Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttatķminn

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttatķminn

						Þ að var ekki ég sló í gegn í Þýskalandi 2010 en áður hafði Kristof sent frá sér skáldsöguna Zuhause sem gerðist á Íslandi og í Þýskalandi. 
Það var ekki ég er fyrsta bók Kristofs sem kemur út á 
íslensku og höfundinum þykir að vonum vænt um það.
?Þetta er ansi flott og mér finnst mjög skemmtilegt 
að nú geti ættingjar mínir og vinir á Íslandi loksins 
lesið eitthvað eftir mig,? segir Kristof sem er á Íslandi 
í tilefni útgáfunnar. ?Ég hef í mörg ár einhvern veginn 
bara sagt fólki hérna frá því sem ég er að gera en hef 
aldrei beinlínis getað sannað fyrir þeim að ég sé rit-
höfundur,? segir Kristof og hlær. ?Ég gæti alveg hafa 
verið að ljúga þessu árum saman en nú get ég loksins 
sannað að ég sé í alvörunni rithöfundur.?
Kristof hefur lengst búið á Íslandi í eitt ár þegar 
hann var skiptinemi hérna frá háskólanum í Leipzig. 
?Ég bjó aldrei hérna á meðan ég var krakki en kom 
hingað oft. Ég talaði við pabba minn sem býr í Ham-
borg og svo fór ég í málfræði við háskólann í Berlín 
þar sem ég lærði viðtengingarháttinn og allt þetta,? 
segir Kristof á sinni fínu íslensku en hann hefur 
meðal annars fengist við þýðingar á verkum íslenskra 
rithöfunda á þýsku.
Kristof fylgdist vel með ástandinu á Íslandi í kjölfar 
efnahagshrunsins og skrifaði meðal annars um hrun-
ið hérna fyrir þýsku útgáfuna af The Financial Times 
og Die Welt. ?Ég reyndi að greina það sem hafði gerst 
og einnig að spá eitthvað um framtíðina. Ég leyfði mér 
nú smá bjartsýni þá og er svolítið stoltur af því að eitt-
hvað af því hefur ræst.? 
Kristof segir hrunið ekki hafa valdið nándar nærri 
eins miklum skaða í Þýskalandi og hér en engu að 
síður gæti áhrifa þess og þá ekki síst í þjóðarsálinni. 
?Það má segja að það séu alltaf læti í Þýskalandi 
vegna þess að þar er fólk mjög upptekið af því að hafa 
áhyggjur af öllu. Ég man samt ekki til þess að efna-
hagurinn hafi nokkru sinni verið betri í Þýskalandi en 
núna en Þjóðverjar eru bara svo mikið fyrir að sækja 
sér orku í svartsýni frekar en bjartsýni. Það hefur 
kannski ekkert gerst en samt eru allir hræddir um að 
heimurinn muni bara enda á morgun.?
Kristof segist alla tíð hafa séð Íslendinga sem já-
kvætt og bjartsýnt fólk og sér hafi því óneitanlega 
verið nokkuð brugðið þegar hann kom hingað í 
nóvember 2008. ?Ýmislegt hefur breyst hérna og nú 
er þessi hræðsla komin hingað líka. Eitthvað sem ég 
hef aldrei skynjað hér áður. Ég vissi ekkert hverju ég 
mætti búast við þegar ég kom hingað. Ég vissi ekki 
einu sinni hvort manni væri óhætt að ganga hér um að 
næturlagi. Þetta var aðallega skrýtin tilfinning.?
Ísland kom við sögu í fyrstu skáldsögu Kristofs 
sem hann skrifaði að mestu á meðan hann dvaldi á 
landinu. ?Kannski var ég að leita að rótum mínum eða 
eitthvað í þá áttina.? Það var ekki ég gerist hins vegar 
í Þýskalandi og í Chicago og Ísland kemur ekki fyrir 
í bókinni sem hann er að skrifa þessa dagana enda 
segist Kristof ekki vilja vera eins og einhver ?Íslands 
frændi? sem sé stöðugt að tala um landið. Hann úti-
lokar þó alls ekki að Ísland muni verða sögusvið hjá 
honum síðar. ?Ég gæti alveg ímyndað mér það enda er 
Ísland mér alltaf mjög mikilvægt.?
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
? Ljósvíkingur ? ársæLL níeLsson Leikur einLeik um skáLdið á Þröm
Saga Magnúsar sorglega lítið þekkt
Kómedíuleikhúsið á Ísafirði, í samvinnu 
við Norðurpólinn frumsýnir einleik 
um skáldið Magnús Hj. Magnússon á 
sunnudag. Höfundar verksins eru þeir 
Ársæll Níelsson og Elfar Logi Hannes-
son. Í verkinu hittum við fyrir skáldið 
sjálft þar sem hann afplánar dóm. Hann 
leiðir áhorfendur í sannleikann um líf 
sitt og þrautagöngu en alþýðuskáldið 
Magnús Hj. Magnússon lifði átakan-
legu lífi. Magnús ritaði dagbækur frá 
unga aldri þar sem hann greinir ná-
kvæmlega frá sorg og gleði í sínu lífi 
og viðburðum úr daglega lífinu. Strax í 
æsku urðu foreldrar hans að láta hann 
frá sér og þar með hófst þrautaganga 
ljósvíkingsins sem tók aldrei enda. 
Ársæll Níelsson, annar höfunda 
verksins og jafnframt eini leikari þess, 
segir að saga Magnúsar eigi brýnt 
erindi við Íslendinga. ?Mér fannst svo 
merkilega fáir vita af því að á bak við 
skáldsagnarpersónuna Ólaf Kárason 
var raunverulegur maður, Magnús 
Hj. Hann lifði ótrúlega ævi, veiktist 
alvarlega sem barn og var í sveitarskuld 
allt sitt líf. Hann var einskis metinn af 
samtímafólki sínu, en samt mikill dugn-
aðarforkur. Hann skrifaði dagbækur frá 
sautján ára aldri allt til dauðadags og 
bækurnar eru mögnuð sagnaheimild, 
ekki aðeins um skáldið sjálft heldur 
einnig um þjóð sem að er að brjóta sér 
leið inn í nútímann.?
Ársæll er sjálfur búsettur á Suðureyri 
en þar eyddi skáldið Magnús síðustu 
árum sínum og átti þar í fyrsta sinn 
heimili. ?Héðan kom nafnið, skáldið 
á Þröm, og fólkið á Suðureyri var nær 
eina fólkið sem að tók Magnúsi eins 
og hann var. Hér eignaðist hann vini 
og heimili og hér voru dagbækur hans 
varðveittar lengi vel. Mér finnst mikil-
vægt að hann fái þá umfjöllun sem hann 
á skilið.?
María Lilja 
Þrastardóttir
marialilja@
frettatiminn.is
Ársæll Níelsson 
er annar höfunda 
verksins og eini 
leikari þess. Ljós-
mynd/Hari 
? kristof magnusson gefinn út á ísLensku
Bókin er sönnunar-
gagn fyrir ættingja
 Kristof segir hrunið hafa haft lítil áhrif á sig persónulega. ?Vegna þess að í bókmenntunum er 
aldrei uppsveifla og þar af leiðandi aldrei kreppa heldur. Enginn í bransanum gerir ráð fyrir að 
græða ofboðslega mikinn pening.? Ljósmynd/Hari
Það var ekki ég
Skáldsagan Það var ekki ég fékk fína dóma í Þýskalandi 
þegar hún kom út þar árið 2010. Irene Balzinger, gagnrýnd-
andi Frankfurter Allgemeine, sagði bókina meðal annars 
hrífa lesandann með ?einstaklega fyndnum og snjöllum 
söguþræði og fáguðum og trúverðugum persónum.?
Sögur og örlög þriggja manneskja fléttast saman í bókinni. 
Þau lenda í ótrúlegum og óvæntun ævintýrum og ástin setur 
strik í reikninginn. 
Jasper er ungur bankamaður í Chigaco sem virðist eiga sér 
glæsilega framtíð í vændum. Meike er bókmenntaþýðandi 
á hröðum flótta frá hönnuðu lífi efnaðs menntafólks í 
Hamborg og Henry er heimsfrægur verðlaunahöfundur sem 
er þjakaður af ritstíflu og ótta við ellina. 
Þýsk-íslenski rithöf-
undurinn Kristof 
Magnusson fagnar 
því að skáldsaga 
hans Das war ich 
nicht er komin út 
á íslensku. Kristof 
talar góða ís-
lensku og er tíður 
gestur á landinu. 
Í Það var ekki ég 
sýnir Kristof hversu 
fljótlegt er að 
rústa bæði banka 
og vel skipulögðu 
lífi. Hrunið er því 
undirliggjandi en 
höfundurinn fylgd-
ist steini lostinn 
með Búsáhalda-
byltingunni árið 
2008. 
OREO
BANANA
SÚKKULAÐIKAKA
Sími: 561 1433
Innihald: Súkkulaðibotnar, súkkulaðimousse, bláberja
sulta,
 ban
ana
r o
g O
re
ok
ex
.
Opnunartími:
mánudaga-föstudaga   7.30 -17.30
laugar- og sunnudaga  8.00 -16.00
P
R
EN
TU
N
.IS
?Ein mikilvægasta bók
undanfarandi ára!?
Gauti Kristmannsson, RÚV
?Bókin er fádæma frumleg
og skrifuð af mikilli íþrótt.?
Stefán Snævarr, pressan.is
?Þessi bók er algjört bíó.?
Guðmundur Andri Thorsson, Fréttablaðið
?? aðdáanleg framsetning á 
mjög mikilsverðu efni ??
Örn Ólafsson, smugan.is
?Hugmyndaauðgin í framsetning-
unni er mikil og þekkingin víðfeðm 
og djúp. Frábær bók.?
Þorgeir Tryggvason, facebook.com
?????
?? mikið verk, stútfullt af leiftrandi 
ritsnilld ??
Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttatíminn
Brotabrot úr 
afrekasögu 
frjálshyggjunnar
Einar Már Jónsson
ÖRLAGABORGIN
62 menning Helgin 5.-7. október 2012

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88