefnavandans og bæta með því samfélagið allt. Áfeng-
is- og vímuefnasýki er sá sjúkdómur sem hefur mest áhrif á flestar fjölskyld-
ur á Íslandi. Sá góði árangur sem síðustu 35 ár hafa fært okkur hefur snert 
nánast hverja fjölskyldu í landinu. Og ef okkur tekst að endurheimta ómæld 
verðmæti sem í þeim einstaklingum búa sem enn þjást vegna áfengis- og 
vímuefnavandans mun það hafa margföld jákvæð áhrif á líf alls almennings. 
Vilt þú breyta Íslandi? Vilt þú betra líf?
Þá hvetjum við þig til að gerast flutningsmaður að frumvarpi til varnar 
þolendum áfengis- og vímuefnavandans.
Betra líf,  
réttlæti og mannúð
 
Betra líf hvern einasta dag í 35 ár
Betra líf
22.000 hafa  
lagst inn á Vog
12-12.000 eru í 
langtímaBata
hVer króna til 
meðferðar  
skilar sjö  
krónum til Baka
2 OKTÓBER 2012

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88