Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttatķminn

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttatķminn

						Gunnar Smári vísaði mér til sætis þegar ég hitti hann í höfuðstöðv-um SÁÁ við Efstaleiti. Það var eins og hann væri að taka mig á tepp-
ið. Hann bauð mér ekki kaffi. Þetta byrjaði 
eins og sú martröð sem þetta hlaut að verða. 
Gunnar Smári var ritstjóri minn í gamla daga 
og stóð augljóslega í þeirri trú að það væri 
hans að stjórna þessu viðtali.
Hann byrjaði að tala án þess að ég hefði 
sagt nokkuð.
?Þar sem baráttumál áfengis- og vímuefna-
sjúklinga tengjast lífinu sjálfu, hamingju fólks 
og lífsþreki, sjálfsmynd og hugmyndum um 
möguleika mannsins, réttlæti og samkennd; 
þá eru þetta ólgandi mál; full af krafti, sköp-
un og gleði. Og þess vegna er hægt að tala 
um þessi mál út frá allskyns sjónarhornum. 
Og því spyr ég: Viltu að ég stilli þessu upp 
eins og háskólafyrirlestri, viltu að ég haldi 
yfir þér ræðu eins og stjórnmálamaður, viltu 
að ég segi þér fréttir um nýjustu tækni og 
vísindi þessa sjúkdóms eða viltu að ég segi 
þér sögu??
Ehhh; segðu mér sögu, ? náði ég að skjóta 
inn.
?Ókei. Freeport-ferðirnar byrjuðu 1975, 
SÁÁ var stofnað 1977 og fljótlega eftir það 
var áfengismeðferð að amerískri fyrirmynd 
byggð upp hérlendis. Síðan þá hefur með-
ferðin hjá SÁÁ verið meginúrræði þessa sjúk-
lingahóps; áfengis- og vímuefnasjúklinga. 
Það hafa verið aðrir kostir í boði en megin-
straumurinn hefur legið í gegnum þessa 
lausn sem fyrstu Freeport-fararnir fluttu til 
landsins.?
Að elta batann
Gunnar Smári hallar sér aftur í sæti sínu og 
ég nota tækifærið og kveiki á segulbands-
tækinu. Sem fær nú heldur betur að vinna 
fyrir kaupinu:
?Fyrir þennan tíma voru áfengis- og vímu-
efnasjúklingar annars vegar viðfang lög-
reglunnar; ofdrykkjumönnum var stungið í 
steininn og langt leiddir sjúklingar dæmdir 
til gæsluvistar á Gunnarsholti, Arnarholti 
eða Víðinesi. Þessi sjúkdómur átti semsagt 
sínar greinar í hegningarlögum, lögreglan 
handtók sjúklingana, dómarar dæmdu þá og 
fangaverðir héldu þeim föngum í sérstökum 
fangelsum. Hins vegar voru áfengis- og vímu-
efnasjúklingar viðfang Kleppspítala. Þar réðu 
geðlæknar ríkjum og þeir litu á áfengis- og 
vímuefnasýki sem afleiðingu af öðrum geð-
sjúkdómum eða persónuleikaröskun. Til hlið-
ar við þetta voru á mismunandi tímum önnur 
úrræði en þetta voru meginlínurnar. Ef þú 
varst alki lentir þú annað hvort á Kleppi eða á 
drykkjumannahæli.
Gallinn við báða þessa staði var sá að þar 
var enginn bati. Auðvitað tókst einum og 
einum drykkjumanni að hætta drykkju; það 
gerðist í einstaka tilfellum áður en alvöru 
meðferð var þróuð og líka áður en tólf spora 
samtök urðu til, en það var svo fátítt að það 
tekur því varla að nefna það. Og enn síður að 
byggja á þeim tilfellum meðferð, kenningar 
eða opinbera heilbrigðisstefnu.
Þú getur því rétt ímyndað þér áhrifin sem 
það hafði á samfélag alkóhólista þegar fyrsta 
fólkið snéri heim frá Freeport; að því er virt-
ist búið að ná heilsu og bata frá þessum lífs-
hættulega króníska sjúkdómi. Auðvitað náði 
ekki allt þetta fólk að halda í batann; sumt féll 
aftur í drykkju; og sumt dó úr sjúkdómnum. 
En fyrir þá sem fylgdust með innan úr sjúk-
dómnum skipti það litlu; aðalatriðið var að það 
kviknaði skyndilega von. Og þetta fólk vildi 
elta batann. Og það gerði það; það flykktist 
til Freeport, stofnaði SÁÁ og barðist fyrir því 
að þessi leið, bataleiðin frá alkóhólisma, yrði 
flutt til Íslands.
Efstir í tossabekknum
Árangurinn er sá að 35 árum eftir að SÁÁ 
var stofnað má gera ráð fyrir að um 30 þús-
und Íslendinga séu haldnir áfengis- og vímu-
efnafíkn. Um 22 þúsund þeirra hafa komið á 
Vog. Það eitt er einstakt í heiminum; að áætl-
að meðferðargap; það er hlutfall fólks með 
þennan sjúkdóm sem ekki hefur leitað með-
ferðar; sé rétt rúmlega fjórðungur. Af þessum 
22 þúsund sem hafa komið á Vog má ætla að 
um 10 til 12 þúsund manns séu edrú; séu í 
dag í bata frá þessum lífshættulega sjúkdómi 
eða um helmingur af þeim sem hafa komið á 
Vog. Auðvitað eru til einstaklingar sem hafa 
náð bata frá áfengis- og vímuefnasýki án þess 
að koma á Vog, en þeir eru fáir og raska ekki 
heildarmyndinni. Sem er sú; að Íslendingum 
hefur tekist að byggja upp kerfi sem hefur 
fært helming þeirra áfengis- og vímuefnasjúk-
linga bata sem hafa leitað sér hjálpar. Það er 
líka einstakur árangur.
Ef við segjum við Bandaríkjamenn að stærð 
samfélags áfengis- og vímuefnasjúklinga í 
bata á Íslandi jafngildi því að í Bandaríkjunum 
teldi slíkt samfélag 10 til 12 milljónir manna; 
þá gapa þeir af undrun. Sama gerist ef við 
segjum Bretum að þeir gætu átt 2 til 2,4 millj-
ónir áfengis- og vímuefnasjúklinga í bata eða 
Danir gætu átt 175 til 210 þúsund alkóhólista í 
bata. Þessar þjóðir væru tilbúnar að gefa mik-
ið fyrir að eiga slíka auðlegð. Ég veit að það er 
komið úr tísku að tala um íslensku leiðina; en 
þarna er sannarlega leið sem við höfum farið 
með meiri árangri en nokkur önnur þjóð.?
Er þá ekki allt í allra besta lagi? Lifum við 
ekki í allra besta heimi allra heima? ? spyr ég 
eins Birtíngur, gáttaður á lýsingum Altúngu, 
lærimeistara míns.
?Ég myndi ekki orða það svo. Ég myndi 
frekar segja að við værum efstir í tossabekk. 
Þótt við eigum að gleðjast yfir þeim sem ná 
bata þá eigum við ekki að láta þar við sitja 
heldur elta árangurinn og reyna að koma fleiri 
til heilsu.?
Fegnir að losna við alkana
En, má þá ekki segja að ...
?Fyrirgefðu, ef ég má halda áfram með 
söguna??
Nú, þetta ætlar að verða eitt af þessum við-
tölum, hugsa ég.
?Þakka þér fyrir. Þá gerðist það, eftir Free-
port-ferðirnar og stofnun SÁÁ, að alkóhólist-
arnir flykktust út úr geðheilbrigðisbatteríinu. 
Fyrir 1975 var um helmingur allra innritana 
á Klepp alkóhólistar. Þeir stöldruðu styttra 
við en aðrir geðsjúklingar, svo það er ekki 
hægt að fullyrða um 
hversu stór hluti þeir 
voru af starfseminni. 
Víðast erlendis er geng-
ið út frá því að áður en 
alkóhólistar fundu bata-
leiðina hafi um 1/3 hluti 
starfseminnar farið í að 
sinna þeim. Þegar alk-
arnir hlupu undan hefð-
bundnum geðlæknum 
og til SÁÁ eða þar sem 
bataleiðin var í boði; þá 
minnkaði álagið á geð-
heilbrigðisbatteríið. 
Það segir mér fólk sem 
var á Kleppi um 1970 og 
síðan um og eftir 1980 
að ekki sé hægt að bera 
aðbúnaðinum saman; 
þar sem áður voru sex til átta í herbergi voru 
aðeins tveir eða þrír eftir 1980. Ástæðan var 
sú að alkóhólistarnir voru svo fegnir að losna 
undan geðlæknunum að þeir skyldu fjárveit-
ingarnar eftir; brotthlaup þeirra fækkaði sjúk-
lingunum en dró ekki úr fjáveitingunum; þeir 
sjúklingar sem eftir voru uppskáru betri að-
stæður og aðbúnað.
Það er því að mörgu leyti skiljanlegt að geð-
heilbrigðisbatteríið hafi gert lítið úr bataleið 
alkanna. Yfirmenn geðdeildanna gerðu ekk-
ert til að halda í alkana. Þvert á móti voru 
þeir fegnir að vera lausir við þá; enda höfðu 
þeir fá úrræði til að fást við alkóhólisma; aðal-
lega raflost, heit og köld böð og einhverjar 
fornaldaraðferðir. En þeir gættu þess að tala 
bataleiðina niður; sögðu hana ekki byggða á 
nógu góðum vísindum, að starfsemin væri 
ekki fagleg, að starfsfólkið væri ekki nógu 
hæft og þar fram eftir götunum. En þetta hafa 
þeir án efa gert fyrst og fremst til að tryggja 
að fjárveitingarnar eltu ekki áfengis- og vímu-
efnasjúklingana. Og þeim tókst þetta. SÁÁ og 
bataleiðin var ekki byggð upp með fjármunum 
sem áður höfðu farið í að sinna alkóhólistum 
innan geðheilbrigðisbatterísins; þeir fjármun-
ir sátu eftir og færðu öðrum geðsjúklingum 
betri aðbúnað.
Verður að höggva á hagsmunahnútinn
Bataleið Freeport og SÁÁ var byggð upp með 
fjármunum sem fengust með söfnunum og 
sérstökum fjárveitingum sem stjórnmála-
menn tóku ákvarðanir um án meðmæla eða 
velvilja landlæknis, geðheilbrigðisbatterísins 
eða annarra stofnana sem kalla mætti heil-
brigisyfirvöld. Veigamesti framlagið byggði 
á ákvörðun Tryggingastofnunar; ákveðið var 
að greiða fyrir Freeport-ferðirnar eins og 
aðra endurhæfingu. Þar með var viðurkennd 
skylda ríksins til að greiða fyrir þessa tegund 
læknismeðferðar. Þegar SÁÁ var stofnað og 
meðferðin flutt inn til landsins dró því í raun 
úr þessum kosnaði; í það minnsta ef miðað er 
við kostnað á hvern sjúkling.
En þessi atburðarrás; flótti alkanna úr geð-
heilbrigðisbatteríinu og viðbrögð þess til að 
halda fjárveitingunum eftir; hefur haft vond 
áhrif allar götur síðan. Það eru til dæmis geð-
læknar sem kenna læknanemum og öðrum 
heilbrigðisstéttum um fíknisjúkdóma í Há-
skóla Íslands þótt meginþungi meðferðar 
við þessum sjúkdómum sé upp á Vogi. Heil-
brigðisyfirvöld, landlæknir og ráðuneytin 
hafa aldrei litið á SÁÁ og bataleiðina sem 
veigamikinn þátt af íslensku heilbrigðiskerfi. 
Það hefur skaðað sjúklingahópinn og það er 
sorglegt til þess að hugsa að ástæður þess eru 
fyrst og fremst peningar og hagsmunir. Ég 
held að það fyrirfinnist ekki nokkur lengur 
sem efast um að bataleið SÁÁ sé meginúr-
ræðið fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. 
Ég efast um að nokkur læknir eða embættis-
maður í heilbrigðiskerfinu myndi ekki senda 
börnin sín til SÁÁ eða fara þangað sjálfur ef 
hann væri haldinn áfengis- og vímuefnasýki. 
Þessi hnútur í kerfinu er eldgömul hagsmuna-
gæsla um löngu horfna peninga. Ég sé ekki 
tilganginn með því að 
halda í þennan hnút; það 
verður að leysa hann.?
En miðað við það sem 
þú hefur sagt um árang-
urinn; þá hefur þetta 
heldur ekki valdið mikl-
um skaða eða dregið úr 
árangrinum. Eða hvað?
?Það munum við 
aldrei vita. Það kom 
nefnilega í ljós að þessi 
bataleið var svo mögnuð 
að þrátt fyrir að alkarn-
ir hafi lagt af stað með 
hálfgerða ölmusupen-
inga; söfnunarfé, fjár-
veitingar sem stjórn-
málamenn hentu í SÁÁ; 
einskonar jaðarframlög 
utan við meginstoðir heilbrigðis- eða velferð-
arkerfisins; þá dugði það til að gríðarlegur 
hópur fólks fékk bata frá þessum lífshættu-
lega sjúkdómi. Kraftaverkið lá í aðferðinni 
sjálfri. Með bataleiðinni var hægt að færa þús-
undum áfengis- og vímuefnasjúklinga bætta 
heilsu og stórauka lífsgæði fjölskyldna þeirra 
fyrir brot af þeim fjármunum sem áður var 
varið til að sinna þessu fólki en með takmörk-
uðum árangri.?
Það vantar þá ekki pening? ? spyr ég.
?Bíddu við; ég er ekki búinn með söguna. 
Fljótlega eftir að SÁÁ var stofnað var tekið 
til við að afleggja þá aðhaldssömu áfengis-
stefnu sem hafði tekið ríkt í rúm 40 ár; allt frá 
afnámi bannsins 1935. Að sumu leyti má rekja 
mikinn stuðning þjóðarinnar við stofnun 
SÁÁ til óvinsælda þessarar stefnu. Þetta var 
stefna byggð á hugmyndum bindindishreyf-
ingarinnar, sem leit svo á að áfengi spillti 
samfélagi, fjölskyldum og fólki og því bæri 
að takmarka aðgengi almennings að áfengi. 
Boðskapur SÁÁ var hins vegar að áfengis-
vandinn væri ekki almennur heldur fyrst og 
fremst vandi alkóhólista. Forsvarsmenn SÁÁ 
sögðust vera á móti boði og bönnum og höfðu 
á orði að hvað þú drykkir væri þitt mál en ef 
þú vildir hætta að drekka þá væri það þeirra 
mál. Stofnun SÁÁ var því að mörgu leyti leið 
stjórnvalda frá óvinsælli áfengisstefnu og það 
hefur örugglega ráðið nokkru um að sam-
tökin fengu stuðning í upphafi; ef hægt var 
að lækna alkóhólistann þá væri óþarfi að hefta 
aðgengi annara að áfengi.?
Áfengismarkaðurinn margfaldast
Og áfengisstefnan breyttist hratt. Um 1980 
var ÁTVR með 7 útsölustaði á landinu; þeir 
eru yfir 50 í dag. Um 1980 voru 35 veitingahús 
með vínveitingaleyfi; þau eru yfir 700 í dag. 
?Áfengisverð lækkaði hægt og bítandi, opn-
unartímar verslana og veitingastaða lengdust, 
bjórinn var leyfður og svo framvegis. Þetta 
er í raun hin eiginlega áfengisstefna undan-
farinna ára; stefnan hefur ekki svo mikið 
snúist um að auka aðgengi áfengis- og vímu-
efnasjúklinga að meðferð eða aðstoð ? eigin-
lega má frekar segja að stefnan hafi verið að 
auka aðgengi áfengis- og vímuefnasjúklinga 
að áfengi.
Þegar SÁÁ var stofnað 1977 hefur áfengis-
markaðurinn líklega verið um 6 milljarðar 
króna á núvirði. Síðan þá hefur áfengisverð 
lækkað um fjórðung, áfengisneysla á mann 
hefur meira en tvöfaldast og Íslendingum 
hefur fjölgað um 45 prósent. Áfengismark-
aðurinn á útsöluverði ÁTVR er því orðinn um 
15 milljarðar; eða um 150 prósent stærri en 
þegar SÁÁ var stofnað. Hér er miðað við veltu 
ekki magn; magnið hefur meira en þrefaldast.
1977 var markaður ólöglegra vímuefna lít-
ill á Íslandi; skiptingin milli áfengis og ólög-
legu efnanna hefur kannski verið 95 prósent 
áfengi á móti 5 prósent af fíkniefnum. Í dag 
er raunveruleikinn allt annar. Miðað við sam-
setningu neyslunnar hjá sjúklingum á Vogi er 
skiptingin nú nálægt því að vera 60 prósent 
áfengi og 40 prósent fíkniefni. Ef við gerum 
ráð fyrir að hófneysla á fíkniefnum sé fátíðari 
en á áfengi getum við gert ráð fyrir að skipt-
ingin á markaðnum sé nærri því að vera 65 
prósent áfengi og 35 prósent ólögleg fíkniefni. 
Og ef við gerum ráð fyrir að víman í ólöglegu 
efnunum sé almennt um 35 prósent dýrari 
vegna fyrirkomulags sölunnar þá má ætla að 
ólöglegi markaðurinn sé um 11 milljarðar 
króna. Og þar sem stór hluti neyslunnar á 
ólöglegu efnunum er tengdur áfengisneysl-
unni; tengist helgarfylliríum og blandaðri 
neyslu; þá er vert að hafa í huga að uppbygg-
ing þessara tveggja markaða er nátengd; auk-
in áfengisneysla eykur neyslu ólöglegra efna.
Ofan á þetta bættist síðan mest hraðvax-
andi vímuefnavandi undanfarinna ára; mis-
notkun á lyfseðilsskyldum lyfjum. Þetta er 
orðið gríðarlegur vandi víða um heim; ekki 
síst í Bandaríkjunum þar sem læknar ávísa 
miklu meira af þessum lyfjum á sjúklinga en 
í Evrópu. Íslenskir læknar ganga hins vegar 
enn lengra fram en kollegar þeirra í Banda-
ríkjunum í ávísun á flest þessara lyfja og við 
getum því búist við ómældum kostnaði og 
miklum heilsuskaða vegna þessa á næstu 
árum.?
Drykkja orðin viðtekin
?Samandregið má því segja að frá stofnun 
SÁÁ hafi vímumarkaðir á Íslandi vaxið úr rétt 
rúmum 6 milljörðum króna á núvirði í um 28 
milljarða króna eða næstum fjórfaldast,? stað-
hæfir Gunnar Smári:
?Á sama tíma hafa framlög til SÁÁ og ann-
ara sem sinna áfengis- og vímuefnasjúkling-
Sjúklingahópur á götunni
Jakob bJarnar Grétarsson tók viðtal við sinn Gamla ritstJóra, Gunnar smára EGilsson, oG átti fullt 
í fanGi mEð að skrá niður EldmEssu formanns sáá sEm fEr yfir stöðu mála í söGulEGu lJósi; bEndir á 
blindu hófdykkJumannsins, sEGir ríkið GEra út á sJúklinGa sEm Eru utanGarðs í hEilbriGðiskErfinu oG 
sEtur fram huGmyndir til úrbóta. í nafni sJúklinGahópsins, í nafni mannúðar oG réttlætis ? bEtra lífs.
Áfengismarkaðurinn 
á útsöluverði ÁTVR 
er því orðinn um 
15 milljarðar; eða 
um 150 prósent 
stærri en þegar SÁÁ 
var stofnað. Hér er 
miðað við veltu ekki 
magn; magnið hefur 
meira en þrefaldast.
12 OKTÓBER 2012

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88