Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttatķminn

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttatķminn

						Ég á nokkra vini sem eru langt leiddir alkóhólistar. Nokkrir þeirra, svona þrír eða fjórir sem ég veit um, eru heimilislausir og einn þeirra dó um daginn. Hann var 36 
ára gamall og mikið veikur. Hann dó á gistiskýlinu,? segir við-
mælandi Edrú. Hann er frá Varsjá, talar góða íslensku en hann 
hefur dvalið á Íslandi í ellefu ár. Hann er lærður prentari en nú 
atvinnulaus. Fráskilinn en hefur fyrir löngu skotið hér rótum, 
á dóttur sem er í menntaskóla. Þekkt er að atvinnuleysi eykur 
stórlega líkur á að menn þrói með sér alkóhólisma. Þetta er 
gömul saga og ný. Á Íslandi er stór hópur sem telst samkvæmt 
öllum skilgreiningum áhættuhópur. Þetta eru atvinnulausir 
Pólverjar, sem og reyndar menn frá öðrum löndum, sem komu 
hingað þegar uppgangurinn var. Þá kom hrunið.
Að stela vinnu frá heimamönnum
Fyrir hrun voru búsettir á Íslandi um 18 þúsund Pólverjar 
sé miðað við upplýsingar frá Hagstofu Íslands. Rétt ríflega 
helmingur þeirra fór aftur til Póllands fljótlega eftir hrunið. 
Um átta til níu þúsund einstaklinga af pólskum uppruna hafa 
hins haldið áfram að búa hér á landi ? eiga hér heima og teljast 
til hins svokallaða pólska samfélags. Margir þeirra komu til 
Íslands vegna þess að á uppgangstímum var sár skortur á iðn-
aðarmönnum. Byggingabransinn hrundi eins og þekkt er og 
í kjölfarið blasti atvinnuleysið við. Edrú heyrði ofan í nokkra 
þeirra sem eru alkóhólistar en eiga jafnframt við óvinveitt ytri 
skilyrði að stríða, sum lúmsk ? önnur blasa við. Þeir eru nafn-
lausir, bæði af virðingu við erfðavenju AA-samtakanna sem og 
að sumir þeirra óttast einfaldlega margslungna og víðtæka for-
dóma sem þeir upplifa, verandi í þeim sporum að eiga uppruna 
annars staðar sem og að vera alkóhólistar.
Einn þeirra fullyrðir að eftir hrun verði hann var við mikla 
fordóma, fordóma sem hann kannast ekki við að hafi verið uppi 
fyrir hrunið. Þetta er eitt af því sem Íslendingar vilja helst ekki 
ræða, þetta atriði sem erlendar þjóðernishreyfingar og nýnas-
istar ytra byggja á; útlendingar að stela vinnu frá heimamön-
um. ?Jájá, það var gerð einhver rannsókn í Háskólanum, sendur 
var út tölvupóstur og við látin svara spurningum. Þar kemur 
þetta fram. Þetta er engin paranoja í mér. Mér finnst fordómar 
hafa aukist eftir hrunið; þetta var í góðu lagi áður. En, eftir 
hrunið er eins og menn vilji finna blóraböggul og þá erum við 
ákjósanleg fórnarlömb. Útlendingar að taka vinnu frá Íslend-
ingum. Þetta var í góðu lagi fyrir hrun. Það er ekki gaman að 
segja þetta en svona sé ég Ísland í dag. Þetta er mín skoðun.?
Tungumálið reynist erfiður hjalli
Annar alkóhólisti, sem reyndar er frá Litháen, deilir ekki þess-
ari sýn félaga síns. Hann upplifir enga fordóma vegna þessa 
beinlínis ? að útlendingar séu að stela vinnunni. Hann talar 
reyndar enga íslensku en hefur verið búsettur hér í sex ár. En, 
hann hefur vinnu; hann ber út blöð. Hann telur aðalvandamálið 
tengjast tungumálaörðugleikum. ?Aðalvandamálið er íslensku-
kunnáttan, eða öllu heldur skortur á henni. Vegna þessa eiga 
Börn alkóhólista og veikustu sjúklingarnir
Mannúð
Vikulega hýsir sÁÁ pólskan aa-fund í Von. Þar er hópur seM Á Við djúpstæðan og Margslunginn Vanda 
að etja. tunguMÁlaörðugleikar geta reynst erfið hindrun í að eiga Við sjúkdóMinn en er frÁleitt 
hið eina: nýVerið dó einn Mikið Veikur heiMilislaus alkóhólisti úr ÞessuM hópi, aðeins 36 Ára gaMall, í 
gistiskýli. Þetta er Meðal Þess seM jakob bjarnar koMst að Þegar hann tók púlsinn Á ÞessuM hópi.
Pólskur alki 
eins og maður 
frá tunglinu
Margir Pólverjar, sem áður höfðu nóg að 
gera eru, í kjölfar hruns, farnir að drekka 
illa. Þeir óttast að leiti þeir sér hjálpar, 
viðurkenni að þeir séu alkóhólistar, þá 
skaði það möguleika þeirra á að finna 
vinnu. Þetta er vítahringur.
útlendingar oft miklu erfiðara með að öðlast skilning 
á þessum sjúkdómi og eiga erfiðara með að sækja sér 
hjálp; eins og til dæmis það að fara í meðferð. Einfald-
lega.?
Þannig getur tungumálið, eðli málsins samkvæmt, 
reynst brött brekka fyrir alkóhólista sem vill takast 
á við sjúkdóm sinn. AA-fundir fyrir þennan hóp eru 
haldnir á Ingólfsstræti 12 á fimmtudögum og þar 
kemur saman blandaður hópur útlendinga. Og mæt-
ingin getur verið upp og ofan. Ein kona sem starfar 
sem fulltrúi, segir að mjög algengt sé að haft sé sam-
band við sig, einstaklingar sem tilheyra þessum hópi, 
og spyrja hvernig þeir eigi að bera sig að vilji þeir leita 
sér hjálpar vegna sjúkdómsins. Vandinn er augljóslega 
til staðar þó erfitt sé að slá því fram hvort alkóhólismi 
sé meira vandamál meðal þessa hóps en meðaltal 
segir til um. En víst er að um áhættuhóp er að ræða.
Atvinnuleysi ýtir undir drykkju
Einn úr þessum hópi segir Edrú frá því að hann þekki 
marga sem hafa misst vinnu eftir hrun og byrjuðu 
þá að drekka. Áður einbeittu þeir sér að vinnu sinni, 
unnu mikið og sendu fjölskyldum sínum og ættingjum 
peninga heim. Sumir lentu svo í því að fyrirtækið sem 
þeir störfuðu hjá varð gjaldþrota þannig að laun þeirra 
brunnu inni. Þetta varð til þess að þeir urðu reiðir. 
Viðbrögðin við því voru að halla sér að flöskunni. ?Ég 
held að áfengisneysla hafi aukist verulega eftir hrunið 
því þessir menn beindu áður orku sinni í vinnuna.?
Þessi viðmælandi segir svo frá að hann hafi verið á 
Vogi um mánaðamótin mars/apríl árið 2011 og hann 
hefur eftir Guðbirni Björnssyni lækni að frá áramót-
um þá hafi 40 Pólverjar komið í meðferð. Viðmæland-
inn segir að auðvitað vilji allir vera hamingjusamir, 
edrú og brosandi. En þessi hópur vilji fyrst og fremst 
einbeita sér að því að finna vinnu. Vilji kannski sækja 
AA-fundi ? þetta er að einhverju leyti vítahringur eins 
og menn upplifa stöðuna.
Margþættir fordómar
Atvinnuleysið er þannig augljóslega áhættuþáttur, 
staða sem ýtir undir drykkju, ekki síst í þessum hópi. 
Erfiðari vandi, eða ekki eins augljós, er svo sá hvernig 
fólk upplifir fordóma. ?Ég var á Vogi. Er alltaf að reyna 
að hætta að drekka. Þar hitti ég marga Pólverja. En 
þeir vilja ekki stunda AA. Ég held að það sé vegna 
þess að þeir telja að einhverjir gætu hugsað neikvætt 
um þá. Fordómar gagnvart þeim sem eru með þennan 
sjúkdóm. Menn óttast fordómana. Menn eru hérna 
vegna vinnu. Og telja að þetta staðið í vegi fyrir mögu-
leikum sínum á vinnumarkaði. Telja að atvinnurekend-
ur gangi út frá því að liggi það fyrir sé hætt við að þeir 
detti bara í það aftur. Fari aftur á fyllirí. Svo er bara 
erfitt að segja: Ég er alkóhólisti. Ég er óvirkur alkó-
hólisti en margir eru í afneitun. Drekka og drekka. Ég 
þekki marga sem eru að deyja úr alkóhólisma.? Þetta 
segir maður sem hefur nú verið edrú í tvo mánuði. 
Hann náði góðum tíma, fór í meðferð árið 2009 og svo 
aftur 2011, og fór þá í Víkingameðferð. Hann féll en 
hefur nú náð sér aftur á strik. Hann gerir ekki lítið 
úr því að atvinnuástandið er erfitt. Hann hefur tekið 
fjölda námskeiða á vegum Vinnumálastofnunar, sent 
út ótal starfsumsóknir en alltaf er svarið nei. ?Ég hef 
verið á allskonar AA-fundum og þegar ég segist vera 
pólskur er horft á mig eins og ég sé frá tunglinu. Ég 
finn skrítna strauma en, það er allt í lagi.?
Þetta er engin paranoja í mér. Mér finnst fordómar hafa aukist eftir 
hrunið; þetta var í góðu lagi áður. En, eftir hrunið er eins og menn vilji 
finna blóraböggul og þá erum við ákjósanleg fórnarlömb. Útlendingar 
að taka vinnu frá Íslendingum.  
Lítum nánar á þá um það bil 900 áfengis- 
og vímuefnasjúklinga sem eru utanveltu. 
Þessir einstaklingar hafa hver um sig lagst 
níu sinnum eða oftar inn á Vog en hefur 
reynst erfitt að öðlast langtímabata með 
þeirri meðferð sem nú er í boði.
Þetta eru nokkrir hópar en í sumum 
tilfellum er skörun milli; einstaklingur 
getur tilheyrt tveimur þessara hópa. 
Segja má að í um 70 prósenta tilvika sé 
um læknisfræðilegan vanda við með-
ferð á heilasjúkdómi að ræða en í um 
30 prósenta tilvikum er hægt að rekja 
vandann til félagslegar stöðu.
Síðustu sjúklingarnir á götunni Í grófum dráttum er skiptingin þessi:
Liðlega 300 manns 
sem eru í það miklu 
ójafnvægi að þeir 
geta ekki nýtt sér 
meðferð SÁÁ að Vogs-
dvöl lokinni. Annar 
tæplega 300 manna 
hópur getur notað sér 
meðferð SÁÁ en þarf 
á auknum félagslegum 
stuðning að halda. 
Um 250 sjúklingar 
hafa orðið fyrir 
skaða vegna slysa, 
vímuefnaneyslu eða 
við fæðingu og þurfa 
meiri stuðning eftir 
dvöl á Vogi en hægt 
er að veita. Um 90 
fyrrverandi fangar ná 
ekki að fóta sig eftir 
meðferð.
Lítum nánar á 
aðstæður þessara ein-
staklinga sem ekki er 
hægt að veita þá með-
ferð eða þann félags-
lega stuðning sem þeir 
þurfa á að halda:
Fyrst er að telja allt 
að 200 langt gengnir 
sjúklinga sem að miklu 
leyti eru á götunni en 
eru þess á milli inni 
á sjúkrastofnunum. 
Margir eru varanlega 
skaðaðir á heila af 
völdum sjúkdómsins 
og eiga ekki mikla von 
um langtímabata. Það 
er hins vegar hægt 
að bæta líf þeirra 
verulega og hjálpa 
þeim til að losna úr 
sjúkdómsástandi um 
lengri eða skemmri 
tíma, jafnvel í 250-300 
daga á ári.
Fyrir ekki ýkja 
mörgum árum 
sinntu stofnanir eins 
og Gunnarsholt og 
Víðines þessu fólki. 
Þær stofnanir hafa 
verið lagðar niður í 
sparnaðarskyni.
Þetta fólk er eini 
sjúklingahópurinn 
í þjóðfélaginu sem 
nú á hvergi höfði að 
halla innan heil-
brigðiskerfisins. Það 
er mannúðar- og 
réttlætismál að hjálpa 
þeim til betra lífs.
SÁÁ vill byggja upp 
sérstakt úrræði fyrir 
fyrir þá sem nú eru 
á götunni og bjarga 
þeim inn í aðstæður 
þar sem í boði er 
aðhlynning og sú með-
ferð sem þeir geta 
þegið. Áformin eru að 
byggja 32 stúdíó-
íbúðir á svæðinu við 
meðferðarstöðina 
Vík fyrir þennan hóp. 
Kostnaðurinn við 
hvert pláss í þessu 
búsetu- og meðferð-
arúrræði er lítill hluti 
af því sem það kostar 
að reka dvalarrými á 
öldrunarstofnun.
MeirA á síðu 10
7 2012 OKTÓBER

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88